Sport

Kórónuveiran stoppar ekki strákana í Seinni bylgjunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Henry Birgir Gunnarsson er umsjónarmaður Seinni bylgjunnar sem fyrr.
Henry Birgir Gunnarsson er umsjónarmaður Seinni bylgjunnar sem fyrr. Vísir/Vilhelm

Seinni bylgjan verður áfram á dagskrá Stöðvar tvö Sport þótt að Olís deildin sé komin í frost vegna kórónuveirunnar.

Strákarnir í Seinn bylgjunni ætla að fara yfir stöðu mála í hverri viku á meðan samkomubannið stendur yfir og er fyrsti þátturinn á dagskránni í kvöld.

Það er nóg að tala um þegar kemur að íslenska handboltanum og líka margar spurningar sem vakna á þessum óvissutímum.

Henry Birgir Gunnarsson stýrir þættinum venju samkvæmt og sérfræðingur kvöldsins er Ágúst Þór Jóhannsson sem er einnig þjálfari kvennaliðs Vals.

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, kíkir í heimsókn sem og Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, og Anton Rúnarsson, leikmaður toppliðs Vals.

Seinni bylgjan er á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 20.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×