Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2020 15:51 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í lokaleiknum á móti Moldóvu og sá sigur gæti mögulega skilað íslenska liðinu inn á EM. Getty/Adam Nurkiewicz Fjögur sæti eru enn laus á Evrópumótinu í knattspyrnu og þau áttu að vera í boði í umspilsleikjunum í mars. Umspilið er aftur á móti í uppnámi eftir að kórónuveiran er búin að stöðva leik út um allan heim. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var gestur hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atli Kjartanssyni í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. Guðni ræddi meðal annars umspilið og hvernig UEFA gæti leyst það að fylla liðakvótann á Evrópumótinu. Eru einhverjar líkur á því að EM fari fram í sumar? „Nei ég held að það séu litlar líkur. Það er allt of stutt í það og ég er ekki að sjá það gerast. Það yrði sem dæmi mjög erfitt að koma fyrir umspilinu,“ sagði Guðni Bergsson en þar gætu opnast dyr fyrir íslenska liðið: „Það er lausn í þessu sem okkur gæti hugnast. Það yrði að besti árangurinn í þriðja sæti yrði talinn eins og var fyrir Evrópumótið 2016 því þá værum við komin inn í úrslitakeppnina,“ sagði Guðni. „Við náðum fínum árangri í undankeppninni og tókum þriðja sætið. Það myndi svo sannarlega hugnast okkur. Ég held að tímaramminn sé of knappur, óvissan of mikil og ég sé því ekki að niðurstaðan verði önnur en að fresta þessari keppnu um þó nokkurn tíma,“ sagði Guðni. Íslenska liðið náði í nítján stig í riðlinum, vann sex af tíu leikjum og tapaði aðeins þremur. Markatalan var 14-11 eða 3 mörk í plús. Ekkert annað lið í þriðja sætið náði í 19 stig en næst kom Noregur með 17 stig. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Fjögur sæti eru enn laus á Evrópumótinu í knattspyrnu og þau áttu að vera í boði í umspilsleikjunum í mars. Umspilið er aftur á móti í uppnámi eftir að kórónuveiran er búin að stöðva leik út um allan heim. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var gestur hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atli Kjartanssyni í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. Guðni ræddi meðal annars umspilið og hvernig UEFA gæti leyst það að fylla liðakvótann á Evrópumótinu. Eru einhverjar líkur á því að EM fari fram í sumar? „Nei ég held að það séu litlar líkur. Það er allt of stutt í það og ég er ekki að sjá það gerast. Það yrði sem dæmi mjög erfitt að koma fyrir umspilinu,“ sagði Guðni Bergsson en þar gætu opnast dyr fyrir íslenska liðið: „Það er lausn í þessu sem okkur gæti hugnast. Það yrði að besti árangurinn í þriðja sæti yrði talinn eins og var fyrir Evrópumótið 2016 því þá værum við komin inn í úrslitakeppnina,“ sagði Guðni. „Við náðum fínum árangri í undankeppninni og tókum þriðja sætið. Það myndi svo sannarlega hugnast okkur. Ég held að tímaramminn sé of knappur, óvissan of mikil og ég sé því ekki að niðurstaðan verði önnur en að fresta þessari keppnu um þó nokkurn tíma,“ sagði Guðni. Íslenska liðið náði í nítján stig í riðlinum, vann sex af tíu leikjum og tapaði aðeins þremur. Markatalan var 14-11 eða 3 mörk í plús. Ekkert annað lið í þriðja sætið náði í 19 stig en næst kom Noregur með 17 stig.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira