Kynna umfangsmiklar aðgerðir á næstu dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. mars 2020 16:27 Formenn stjórnarflokkanna kynntu aðgerðir í þágu íslensks efnahagslífs í Ráðherrabústaðnum í síðustu viku. Frekari aðgerðir eru í farvatninu. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hyggjast á allra næstu dögum kynna frekari aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum af völdum kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um nokkuð umfangsmiklar aðgerðir að ræða og stendur nú yfir mikil vinna í fjármálaráðuneytinu hvað þetta varðar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru aðilar vinnumarkaðarins meðvitaðir um þá vinnu sem stendur yfir og að stórar aðgerðir séu í farvatninu. Stjórnvöld hafa þegar lagt fram nokkur frumvörp til að bregðast við áhrifum af völdum COVID-19. Þann 10. mars kynnti ríkisstjórnin aðgerðir í sjö liðum til viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf en þá þegar lá fyrir að eftir átti að útfæra nánar hvernig þær yrðu framkvæmdar. Í yfirlýsingu frá Samtökum atvinnulífsins í dag segir að „ríkisstjórnin, Seðlabankinn, atvinnulífið og launafólk ró[i] að því öllum árum að minnka bæði skammtímaáhrif af COVID-19 á fólk og fyrirtæki og langtímaáhrif á þjóðarbúið.“ Í umfjöllun Kjarnans í dag er talað um þær aðgerðir sem til stendur að kynna á næstu dögum sem „risapakka til að bjarga íslensku atvinnulífi,“ sem séu „af áður óþekktri stærðargráðu.“ Mannlíf, sem fjallaði fyrst um málið í dag, segir aðgerðirnar snúast um „milljarða og jafnvel tugi milljarða.“ Þetta kemur heim og saman við heimildir Vísis. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Stjórnvöld hyggjast á allra næstu dögum kynna frekari aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum af völdum kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um nokkuð umfangsmiklar aðgerðir að ræða og stendur nú yfir mikil vinna í fjármálaráðuneytinu hvað þetta varðar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru aðilar vinnumarkaðarins meðvitaðir um þá vinnu sem stendur yfir og að stórar aðgerðir séu í farvatninu. Stjórnvöld hafa þegar lagt fram nokkur frumvörp til að bregðast við áhrifum af völdum COVID-19. Þann 10. mars kynnti ríkisstjórnin aðgerðir í sjö liðum til viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf en þá þegar lá fyrir að eftir átti að útfæra nánar hvernig þær yrðu framkvæmdar. Í yfirlýsingu frá Samtökum atvinnulífsins í dag segir að „ríkisstjórnin, Seðlabankinn, atvinnulífið og launafólk ró[i] að því öllum árum að minnka bæði skammtímaáhrif af COVID-19 á fólk og fyrirtæki og langtímaáhrif á þjóðarbúið.“ Í umfjöllun Kjarnans í dag er talað um þær aðgerðir sem til stendur að kynna á næstu dögum sem „risapakka til að bjarga íslensku atvinnulífi,“ sem séu „af áður óþekktri stærðargráðu.“ Mannlíf, sem fjallaði fyrst um málið í dag, segir aðgerðirnar snúast um „milljarða og jafnvel tugi milljarða.“ Þetta kemur heim og saman við heimildir Vísis.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira