Innlent

Tíu í sóttkví eftir crossfittíma

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tíu manns eru nú í sóttkví eftir hóptíma í crossfit.
Tíu manns eru nú í sóttkví eftir hóptíma í crossfit. getty

Einstaklingum sem sóttu líkamsræktartíma á vegum Crossfit Suðurnes í Sporthúsinu í Reykjanesbæ þann 7. mars síðastliðinn hefur verið gert að fara í sóttkví eftir að líkamsræktarkennari greindist með kórónuveiruna. Þetta kemur fram á vef fréttablaðsins Suðurnes.

Kennarinn sýndi ekki einkenni þegar tíminn var haldinn en síðar sama dag fór hann að finna fyrir einkennum. Tíu einstaklingar tóku þátt í tímanum sem kenndur var hjá Crossfit Suðurnes og hefur verið haft samband við þá alla. Þá er ekki talin þörf á að loka aðstöðu líkamsræktarstöðvarinnar en áréttað hefur verið að aukið hafi verið við þrif og að gætt sé að því að nægt bil sé á milli fólks.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×