Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2020 20:28 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. „Við erum búin að ræða að við ýmsar starfsstéttir hérna í félaginu að við verðum í sameiningu að koma félaginu í gegn um þessar erfiðu aðstæður,“ sagði Bogi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú í kvöld. „Það ætlum við að gera með því að við verðum að lækka launakostnað á meðan við erum ekki að fljúga þá er það langstærsti kostnaðarliðurinn okkar.“ Þá segir hann að komi til ferðabanns muni það hafa veruleg áhrif á félagið en það sé í takt við þá þróun sem hafi verið undanfarna daga þar sem ferðabanni hefur verið komið á í mörgum löndum. Það hafi þegar haft mikil áhrif á félagið og áætlanir þess. „Við höfum verið að vinna þetta þannig undanfarna daga að taka upplýsingarnar og breyta okkar plönum miðað við það og við erum að taka þessar upplýsingar inn núna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á okkur. Það er að sjálfsögðu þannig að okkar leiðakerfi mun minnka og minnka þegar líður á þessa viku og við þurfum að bregðast við því í okkar rekstri og lækka okkar rekstrarkostnað því að tengiflug kemur ekki inn [til landsins] á meðan þetta ástand varir.“ Hann segir að félagið hafi verið að endurmeta leiðakerfi sitt dag frá degi og breyta flugáætlunum og fella þau niður eftir því sem lönd hafa verið að takmarka flug. „Núna í dag erum við að reka svona 60 prósent af leiðakerfinu eins og það var áætlað og það hefur verið að minnka dag frá degi og mun væntanlega halda áfram næstu daga.“ Beiðnin um ferðabann barst í dag frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, og sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að málið verði tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ekki liggur þó fyrir hvenær niðurstaða verður kynnt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00 Trump sagður reyna að hindra aðgang annarra þjóða að bóluefni Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. 15. mars 2020 20:50 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. „Við erum búin að ræða að við ýmsar starfsstéttir hérna í félaginu að við verðum í sameiningu að koma félaginu í gegn um þessar erfiðu aðstæður,“ sagði Bogi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú í kvöld. „Það ætlum við að gera með því að við verðum að lækka launakostnað á meðan við erum ekki að fljúga þá er það langstærsti kostnaðarliðurinn okkar.“ Þá segir hann að komi til ferðabanns muni það hafa veruleg áhrif á félagið en það sé í takt við þá þróun sem hafi verið undanfarna daga þar sem ferðabanni hefur verið komið á í mörgum löndum. Það hafi þegar haft mikil áhrif á félagið og áætlanir þess. „Við höfum verið að vinna þetta þannig undanfarna daga að taka upplýsingarnar og breyta okkar plönum miðað við það og við erum að taka þessar upplýsingar inn núna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á okkur. Það er að sjálfsögðu þannig að okkar leiðakerfi mun minnka og minnka þegar líður á þessa viku og við þurfum að bregðast við því í okkar rekstri og lækka okkar rekstrarkostnað því að tengiflug kemur ekki inn [til landsins] á meðan þetta ástand varir.“ Hann segir að félagið hafi verið að endurmeta leiðakerfi sitt dag frá degi og breyta flugáætlunum og fella þau niður eftir því sem lönd hafa verið að takmarka flug. „Núna í dag erum við að reka svona 60 prósent af leiðakerfinu eins og það var áætlað og það hefur verið að minnka dag frá degi og mun væntanlega halda áfram næstu daga.“ Beiðnin um ferðabann barst í dag frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, og sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að málið verði tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ekki liggur þó fyrir hvenær niðurstaða verður kynnt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00 Trump sagður reyna að hindra aðgang annarra þjóða að bóluefni Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. 15. mars 2020 20:50 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43
Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00
Trump sagður reyna að hindra aðgang annarra þjóða að bóluefni Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. 15. mars 2020 20:50