Sundlaugar verða áfram opnar þrátt fyrir samkomubann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. mars 2020 21:35 Vesturbæjarlaug var mannlaus í dag en henni var lokað í dag vegna samkomubannsins. Vísir/Friðrik Kennsludögum verður fækkað hjá nemendum í grunn- og leikskólum á öllu landinu næstu vikur vegna kórónuveirunnar. Þá var talið inn í verslanir í dag þegar samkomubann tók gildi á miðnætti. Verslanir hafa gripið til ýmissa ráðstafana vegna samkomubannsins þar sem þar mega nú ekki vera fleiri en hundrað í einu. Í IKEA er búið að skipta búðinni í sex hluta og gæta starfsmenn að því að ekki séu fleiri en hundrað manns á hverju svæði. „Við hófum klukkan ellefu í morgun að telja inn í búðina og út úr búðinni til að gera okkur grein fyrir því hversu margir eru á hverjum tíma inni í búðinni. Við erum búin að koma upp skiltum til að minna á að fólk virði tveggja metra regluna,“ segir Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdarstjóri IKEA. Búið er að koma fyrir merkingum í verslunum til að minna fólk á að halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum viðskiptavinum.Vísir Lítið var að gera á veitingastaðnum í hádeginu í dag en búið er að taka borð úr umferð. Aðeins annar hver afgreiðslukassi er opinn, búið er að merkja línur á gólfin til að fólk passi upp á að tveir metrar séu á milli hvers og eins var sjálfsafgreiðslukössum lokað. Þá hafa einnig verið settar merkingar á gólfin í verslunum Krónunnar og var óvenju lítið að gera í verslunum í dag en klukkan þrjú í dag voru aðeins 47 viðskiptavinir í versluninni úti á Granda. „Við finnum alveg fyrir því að salan er að dreifast jafnt yfir daginn og við erum byrjuð núna að telja inn í stærri verslanir okkar. Hingað til höfum við ekki þurft að grípa til þess að hleypa inn í hollum, allavega ekki enn þá,“ segir Hjördís Erla Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Þá var heldur tómlegt í Mathöllinni úti á Granda. „Það fór niður um þrjátíu til fimmtíu prósent, traffíkin í hádeginu,“ segir Guðrún Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri mathallanna. Skólavist í grunn- og leikskólum takmörkuð Ekkert starf var á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í dag og nýtti starfsfólkið daginn í að skipuleggja næstu daga. Það sama var uppi á teningnum í nánast öllum grunn- og leikskólum á landinu en skólar verða opnaðir aftur á morgun en þó með takmörkunum. Nemendahópar mega ekki vera fjölmennari en tuttugu og verða aðstæður mismunandi í hverjum skóla. „Við erum að takmarka alveg gríðarlega allt sem heitir umferð um skólann, að þau hittist ekki í anddyrinu og ef þau eru í frímínútum að það sé bara einn hópur úti í einu. Við vitum að skóladagurinn mun styttast hjá flestum og jafnvel þannig að sumir séu að koma kannski annan hvern dag,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Á leikskólanum Laufásborg hafa skólastjórnendur unnið hörðum höndum að því að skipuleggja næstu daga. Ákveðið hefur verið að ákveðinn hópur barna og starfsfólks mæti annan hvern dag. „Þá daga sem barnið þitt mætir er ákveðinn kennari sem mætir líka og svo þegar hinn hópurinn kemur inn þá eru aðrir kennarar sem mæta með honum,“ segir Jensína Edda Hermannsdóttir, leikskólastjóri á Laufásborg. Sundlaugar verða áfram opnar Þá voru allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu lokaðar í dag en þær opna aftur klukkan hálf sjö í fyrramálið og verða þær opnar þrátt fyrir samkomubann. Þó verður gætt að því að fyrirmælum almannavarna verði fylgt. Pottarnir verða enn opnir í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu en eim- og gufuböðum verður þó lokað.Vísir/Friðrik „Við ætlum að opna hérna klukkan 6:30 í fyrramálið og það verður bara farið eftir þessum tilmælum sóttvarnarlæknis um það að hér verði bara hundrað manns í einu og í öllum laugum á höfuðborgarsvæðinu sem opna á morgun og við vonumst til þess að fólk virði þessi fjarlægðarmörk sem er talað um, kannski tvo metra og í sturtum og búningsklefum og svoleiðis og í pottunum náttúrulega og tali bara aðeins hærra sín á milli þegar það er að spjalla hérna,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Eimböðin og gufuböðin verða þó lokuð og þar að auki einhverjir heitir pottar en Bjarni segist vonast til að fólk sýni skynsemi í sundi. „Við vonumst til þess að fólk geri þetta af skynsemi og hrúgist ekki margt saman í pottana þar sem eru svona þröngir pottar og annað.“ Starfsfólk mun ekki vera í því sérstaklega að fylgjast með því að fólk fylgi fjarlægðartilmælum í sundinu, hvorki úti né inni í klefum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Kórónuveiran stoppar ekki strákana í Seinni bylgjunni Það verður ekki spilað í Olís deildunum í handbolta næstu vikurnar en Seinni bylgjun mun samt halda áfram að fylgjast vel með öllu í tengslum við íslenska handboltann. 16. mars 2020 13:30 Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Kennsludögum verður fækkað hjá nemendum í grunn- og leikskólum á öllu landinu næstu vikur vegna kórónuveirunnar. Þá var talið inn í verslanir í dag þegar samkomubann tók gildi á miðnætti. Verslanir hafa gripið til ýmissa ráðstafana vegna samkomubannsins þar sem þar mega nú ekki vera fleiri en hundrað í einu. Í IKEA er búið að skipta búðinni í sex hluta og gæta starfsmenn að því að ekki séu fleiri en hundrað manns á hverju svæði. „Við hófum klukkan ellefu í morgun að telja inn í búðina og út úr búðinni til að gera okkur grein fyrir því hversu margir eru á hverjum tíma inni í búðinni. Við erum búin að koma upp skiltum til að minna á að fólk virði tveggja metra regluna,“ segir Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdarstjóri IKEA. Búið er að koma fyrir merkingum í verslunum til að minna fólk á að halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum viðskiptavinum.Vísir Lítið var að gera á veitingastaðnum í hádeginu í dag en búið er að taka borð úr umferð. Aðeins annar hver afgreiðslukassi er opinn, búið er að merkja línur á gólfin til að fólk passi upp á að tveir metrar séu á milli hvers og eins var sjálfsafgreiðslukössum lokað. Þá hafa einnig verið settar merkingar á gólfin í verslunum Krónunnar og var óvenju lítið að gera í verslunum í dag en klukkan þrjú í dag voru aðeins 47 viðskiptavinir í versluninni úti á Granda. „Við finnum alveg fyrir því að salan er að dreifast jafnt yfir daginn og við erum byrjuð núna að telja inn í stærri verslanir okkar. Hingað til höfum við ekki þurft að grípa til þess að hleypa inn í hollum, allavega ekki enn þá,“ segir Hjördís Erla Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Þá var heldur tómlegt í Mathöllinni úti á Granda. „Það fór niður um þrjátíu til fimmtíu prósent, traffíkin í hádeginu,“ segir Guðrún Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri mathallanna. Skólavist í grunn- og leikskólum takmörkuð Ekkert starf var á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í dag og nýtti starfsfólkið daginn í að skipuleggja næstu daga. Það sama var uppi á teningnum í nánast öllum grunn- og leikskólum á landinu en skólar verða opnaðir aftur á morgun en þó með takmörkunum. Nemendahópar mega ekki vera fjölmennari en tuttugu og verða aðstæður mismunandi í hverjum skóla. „Við erum að takmarka alveg gríðarlega allt sem heitir umferð um skólann, að þau hittist ekki í anddyrinu og ef þau eru í frímínútum að það sé bara einn hópur úti í einu. Við vitum að skóladagurinn mun styttast hjá flestum og jafnvel þannig að sumir séu að koma kannski annan hvern dag,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Á leikskólanum Laufásborg hafa skólastjórnendur unnið hörðum höndum að því að skipuleggja næstu daga. Ákveðið hefur verið að ákveðinn hópur barna og starfsfólks mæti annan hvern dag. „Þá daga sem barnið þitt mætir er ákveðinn kennari sem mætir líka og svo þegar hinn hópurinn kemur inn þá eru aðrir kennarar sem mæta með honum,“ segir Jensína Edda Hermannsdóttir, leikskólastjóri á Laufásborg. Sundlaugar verða áfram opnar Þá voru allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu lokaðar í dag en þær opna aftur klukkan hálf sjö í fyrramálið og verða þær opnar þrátt fyrir samkomubann. Þó verður gætt að því að fyrirmælum almannavarna verði fylgt. Pottarnir verða enn opnir í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu en eim- og gufuböðum verður þó lokað.Vísir/Friðrik „Við ætlum að opna hérna klukkan 6:30 í fyrramálið og það verður bara farið eftir þessum tilmælum sóttvarnarlæknis um það að hér verði bara hundrað manns í einu og í öllum laugum á höfuðborgarsvæðinu sem opna á morgun og við vonumst til þess að fólk virði þessi fjarlægðarmörk sem er talað um, kannski tvo metra og í sturtum og búningsklefum og svoleiðis og í pottunum náttúrulega og tali bara aðeins hærra sín á milli þegar það er að spjalla hérna,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Eimböðin og gufuböðin verða þó lokuð og þar að auki einhverjir heitir pottar en Bjarni segist vonast til að fólk sýni skynsemi í sundi. „Við vonumst til þess að fólk geri þetta af skynsemi og hrúgist ekki margt saman í pottana þar sem eru svona þröngir pottar og annað.“ Starfsfólk mun ekki vera í því sérstaklega að fylgjast með því að fólk fylgi fjarlægðartilmælum í sundinu, hvorki úti né inni í klefum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Kórónuveiran stoppar ekki strákana í Seinni bylgjunni Það verður ekki spilað í Olís deildunum í handbolta næstu vikurnar en Seinni bylgjun mun samt halda áfram að fylgjast vel með öllu í tengslum við íslenska handboltann. 16. mars 2020 13:30 Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Kórónuveiran stoppar ekki strákana í Seinni bylgjunni Það verður ekki spilað í Olís deildunum í handbolta næstu vikurnar en Seinni bylgjun mun samt halda áfram að fylgjast vel með öllu í tengslum við íslenska handboltann. 16. mars 2020 13:30
Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent