Að hugsa í tækifærum og lausnum Ásgeir Marinó Rudolfsson skrifar 18. apríl 2020 08:00 Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun er sennilegt að um 40 % námsmanna á Íslandi í framhaldsnámi fái ekki sumarvinnu í ár og þannig er fjárhagur þeirra er í uppnámi og áframhaldandi nám í hættu. Stór hluti þeirra á ekki fyrir húsaleigu og er fyrirséð að margir flosni upp frá námi og bætist í stækkandi hóp atvinnulausra. Á sama tíma er fjöldi ferðamanna í lágmarki og hótel og gististaðir standa tómir og rekstur þeirra í uppnámi. Ef við einbeitum okkur að tækifærum og hugsum í lausnum er ljóst að ýmsir möguleikar eru í stöðunni. Það er hagkvæmara að námsmenn klári sitt nám og bætist í hóp íslenskra sérfræðinga en ekki avinnulausra. Á sama tíma eru margir gististaðir á leið í gjaldþrot, skuldsettir upp í rjáfur og lítil von til að þeir lifi krísuna af. Hvernig er hægt að nota þetta “tækifæri” á skapandi hátt? Skortur á húsnæði fyrir námsmenn og mikið framboð á gistirými skapar augljósa möguleika. Ljóst er að ef ríkið vill grípa inn í þá er tækifæri til að kaupa húsnæði á hagkvæmu verði á næstunni. Eins eru tímabundin verkefni þessu tengd sem eru hentug fyrir námsmenn í sumarvinnu. Gefum okkur eftirfarandi sviðsmynd: Ríkið vill sporna við þessari þróun og grípa inn í ástandið. Þá er meðal annars þörf á að gera eftirfarandi: Það þarf að greina stöðuna og sjá hvaða umfang verkefnið hefur og hversu mikil þörf er á mannafla og fjármagni. Setja upp áætlun og skipuleggja framhaldið. Námsmen í námi sem td. innifelur verkefnastjórnun eru tilvaldir í þannig verkefni ef til vill studdir af reyndum sérfræðingum sem núna eru kannski verkefnalausir núna. Það þarf að gera ýmsar breytingar á húsnæði til að það henti sem stúdentagarður. Standsetning á þannig húsnæði eru hentug tímabundin verkefni sem sumarvinna fyrir námsmenn og tímabundið verkefni fyrir verkefnalausa fagmenn. Kostirnir eru margir. Ríkið getur eignast hentugt húsnæði á hagkvæmu verði á sama tíma og einhverjir ferðaþjónustuaðilar sem vilja sleppa frá skuldsettum eignum geta sloppið frá gjaldþroti með sölu tómra hótela og gistiheimila. Þannig verða þeir áfram skattgreiðendur næstu misserin en ekki gjaldþrota. Ef ríkið vill losa fjármagn frá þessu verkefni síðar meir er fyrirsjáanlegt að hægt er að selja á góðu verði á tíma þegar betur árar og eftirspurn er fyrir eignir í ferðaþjónustu. Þannig getur ríkið fengið útlagðan kostnað að einhverju leiti endurgreiddan með ávinningi á sama tíma og búinn er til möguleg aukning á framboði ef aðstæður eru þannig í framtíðinni. Einhverjir námsmenns sem skortir sumarvinnu geta bjargað sér fyrir horn með sumarvinnu við að standsetja eignirnar undir leiðsögn fagmanna sem skortir verkefni tímabundið “eins og fordæmalausa staðan í þjóðfélaginu er núna”. Fyrir námsmenn þarf að vera framkvæmanlegt að búa í þessum nýju stúdentagörðum. Fjármögnun á leigukostnaði næstu missera kann að vera skipulögð sem viðbót við námslánin eða hluti af þeim. Þannig skapast svigrúm fyrir námsmenn að ráða við húsaleigu á sama tíma og ríkið fær leiguna greidda í framhaldinu þegar námslánin eru greidd. Ekki er þörf á að eftirspurn eða markaðir lagist til að grundvöllur sé fyrir verkerfnum af þessu tagi, þörfin er augljós nú þegar og allir sem máli skipta eru til staðar. Það þarf bara að setja svona verkefni af stað, koma svo………… !! Höfundur er véltæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun er sennilegt að um 40 % námsmanna á Íslandi í framhaldsnámi fái ekki sumarvinnu í ár og þannig er fjárhagur þeirra er í uppnámi og áframhaldandi nám í hættu. Stór hluti þeirra á ekki fyrir húsaleigu og er fyrirséð að margir flosni upp frá námi og bætist í stækkandi hóp atvinnulausra. Á sama tíma er fjöldi ferðamanna í lágmarki og hótel og gististaðir standa tómir og rekstur þeirra í uppnámi. Ef við einbeitum okkur að tækifærum og hugsum í lausnum er ljóst að ýmsir möguleikar eru í stöðunni. Það er hagkvæmara að námsmenn klári sitt nám og bætist í hóp íslenskra sérfræðinga en ekki avinnulausra. Á sama tíma eru margir gististaðir á leið í gjaldþrot, skuldsettir upp í rjáfur og lítil von til að þeir lifi krísuna af. Hvernig er hægt að nota þetta “tækifæri” á skapandi hátt? Skortur á húsnæði fyrir námsmenn og mikið framboð á gistirými skapar augljósa möguleika. Ljóst er að ef ríkið vill grípa inn í þá er tækifæri til að kaupa húsnæði á hagkvæmu verði á næstunni. Eins eru tímabundin verkefni þessu tengd sem eru hentug fyrir námsmenn í sumarvinnu. Gefum okkur eftirfarandi sviðsmynd: Ríkið vill sporna við þessari þróun og grípa inn í ástandið. Þá er meðal annars þörf á að gera eftirfarandi: Það þarf að greina stöðuna og sjá hvaða umfang verkefnið hefur og hversu mikil þörf er á mannafla og fjármagni. Setja upp áætlun og skipuleggja framhaldið. Námsmen í námi sem td. innifelur verkefnastjórnun eru tilvaldir í þannig verkefni ef til vill studdir af reyndum sérfræðingum sem núna eru kannski verkefnalausir núna. Það þarf að gera ýmsar breytingar á húsnæði til að það henti sem stúdentagarður. Standsetning á þannig húsnæði eru hentug tímabundin verkefni sem sumarvinna fyrir námsmenn og tímabundið verkefni fyrir verkefnalausa fagmenn. Kostirnir eru margir. Ríkið getur eignast hentugt húsnæði á hagkvæmu verði á sama tíma og einhverjir ferðaþjónustuaðilar sem vilja sleppa frá skuldsettum eignum geta sloppið frá gjaldþroti með sölu tómra hótela og gistiheimila. Þannig verða þeir áfram skattgreiðendur næstu misserin en ekki gjaldþrota. Ef ríkið vill losa fjármagn frá þessu verkefni síðar meir er fyrirsjáanlegt að hægt er að selja á góðu verði á tíma þegar betur árar og eftirspurn er fyrir eignir í ferðaþjónustu. Þannig getur ríkið fengið útlagðan kostnað að einhverju leiti endurgreiddan með ávinningi á sama tíma og búinn er til möguleg aukning á framboði ef aðstæður eru þannig í framtíðinni. Einhverjir námsmenns sem skortir sumarvinnu geta bjargað sér fyrir horn með sumarvinnu við að standsetja eignirnar undir leiðsögn fagmanna sem skortir verkefni tímabundið “eins og fordæmalausa staðan í þjóðfélaginu er núna”. Fyrir námsmenn þarf að vera framkvæmanlegt að búa í þessum nýju stúdentagörðum. Fjármögnun á leigukostnaði næstu missera kann að vera skipulögð sem viðbót við námslánin eða hluti af þeim. Þannig skapast svigrúm fyrir námsmenn að ráða við húsaleigu á sama tíma og ríkið fær leiguna greidda í framhaldinu þegar námslánin eru greidd. Ekki er þörf á að eftirspurn eða markaðir lagist til að grundvöllur sé fyrir verkerfnum af þessu tagi, þörfin er augljós nú þegar og allir sem máli skipta eru til staðar. Það þarf bara að setja svona verkefni af stað, koma svo………… !! Höfundur er véltæknifræðingur.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar