Menning

Bein útsending: Allt um söngleikina um Bubba og Elly

Tinni Sveinsson skrifar
Halldóra Geirharðsdóttir er einn leikaranna sem fer í hlutverk Bubba í söngleiknum Níu líf.
Halldóra Geirharðsdóttir er einn leikaranna sem fer í hlutverk Bubba í söngleiknum Níu líf. Borgarleikhúsið

Fyrirlestri Ólafs Egils Egilssonar leikstjóra er streymt beint hér á Vísi klukkan 12 í dag. Þetta er annað beina streymið frá Borgarleikhúsinu á meðan á samkomubanninu stendur en leikhúsið ætlar að bjóða Íslendingum upp á þétta dagskrá næstu vikur.

Fleiri viðburðir eru á döfinni. Í hádeginu á föstudaginn verða tónleikar með Bubba Morthens í beinni hér á Vísi og verður það vikulegur viðburður þar til samkomubanninu lýkur. Í gærkvöldi var sýningunni Skattsvik Development Group streymt við gríðarlega góðar undirtektir.

Uppfært. Fyrirlestrinum er lokið en hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Bubbi og Elly - Ólafur Egill segir frá söngleikjunum

Um fyrirlesturinn

Ólafur Egill Egilsson leikstjóri fjallar um sýningu sína, Bubbasöngleikinn Níu líf, ásamt því að fjalla um stjörnusýninguna Elly sem hann átti stóran hlut í. 

Elly heillaði landsmenn með söng sínum í áratugi. Hið sama má segja um Bubba. Þau eru bæði stjörnur sem samofnar eru þjóðarsálinni.

Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Björgvin Franz Gíslason í hlutverkum sínum sem Ellý og Raggi Bjarna.Borgarleikhúsið
Sex af leikurunum sem fara með hlutverk Bubba í Níu líf á mismunandi æviskeiðum listamannsins.Borgarleikhúsið
Söngleikurinn um Ellý sló í gegn og var sýndur yfir 200 sinnum.Borgarleikhúsið
Leikarinn Aron Mola fer með hlutverk Bubba á fyrstu árum ferils hans.Borgarleikhúsið
Níu líf var frumsýnd á föstudag og verður sýnd aftur að samkomubanni loknu.Borgarleikhúsið

Hér fyrir neðan má sjá leikkonuna Katrínu Halldóru flytja lagið Heyr mína bæn úr sýningunni Elly.

Eitt af helstu einkennum söngleiksins Níu líf er að fjöldi leikara fer með hlutverk Bubba. Hér má sjá nokkra þeirra reyna að útskýra hvað felst í því.

 


Tengdar fréttir

Bein útsending: Skattsvik Development Group

Sýningunni Skattsvik Development Group er streymt beint á Vísi. Þetta er fyrsta beina streymið frá Borgarleikhúsinu en leikhúsið ætlar að hafa þétta dagskrá á meðan á samkomubanninu stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×