Nýr tónn í Trump Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2020 12:36 Trump var alvarlegri en hann hefur verið áður á blaðamannafundi í gær. AP/Evan Vucci Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Aðrir íhaldsmenn í Bandaríkjunum og jafnvel heilu fjölmiðlarnir hafa slegið á svipaða strengi og sagt Covid-19, sjúkdóminn sem veiran veldur, vera lítið annað en flensu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um samsæri sé að ræða sem Demókratar séu að reyna að nota til að koma Trump frá völdum. Skortur á leiðsögn að ofan leiddi til þess að ríkis- og borgarstjórar gripu til eigin ráða. Forsetinn sjálfur dreifði ósannindum um veiruna, dró úr alvarleika málsins og sagði ástandið í Bandaríkjunum vera mun betra en það var. Hann hefur meðal annars sagt að veiran muni hverfa með hækkandi hitastigi. Það muni gerast af sjálfu sér eins og „kraftaverk“. Þá hefur hann sömuleiðis haldið því fram að stutt sé í bóluefni gegn veirunni. Þó tilraunir séu byrjaðar segja sérfræðingar langt þar til bóluefni verði í boði. Blaðamenn Washington Post hafa haldið utan um öll þau skipti sem Trump hefur farið með ósannindi um kórónuveiruna. Þetta gekk á í margar vikur eða þar til í gær, átta vikum eftir að fyrsta tilfelli Covid-19 greindist í Bandaríkjunum. Trump steig í pontu í gærkvöldi og lagði fram ný viðmið ríkisstjórnarinnar og biðlaði til almennings um að gera sitt til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Sagði hann stöðuna alvarlega og sagði að ástandið gæti staðið yfir fram á sumar. Trump hætti þó ekki að vera Donald Trump og gaf hann sjálfum sér tíu af tíu í einkunn fyrir viðbrögð við veirunni, jafnvel þau hafi verið gagnrýnd harðlega og hann hafi verið sakaður um að klúðra þeim mjög. AP fréttaveitan segir breytinguna að hluta til vera til komna vegna aukinna áhyggja í Hvíta húsinu af því að krísa gæti ógnað endurkjöri Trump og arfleið hans. Hann hefur á undanförnum dögum lýst því yfir við ráðgjafa sína að hann sé viss um að veiran verði fyrirferðamikil í kosningabaráttunni. Faraldurinn hefur haft mikil og slæm áhrif á efnahag Bandaríkjanna og ráðgjafar hafa sagt honum að án aðgerða ríkisstjórnarinnar muni áhrifin verða verri og vara lengur. Ákall Trump eftir einingu Bandaríkjamanna gegn veirunni virðist ekki hafa varið lengi. Hann tísti nýverið harðri gagnrýni á ríkisstjóra Michigan, sem er Demókrati. Failing Michigan Governor must work harder and be much more proactive. We are pushing her to get the job done. I stand with Michigan!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Frá því nýja kórónuveiran fór að dreifast utan landamæra Kína hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gert lítið úr veirunni og talað gegn ráðleggingum sérfræðinga. Aðrir íhaldsmenn í Bandaríkjunum og jafnvel heilu fjölmiðlarnir hafa slegið á svipaða strengi og sagt Covid-19, sjúkdóminn sem veiran veldur, vera lítið annað en flensu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um samsæri sé að ræða sem Demókratar séu að reyna að nota til að koma Trump frá völdum. Skortur á leiðsögn að ofan leiddi til þess að ríkis- og borgarstjórar gripu til eigin ráða. Forsetinn sjálfur dreifði ósannindum um veiruna, dró úr alvarleika málsins og sagði ástandið í Bandaríkjunum vera mun betra en það var. Hann hefur meðal annars sagt að veiran muni hverfa með hækkandi hitastigi. Það muni gerast af sjálfu sér eins og „kraftaverk“. Þá hefur hann sömuleiðis haldið því fram að stutt sé í bóluefni gegn veirunni. Þó tilraunir séu byrjaðar segja sérfræðingar langt þar til bóluefni verði í boði. Blaðamenn Washington Post hafa haldið utan um öll þau skipti sem Trump hefur farið með ósannindi um kórónuveiruna. Þetta gekk á í margar vikur eða þar til í gær, átta vikum eftir að fyrsta tilfelli Covid-19 greindist í Bandaríkjunum. Trump steig í pontu í gærkvöldi og lagði fram ný viðmið ríkisstjórnarinnar og biðlaði til almennings um að gera sitt til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Sagði hann stöðuna alvarlega og sagði að ástandið gæti staðið yfir fram á sumar. Trump hætti þó ekki að vera Donald Trump og gaf hann sjálfum sér tíu af tíu í einkunn fyrir viðbrögð við veirunni, jafnvel þau hafi verið gagnrýnd harðlega og hann hafi verið sakaður um að klúðra þeim mjög. AP fréttaveitan segir breytinguna að hluta til vera til komna vegna aukinna áhyggja í Hvíta húsinu af því að krísa gæti ógnað endurkjöri Trump og arfleið hans. Hann hefur á undanförnum dögum lýst því yfir við ráðgjafa sína að hann sé viss um að veiran verði fyrirferðamikil í kosningabaráttunni. Faraldurinn hefur haft mikil og slæm áhrif á efnahag Bandaríkjanna og ráðgjafar hafa sagt honum að án aðgerða ríkisstjórnarinnar muni áhrifin verða verri og vara lengur. Ákall Trump eftir einingu Bandaríkjamanna gegn veirunni virðist ekki hafa varið lengi. Hann tísti nýverið harðri gagnrýni á ríkisstjóra Michigan, sem er Demókrati. Failing Michigan Governor must work harder and be much more proactive. We are pushing her to get the job done. I stand with Michigan!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira