Tuttugu heilbrigðisstarfsmenn og tveir lögregluþjónar í sóttkví á Húsavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2020 16:53 Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Vísir Alls eru tuttugu og tveir í sóttkví á Húsavík eftir að hafa umgengist áströlsk hjón sem greindust með kórónuveiruna. Maðurinn lést í gær eftir skyndileg veikindi og reyndist smitaður af veirunni. Um helmingur þeirra sem þurfa að fara í sóttkví hafa fengið inni á hóteli í bænum, Húsavík Cape Hotel. Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að nær allt fólkið í sóttkvínni sé heilbrigðisstarfsmenn, fyrir utan tvo lögreglumenn. Sóttkvíin hafi byrjað í dag. „Það er þannig að þeir sem ekki kannski fjölskyldunnar vegna vilja ekki vera í sóttkví heima hjá sér hafa fengið aðstöðu á þessu hóteli. Þeir sem eru í góðri aðstöðu til að vera heima hjá sér eru þar,“ segir Jón Helgi. Ekki er grunur um að neinn úr hópnum sé smitaður af veirunni. „Þetta er erfitt við að glíma. En við reynum bara að bregðast við þessum aðstæðum og lögum það sem laga þarf eins og hægt er.“ Húsavík Cape Hotel hefur opnað dyr sínar fyrir fólkinu sem getur ekki varið sóttkvínni heima hjá sér.Vísir Líkt og áður segir greindist eiginkona mannsins sem lést einnig með kórónuveiruna. Fram hefur komið að hún hafi verið sett í einangrun en Jón Helgi segir að staðið hafi til að flytja hana til Reykjavíkur í sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg. Hann veit ekki hvort hún sé þegar komin þangað. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag að hjónin hefðu verið á ferðalagi saman hér á landi í um viku áður en maðurinn lést. Smitrakning er nú í gangi varðandi það hvaða leið þau fóru um landið og hvaða lönd þau heimsóttu áður en þau komu hingað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kvaðst aðspurður ekki hafa upplýsingar um hvort að maðurinn, sem var um fertugt, hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma. Þá vildi hann ekki svara því hvaða einkenni maðurinn var með og sagðist ekki telja það viðeigandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Tengdar fréttir Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Alls eru tuttugu og tveir í sóttkví á Húsavík eftir að hafa umgengist áströlsk hjón sem greindust með kórónuveiruna. Maðurinn lést í gær eftir skyndileg veikindi og reyndist smitaður af veirunni. Um helmingur þeirra sem þurfa að fara í sóttkví hafa fengið inni á hóteli í bænum, Húsavík Cape Hotel. Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir í samtali við Vísi að nær allt fólkið í sóttkvínni sé heilbrigðisstarfsmenn, fyrir utan tvo lögreglumenn. Sóttkvíin hafi byrjað í dag. „Það er þannig að þeir sem ekki kannski fjölskyldunnar vegna vilja ekki vera í sóttkví heima hjá sér hafa fengið aðstöðu á þessu hóteli. Þeir sem eru í góðri aðstöðu til að vera heima hjá sér eru þar,“ segir Jón Helgi. Ekki er grunur um að neinn úr hópnum sé smitaður af veirunni. „Þetta er erfitt við að glíma. En við reynum bara að bregðast við þessum aðstæðum og lögum það sem laga þarf eins og hægt er.“ Húsavík Cape Hotel hefur opnað dyr sínar fyrir fólkinu sem getur ekki varið sóttkvínni heima hjá sér.Vísir Líkt og áður segir greindist eiginkona mannsins sem lést einnig með kórónuveiruna. Fram hefur komið að hún hafi verið sett í einangrun en Jón Helgi segir að staðið hafi til að flytja hana til Reykjavíkur í sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg. Hann veit ekki hvort hún sé þegar komin þangað. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag að hjónin hefðu verið á ferðalagi saman hér á landi í um viku áður en maðurinn lést. Smitrakning er nú í gangi varðandi það hvaða leið þau fóru um landið og hvaða lönd þau heimsóttu áður en þau komu hingað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kvaðst aðspurður ekki hafa upplýsingar um hvort að maðurinn, sem var um fertugt, hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma. Þá vildi hann ekki svara því hvaða einkenni maðurinn var með og sagðist ekki telja það viðeigandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Tengdar fréttir Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15
Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14