Íslendingur í Lúxemborg: „Það er búið að loka öllu nema landamærunum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. mars 2020 20:00 Gígja Birgisdóttir sem búsett er í Lúxemborg segir skrítið ástand þar vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir Íslensk kona búsett í Lúxemborg segir allt lokað nema landamærin því meirihluti heilbrigðisstarfsfólks komi frá aðliggjandi löndum og þurfi að komast til vinnu. Í Svíþjóð hafa yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir seinagang. Alls hafa140 manns hafa greinst með sjúkdóminn Covid 19 í Lúxemborg. Margir Íslendingar eru búsettir þar og meðal þeirra er Gígja Birgisdóttir atvinnurekandi. „Það er búið að loka öllu nema landamærunum og skrítið að fara um því alls staðar er tómt. Allir skólar eru lokaðir og fólk heldur sig bara heima,“ segur Gígja. Gígja segir hins vegar afar ólíklegt að landinu verði lokað eins og hefur gerst víða annars staðar. „Þeir geta ekki lokað landamærunum því yfir 70% af heilbrigðisstarfsmönnum búa í Þýskalandi Belgíu eða Frakklandi þannig að það væri allt eins hægt að loka spítulum hér. Gígja segir að aðeins séu tekin sýni hjá þeim veikustu og telur að mun fleiri séu smitaðir í Lúxemborg. Hún segir að stjórnvöld hafi gripið til ýmissa aðgerða í efnahagsmálum. Hér er verið að reyna að aðstoða fyrirtæki og finna lausnir í hagkerfinu,“ segir Gígja. Stjórnvöld í Svíþjóð gagnrýnd fyrir seinagang Hugi Ásgeirsson íbúi í Stokkhólmi segir að yfirvöld í Svíþjóð hafi verið gagnrýnd fyrir seinagang.Vísir Tæplega tólfhundruð manns hafa greinst með Covid 19 í Svíþjóð. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. „Viðbrögðin hafa verið hæg og Lýðheilsustofnun hér fengið á sig gagnrýni fyrir að vera hægari á sér en í öðrum löndum. Hér eru ennþá leyfðar samkomur fyrir 400 og færri þó að almenningi detti ekki í hug að fara á slíkar samkomur. Þá eru grunnskólar ennþá opnir,“ segir Hugi. Þá hafi ekki verið brugðist við á þegar fólk kom heim úr skíðaferðum frá Norður-ítalíu. Fólk sem kom heim frá þessum svæðum var ekki sett í sóttkví þó að vitað væri að veiran væri landlæg þar,“ segir hann. Fólk hafi áhyggjur af heilbrigðiskerfinu. Það er búið að grafa undan heilbrigðiskerfinu í mörg, mörg ár og það er ekki vel í stakk búið að taka á móti svona faraldri að mati margra,“ segir Hugi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Fleiri fréttir Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Sjá meira
Íslensk kona búsett í Lúxemborg segir allt lokað nema landamærin því meirihluti heilbrigðisstarfsfólks komi frá aðliggjandi löndum og þurfi að komast til vinnu. Í Svíþjóð hafa yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir seinagang. Alls hafa140 manns hafa greinst með sjúkdóminn Covid 19 í Lúxemborg. Margir Íslendingar eru búsettir þar og meðal þeirra er Gígja Birgisdóttir atvinnurekandi. „Það er búið að loka öllu nema landamærunum og skrítið að fara um því alls staðar er tómt. Allir skólar eru lokaðir og fólk heldur sig bara heima,“ segur Gígja. Gígja segir hins vegar afar ólíklegt að landinu verði lokað eins og hefur gerst víða annars staðar. „Þeir geta ekki lokað landamærunum því yfir 70% af heilbrigðisstarfsmönnum búa í Þýskalandi Belgíu eða Frakklandi þannig að það væri allt eins hægt að loka spítulum hér. Gígja segir að aðeins séu tekin sýni hjá þeim veikustu og telur að mun fleiri séu smitaðir í Lúxemborg. Hún segir að stjórnvöld hafi gripið til ýmissa aðgerða í efnahagsmálum. Hér er verið að reyna að aðstoða fyrirtæki og finna lausnir í hagkerfinu,“ segir Gígja. Stjórnvöld í Svíþjóð gagnrýnd fyrir seinagang Hugi Ásgeirsson íbúi í Stokkhólmi segir að yfirvöld í Svíþjóð hafi verið gagnrýnd fyrir seinagang.Vísir Tæplega tólfhundruð manns hafa greinst með Covid 19 í Svíþjóð. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. „Viðbrögðin hafa verið hæg og Lýðheilsustofnun hér fengið á sig gagnrýni fyrir að vera hægari á sér en í öðrum löndum. Hér eru ennþá leyfðar samkomur fyrir 400 og færri þó að almenningi detti ekki í hug að fara á slíkar samkomur. Þá eru grunnskólar ennþá opnir,“ segir Hugi. Þá hafi ekki verið brugðist við á þegar fólk kom heim úr skíðaferðum frá Norður-ítalíu. Fólk sem kom heim frá þessum svæðum var ekki sett í sóttkví þó að vitað væri að veiran væri landlæg þar,“ segir hann. Fólk hafi áhyggjur af heilbrigðiskerfinu. Það er búið að grafa undan heilbrigðiskerfinu í mörg, mörg ár og það er ekki vel í stakk búið að taka á móti svona faraldri að mati margra,“ segir Hugi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Fleiri fréttir Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“