Íslendingar sem voru í sóttkví á herspítala í Víetnam komnir heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 17. mars 2020 20:09 Frá sóttkví Íslendinganna í Víetnam. Þóra Valný Yngvadóttir Íslendingar sem voru í sóttkví á herspítala í Víetnam vegna gruns um að hafa smitast af kórónuveirunni létu eins og beljur að vorin þegar þeir voru látnir lausir á sunnudag að sögn einnar úr hópnum. Dvölin hafi líkst fangelsisvist. Eftir tíu daga í Víetnam var fjórum Íslendingum skipað að fara í sóttkví á herspítala eftir að smit hafði komið upp í báti sem þau höfðu ferðast í. „Við fórum þarna fyrst því við áttum að fara í heilsutékk svo keyrir maður inn um hliðið á herstöðinni en svo fær maður ekkert að fara út aftur,“ segir Þóra Valný Yngvadóttir. Þetta hafi verið aðferðin til að ná ferðamönnum inn á spítalann. Hermenn sem unnu á spítalanum hafi lítið kunnað til verka. „Þetta var mjög gömul bygging og baðherbergin voru mjög óásjáleg og það var fastur skítur í öllu.“ Mjög heitt á spítalanum, enginn loftræsting og yfir 35 stiga hiti úti. „Það voru rimlar fyrir gluggum og svo er múrveggur þarna með gaddavírsgirðingu sem jók á innilokunarkenndina.“ Maturinn hafi verið ólystugur og aðeins ein klósettrúlla í boði sem duga átti í 14 daga. „Það gekk ekki alveg eftir þannig að við fengum klósettpappír frá ferðaskrifstofunni,“ segir Þóra. Þrátt fyrir allt hafi dvöl þeirra verið bærileg enda í góðra vina hópi. Þau hafi verið í góðu sambandi við ræðismanninn i Víetnam. Síðast liðinn sunnudag fengu þau loks þær fréttir að þau mættu fara heim, eftir sjö daga á herspítalanum. „Það var eins og beljur á vorin, við vorum hlaupandi fram og til baka.“ Fjórmenningarnir komu til Íslands í gær, þau hafa ekki fundið fyrir einkennum en nú eru liðnir 14 dagar síðan þau voru á bátnum. Þau hafa ekki fengið upplýsingar frá yfirvöldum um stöðu sína en hafa haldið sig heima. „Við höfum reynt að ná í sóttvarnalækni í morgun og höldum áfram að reyna.“ Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17 Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Íslendingar sem voru í sóttkví á herspítala í Víetnam vegna gruns um að hafa smitast af kórónuveirunni létu eins og beljur að vorin þegar þeir voru látnir lausir á sunnudag að sögn einnar úr hópnum. Dvölin hafi líkst fangelsisvist. Eftir tíu daga í Víetnam var fjórum Íslendingum skipað að fara í sóttkví á herspítala eftir að smit hafði komið upp í báti sem þau höfðu ferðast í. „Við fórum þarna fyrst því við áttum að fara í heilsutékk svo keyrir maður inn um hliðið á herstöðinni en svo fær maður ekkert að fara út aftur,“ segir Þóra Valný Yngvadóttir. Þetta hafi verið aðferðin til að ná ferðamönnum inn á spítalann. Hermenn sem unnu á spítalanum hafi lítið kunnað til verka. „Þetta var mjög gömul bygging og baðherbergin voru mjög óásjáleg og það var fastur skítur í öllu.“ Mjög heitt á spítalanum, enginn loftræsting og yfir 35 stiga hiti úti. „Það voru rimlar fyrir gluggum og svo er múrveggur þarna með gaddavírsgirðingu sem jók á innilokunarkenndina.“ Maturinn hafi verið ólystugur og aðeins ein klósettrúlla í boði sem duga átti í 14 daga. „Það gekk ekki alveg eftir þannig að við fengum klósettpappír frá ferðaskrifstofunni,“ segir Þóra. Þrátt fyrir allt hafi dvöl þeirra verið bærileg enda í góðra vina hópi. Þau hafi verið í góðu sambandi við ræðismanninn i Víetnam. Síðast liðinn sunnudag fengu þau loks þær fréttir að þau mættu fara heim, eftir sjö daga á herspítalanum. „Það var eins og beljur á vorin, við vorum hlaupandi fram og til baka.“ Fjórmenningarnir komu til Íslands í gær, þau hafa ekki fundið fyrir einkennum en nú eru liðnir 14 dagar síðan þau voru á bátnum. Þau hafa ekki fengið upplýsingar frá yfirvöldum um stöðu sína en hafa haldið sig heima. „Við höfum reynt að ná í sóttvarnalækni í morgun og höldum áfram að reyna.“
Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17 Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17
Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19
Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03