Stúdentar og COVID-19 Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 18. mars 2020 08:30 Of stór hluti stúdenta glímir við kvíða, þunglyndi og streitu. Um leið eru fjárhagserfiðleikar þriðja algengasta ástæða þess að stúdentar tefjast í námi í heilt ár eða meira. Óvissuástandið sem við stöndum nú frammi fyrir er fordæmalaust fyrir samfélagið. Á slíkum tímum er nauðsynlegt að huga að þeim sem mest þurfa á stuðningi að halda. Við sjáum fram á að stór hluti stúdenta geti lent í erfiðri stöðu vegna ástandsins en nú þegar hafa stúdentar í hlutastörfum fundið fyrir afleiðingum samkomubannsins á tekjur sínar. Aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnuleysi vegna COVID-19 þurfa að gera ráð fyrir stúdentum í hlutastörfum sem treysta á þær tekjur sér til framfærslu og greiðslu leigu. Frumvarp sem rætt var á þingi 17. mars 2020 um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar boðar því miður ekki slík svör en Stúdentaráð sendi inn umsögn vegna málsins. 86% stúdenta sem vinna með námi segjast gera það til að eiga efni á helstu nauðsynjum og 71% stúdenta vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að vera í námi. Stúdentar á Íslandi vinna almennt mikið með námi, sérstaklega í samanburði við Norðurlöndin. Samkvæmt EUROSTUDENT VI, eru aðeins 31.8 % stúdenta ekki í neinni vinnu meðan námi stendur. Þá vinna 49.5% stúdenta allt skólaárið með námi og 18.7% stúdenta vinna stöku sinnum með námi eða “occasional paid job”. Ef þú ert í háskólanámi áttu almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Ef einhver þeirra 69% stúdenta sem vinna að einhverju leyti með námi í dag til að eiga fyrir helstu nauðsynjum, missa starf sitt vegna óvissuástandsins sem nú ríkir, hafa þeir ekkert net sem grípur þá. Meirihluti stúdenta er í hlutastörfum og verða stjórnvöld að gæta að því að úrræði ríkisins vegna minnkaðs starfshlutfalls eða uppsagna á tímum samkomubanns nái einnig til stúdenta. Mögulegt er að fjöldi stúdenta muni finna fyrir áhrifum samkomubannsins á vinnumarkaði en stúdentar finna sumir hverjir nú þegar fyrir afleiðingunum. Tryggjum stöðu stúdenta og grípum til aðgerða. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Of stór hluti stúdenta glímir við kvíða, þunglyndi og streitu. Um leið eru fjárhagserfiðleikar þriðja algengasta ástæða þess að stúdentar tefjast í námi í heilt ár eða meira. Óvissuástandið sem við stöndum nú frammi fyrir er fordæmalaust fyrir samfélagið. Á slíkum tímum er nauðsynlegt að huga að þeim sem mest þurfa á stuðningi að halda. Við sjáum fram á að stór hluti stúdenta geti lent í erfiðri stöðu vegna ástandsins en nú þegar hafa stúdentar í hlutastörfum fundið fyrir afleiðingum samkomubannsins á tekjur sínar. Aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnuleysi vegna COVID-19 þurfa að gera ráð fyrir stúdentum í hlutastörfum sem treysta á þær tekjur sér til framfærslu og greiðslu leigu. Frumvarp sem rætt var á þingi 17. mars 2020 um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar boðar því miður ekki slík svör en Stúdentaráð sendi inn umsögn vegna málsins. 86% stúdenta sem vinna með námi segjast gera það til að eiga efni á helstu nauðsynjum og 71% stúdenta vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að vera í námi. Stúdentar á Íslandi vinna almennt mikið með námi, sérstaklega í samanburði við Norðurlöndin. Samkvæmt EUROSTUDENT VI, eru aðeins 31.8 % stúdenta ekki í neinni vinnu meðan námi stendur. Þá vinna 49.5% stúdenta allt skólaárið með námi og 18.7% stúdenta vinna stöku sinnum með námi eða “occasional paid job”. Ef þú ert í háskólanámi áttu almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Ef einhver þeirra 69% stúdenta sem vinna að einhverju leyti með námi í dag til að eiga fyrir helstu nauðsynjum, missa starf sitt vegna óvissuástandsins sem nú ríkir, hafa þeir ekkert net sem grípur þá. Meirihluti stúdenta er í hlutastörfum og verða stjórnvöld að gæta að því að úrræði ríkisins vegna minnkaðs starfshlutfalls eða uppsagna á tímum samkomubanns nái einnig til stúdenta. Mögulegt er að fjöldi stúdenta muni finna fyrir áhrifum samkomubannsins á vinnumarkaði en stúdentar finna sumir hverjir nú þegar fyrir afleiðingunum. Tryggjum stöðu stúdenta og grípum til aðgerða. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun