Sport

Líkir ástandinu í Mílanó við bíómynd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Asmir Begovic er á láni hjá AC Milan á Ítalíu.
vísir/getty

Asmir Begovic, markvörður Bournemouth er á láni hjá AC Milan út leiktíðina, en kórónuveirunar hefur brotist út og rúmlega það í ítölsku stórborginni.

Veiran hefur sett mikið strik í reikninginn hjá ítölskum félögum og einnig hjá stórveldinu AC Milan en Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með kvennaliði félagsins. Hún hefur svipaða sögu að segja.

„Það er allt lokað,“ sagði hinn 32 ára gamli markvörður sem býr í miðborg Mílanó. „Það er enginn á götunum. Það eina sem er opið eru matvörubúðirnar. Þú getur fengið smá mat og svo þarftu að fara heim aftur. Þetta er sturlað,“ sagði Begovic.

„Þetta er stór borg. Ég bý í borginni og þetta er eins og í bíómynd. Fólk hefur talað um að það eins og þau séu á vettvangi bíómyndar. Ég hef aldrei séð eitthvað í líkingu við þetta. Ég er ekki viss um að fólkið skilur hversu slæmt þetta er hérna.“

„Þetta hefur skollið verulega á Ítalíu. Hver ástæðan er veit ég ekki, kannski lyfin. Þetta hefur haft mikil áhrif á landið og þú finnur til með þjóðinni. Þetta er hrikalegt og niðurdrepandi fyrir fólkið. Vonandi verður þetta komið í jafnvægi sem fyrst,“ sagði Begovic.

Enginn leikmaður AC Milan hefur greinst með veiruna hingað til en alls hafa sjö leikmenn Seríu A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, verið greindir með veiruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×