Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2020 15:00 Donald Trmp á blaðamannafundi á mánudagskvöldið. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. Jafnvel þó það sé alls ekki satt og að fjölmörg myndbönd staðfesti það. „Þetta er heimsfaraldur. Ég var viss um að þetta yrði heimsfaraldur löngu áður en hann var kallaður það.“ sagði Trump til að mynda við blaðamenn í fyrrakvöld. „Það eina sem þú þurftir að gera var að horfa á önnur ríki. Nei, ég hef ávallt litið þetta alvarlegum augum.“ Hefur hann vísað í þá ákvörðun sína frá 22. janúar að meina fólki frá Kína að koma til Bandaríkjanna því til stuðnings. Meðal annars í tísti í dag þar sem hann sagði sömuleiðis að fréttir fjölmiðla um að hann hafi ekki tekið faraldurinn alvarlega áður, séu „smánarlegar“ og „rangar“. I always treated the Chinese Virus very seriously, and have done a very good job from the beginning, including my very early decision to close the borders from China - against the wishes of almost all. Many lives were saved. The Fake News new narrative is disgraceful & false!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2020 Það að Trump hafi ávallt tekið faraldurinn alvarlega er þó þvert á það sem forsetinn sagði ítrekað frá því í janúar og langt fram á þennan mánuð. Meðal annars hefur Trump haldið því fram að faraldurinn sé einhverskonar brella Demókrata sem þeir ætla að nota til að koma honum frá völdum. Eftir á, sagðist hann þó ekki hafa sagt veiruna vera brellu eða gabb, hann hafi verið að tala um gagnrýni Demókrata vegna viðbragða ríkisstjórnar Trump við faraldrinum. Fregnir hafa borist af því að Trump og starfsmenn ríkisstjórnar hans í Hvíta húsinu hafi gert grín að Alex M. Azar II, heilbrigðisráðherra hans, og sagt hann vera í óráði og hræddan. Fréttamaðurinn Don Lemon tók saman myndbönd af forsetanum og öðrum ummælum hans undanfarnar vikur, sem sýna að hann tók faraldrinum ekki alvarlega. Að hluta til hefur viðhorf forsetans breyst vegna aukinna áhyggja af því að krísan gæti ógnað endurkjöri Trump. Sjá einnig: Nýr tónn í Trump Blaðamenn The Recount hafa einnig tekið saman ummæli Trump undanfarnar vikur, þar sem hann hefur gert lítið úr faraldrinum. As Trump pivots to coronavirus crisis mode, let s not forget the months of downplaying and denial. pic.twitter.com/gH1xZAHXm5— The Recount (@therecount) March 17, 2020 Bandamenn forsetans á Fox News eru sömuleiðis að reyna að endurskrifa söguna. Eftir að hafa gert lítið úr faraldrinum í margar vikur eru þáttastjórnendur Fox and Friends, til að mynda, nú að gagnrýna alla, og þá sérstaklega ungt fólk, sem reynir að gera lítið úr faraldrinum. Blaðamenn Washington Post hafa gert myndband sem sýnir vel hvernig umfjöllun Fox hefur breyst á nokkrum dögum. How Fox News has shifted its coronavirus rhetorichttps://t.co/iWGZqoprvY pic.twitter.com/L9nITMkV6F— The Fix (@thefix) March 17, 2020 Fox hefur sömuleiðis veitt öðrum stuðningsmönnum forsetans skjól. Þeirra á meðal er þingmaðurinn Devin Nunes. Nú síðast á sunnudaginn var hann í viðtali á Fox og sagði að heilbrigt fólk ætti að skella sér út á lífið. Fara út að borða og á bari því það væri svo auðvelt vegna þess hve fáir væru á kreiki. Allir gætu því komist inn. Nunes sagði að hann vildi ekki að ástandið kæmi niður á starfsmönnum veitingastaða og bara. Í gær var Nunes svo aftur mættur á Fox þar sem hann sagðist hafa verið að tala um bílalúgur ekkert annað og sakaði hann fjölmiðla um að hræða fólk að óþörfu. Devin Nunes clarifies his comments from this weekend and says he meant you could go for takeout/drive-thru despite saying you could take your family and get in easy. pic.twitter.com/GizfR1BvT0— Acyn Torabi (@Acyn) March 17, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. Jafnvel þó það sé alls ekki satt og að fjölmörg myndbönd staðfesti það. „Þetta er heimsfaraldur. Ég var viss um að þetta yrði heimsfaraldur löngu áður en hann var kallaður það.“ sagði Trump til að mynda við blaðamenn í fyrrakvöld. „Það eina sem þú þurftir að gera var að horfa á önnur ríki. Nei, ég hef ávallt litið þetta alvarlegum augum.“ Hefur hann vísað í þá ákvörðun sína frá 22. janúar að meina fólki frá Kína að koma til Bandaríkjanna því til stuðnings. Meðal annars í tísti í dag þar sem hann sagði sömuleiðis að fréttir fjölmiðla um að hann hafi ekki tekið faraldurinn alvarlega áður, séu „smánarlegar“ og „rangar“. I always treated the Chinese Virus very seriously, and have done a very good job from the beginning, including my very early decision to close the borders from China - against the wishes of almost all. Many lives were saved. The Fake News new narrative is disgraceful & false!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2020 Það að Trump hafi ávallt tekið faraldurinn alvarlega er þó þvert á það sem forsetinn sagði ítrekað frá því í janúar og langt fram á þennan mánuð. Meðal annars hefur Trump haldið því fram að faraldurinn sé einhverskonar brella Demókrata sem þeir ætla að nota til að koma honum frá völdum. Eftir á, sagðist hann þó ekki hafa sagt veiruna vera brellu eða gabb, hann hafi verið að tala um gagnrýni Demókrata vegna viðbragða ríkisstjórnar Trump við faraldrinum. Fregnir hafa borist af því að Trump og starfsmenn ríkisstjórnar hans í Hvíta húsinu hafi gert grín að Alex M. Azar II, heilbrigðisráðherra hans, og sagt hann vera í óráði og hræddan. Fréttamaðurinn Don Lemon tók saman myndbönd af forsetanum og öðrum ummælum hans undanfarnar vikur, sem sýna að hann tók faraldrinum ekki alvarlega. Að hluta til hefur viðhorf forsetans breyst vegna aukinna áhyggja af því að krísan gæti ógnað endurkjöri Trump. Sjá einnig: Nýr tónn í Trump Blaðamenn The Recount hafa einnig tekið saman ummæli Trump undanfarnar vikur, þar sem hann hefur gert lítið úr faraldrinum. As Trump pivots to coronavirus crisis mode, let s not forget the months of downplaying and denial. pic.twitter.com/gH1xZAHXm5— The Recount (@therecount) March 17, 2020 Bandamenn forsetans á Fox News eru sömuleiðis að reyna að endurskrifa söguna. Eftir að hafa gert lítið úr faraldrinum í margar vikur eru þáttastjórnendur Fox and Friends, til að mynda, nú að gagnrýna alla, og þá sérstaklega ungt fólk, sem reynir að gera lítið úr faraldrinum. Blaðamenn Washington Post hafa gert myndband sem sýnir vel hvernig umfjöllun Fox hefur breyst á nokkrum dögum. How Fox News has shifted its coronavirus rhetorichttps://t.co/iWGZqoprvY pic.twitter.com/L9nITMkV6F— The Fix (@thefix) March 17, 2020 Fox hefur sömuleiðis veitt öðrum stuðningsmönnum forsetans skjól. Þeirra á meðal er þingmaðurinn Devin Nunes. Nú síðast á sunnudaginn var hann í viðtali á Fox og sagði að heilbrigt fólk ætti að skella sér út á lífið. Fara út að borða og á bari því það væri svo auðvelt vegna þess hve fáir væru á kreiki. Allir gætu því komist inn. Nunes sagði að hann vildi ekki að ástandið kæmi niður á starfsmönnum veitingastaða og bara. Í gær var Nunes svo aftur mættur á Fox þar sem hann sagðist hafa verið að tala um bílalúgur ekkert annað og sakaði hann fjölmiðla um að hræða fólk að óþörfu. Devin Nunes clarifies his comments from this weekend and says he meant you could go for takeout/drive-thru despite saying you could take your family and get in easy. pic.twitter.com/GizfR1BvT0— Acyn Torabi (@Acyn) March 17, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira