Hefði lítið upp á sig að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 15:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segist telja að smithætta af Íslendingum sem koma hingað til lands sé mun meiri en af erlendum ferðamönnum með tilliti til kórónuveirunnar. Tölur yfir smitaða sýni fram á það. Þannig hefði það verið dýrt og hlotist af því lítill árangur að banna ferðamönnum að koma hingað til lands eða skikka þá í sóttkví, líkt og gilda mun um Íslendinga frá og með morgundeginum. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Tilkynnt var um það í morgun að frá og með morgundeginum, fimmtudaginum 19. mars, væri Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi og koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir þessu er flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. Áður höfðu tilmæli um sóttkví við heimkomu aðeins gilt um nokkur lönd með mikla smithættu. Inntur eftir því af hverju þetta hefði verið ákveðið í morgun sagði Þórólfur að sýkingin væri í miklum vexti í flestum löndum. Rætt hefði verið hvort taka ætti eitt eða tvö lönd út fyrir sviga en á þessum tímapunkti væri skynsamlegt að líta svo á að veiran væri komin alls staðar. „Það er öryggisráðstöfun sem ég held að sé skynsamlegt að taka á þessum tíma.“ Ástralskur ferðamaður lést í fyrradag á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Hann reyndist smitaður af kórónuveirunni þótt að hann sýndi ekki einkenni Covid-19-sjúkdómsins.Vísir Eftir því sem áhættulöndum fjölgaði og fleiri Íslendingar skikkaðir í sóttkví var því ítrekað velt upp af hverju hið sama ætti ekki við um ferðamenn – og mjög hefur borið á þessum sömu vangaveltum nú. Þórólfur útskýrði enn einu sinni á upplýsingafundinum í dag af hverju ekki þætti skynsamlegt að setja erlenda ferðamenn í sóttkví við komuna hingað til lands. „Við teljum í fyrsta lagi að ferðamenn séu ekki eins smitandi fyrir Íslendinga eins og Íslendingarnir sjálfir, ástæðan er sú að ferðamenn koma hér og halda sig saman, kannski tveir eða þrír eða í minni hóp. Þeir blandast ekki Íslendingum mikið eins og Íslendingarnir sjálfir gera. Þannig að smithættan af þeim er að okkar mati miklu minni en af Íslendingum. Enda kemur það í ljós að það eru einungis tveir af þeim rúmlega tvö hundruð sem hafa greinst hér sem eru útlendingar og ferðamenn. Hitt voru allt Íslendingar sem komu til landsins og afleiddum sýkingum frá þeim,“ sagði Þórólfur. Þá kvað hann það ekki myndu skila neinum tilætluðum árangri að banna ferðamönnum að koma til landsins. „Þannig að ég held að það hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur að vera ekki að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum. Það hefði sennilega verið mikill kostnaður við það en árangurinn mjög lítill.“ Upplýsingafundinn vegna kórónuveiru sem haldinn var í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Varar eindregið við heimaprófum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. mars 2020 15:09 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Svona var átjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til regulegs upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. mars 2020 13:31 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira
Sóttvarnalæknir segist telja að smithætta af Íslendingum sem koma hingað til lands sé mun meiri en af erlendum ferðamönnum með tilliti til kórónuveirunnar. Tölur yfir smitaða sýni fram á það. Þannig hefði það verið dýrt og hlotist af því lítill árangur að banna ferðamönnum að koma hingað til lands eða skikka þá í sóttkví, líkt og gilda mun um Íslendinga frá og með morgundeginum. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Tilkynnt var um það í morgun að frá og með morgundeginum, fimmtudaginum 19. mars, væri Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi og koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir þessu er flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. Áður höfðu tilmæli um sóttkví við heimkomu aðeins gilt um nokkur lönd með mikla smithættu. Inntur eftir því af hverju þetta hefði verið ákveðið í morgun sagði Þórólfur að sýkingin væri í miklum vexti í flestum löndum. Rætt hefði verið hvort taka ætti eitt eða tvö lönd út fyrir sviga en á þessum tímapunkti væri skynsamlegt að líta svo á að veiran væri komin alls staðar. „Það er öryggisráðstöfun sem ég held að sé skynsamlegt að taka á þessum tíma.“ Ástralskur ferðamaður lést í fyrradag á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Hann reyndist smitaður af kórónuveirunni þótt að hann sýndi ekki einkenni Covid-19-sjúkdómsins.Vísir Eftir því sem áhættulöndum fjölgaði og fleiri Íslendingar skikkaðir í sóttkví var því ítrekað velt upp af hverju hið sama ætti ekki við um ferðamenn – og mjög hefur borið á þessum sömu vangaveltum nú. Þórólfur útskýrði enn einu sinni á upplýsingafundinum í dag af hverju ekki þætti skynsamlegt að setja erlenda ferðamenn í sóttkví við komuna hingað til lands. „Við teljum í fyrsta lagi að ferðamenn séu ekki eins smitandi fyrir Íslendinga eins og Íslendingarnir sjálfir, ástæðan er sú að ferðamenn koma hér og halda sig saman, kannski tveir eða þrír eða í minni hóp. Þeir blandast ekki Íslendingum mikið eins og Íslendingarnir sjálfir gera. Þannig að smithættan af þeim er að okkar mati miklu minni en af Íslendingum. Enda kemur það í ljós að það eru einungis tveir af þeim rúmlega tvö hundruð sem hafa greinst hér sem eru útlendingar og ferðamenn. Hitt voru allt Íslendingar sem komu til landsins og afleiddum sýkingum frá þeim,“ sagði Þórólfur. Þá kvað hann það ekki myndu skila neinum tilætluðum árangri að banna ferðamönnum að koma til landsins. „Þannig að ég held að það hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur að vera ekki að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum. Það hefði sennilega verið mikill kostnaður við það en árangurinn mjög lítill.“ Upplýsingafundinn vegna kórónuveiru sem haldinn var í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Varar eindregið við heimaprófum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. mars 2020 15:09 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Svona var átjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til regulegs upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. mars 2020 13:31 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira
Varar eindregið við heimaprófum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. mars 2020 15:09
Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57
Svona var átjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til regulegs upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. mars 2020 13:31