Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2020 16:06 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. ÖBÍ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. „Ég hef í dag tekið við símtölum frá fólki í sárri neyð og hingað hefur komið grátandi fólk sem á ekki fyrir mat á sama tíma og hjálparstofnanir hafa þurft að loka. Það er náttúrulega skammarlegt að fátækt fái að þrífast í samfélagi okkar, en núna snýst þetta um svo miklu meira,“ segir Þuríður Harpa í fréttatilkynningu. Hún hefur eftir Catalinu Devandas, sérstökum skýrslugjafa hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem segir að lítið hafi verið gert til að veita fötluðu fólki stuðning og upplýsingar, svo hægt sé að vernda það meðan faraldurinn gengur yfir. „Fötluðu fólki finnst það afskipt,” segir Devandas. „Það getur verið ógjörningur fyrir þá sem reiða sig á stuðning annarra til daglegra athafna svo sem að nærast, klæðast og þrífast, að fylgja sóttvarnarleiðum eins og sóttkví og að viðhalda fjarlægð.” Hún segir þennan stuðning lífsnauðsynlegan og að ríki heims verði að grípa til viðeigandi aðgerða til að tryggja áframhaldandi stuðning í því neyðarástandi sem nú ríki. Þá hefur NPA miðstöðin sent beiðni til Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra þess efnis að starfsfólk í NPA þjónustu verði á lista yfir þær starfstéttir sem fá forgang að þjónustu leik- og grunnskóla til að geta sinnt störfum sínum fyrir fatlað fólk sem nýtur NPA þjónustu. Ekki þurfi að fara mörgum orðum um mikilvægi þess. Catalina Devandas leggur einnig áherslu á afkomutryggingar fatlaðs fólks. „Aukinn fjárhagsstuðningur er líka bráðnauðsynlegur til að draga úr þeirri hættu að fatlað fólk og fjölskyldur þeirra dragist inn í meiri fátækt eða meiri hættu,” segir Devandas. Hún leggur áherslu á að ríki heims hafi ríkari ábyrgð að gegna gagnvart fötluðu fólki sökum þeirra innbyggðu mismununar sem fatlað fólk býr við. Catalina Devandes hvetur einnig aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að hafa samráð við samtök fatlaðs fólks og hafa þau við borðið í allri vinnu við viðbrögðum við því sóttvarnarástandi sem nú ríkir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. „Ég hef í dag tekið við símtölum frá fólki í sárri neyð og hingað hefur komið grátandi fólk sem á ekki fyrir mat á sama tíma og hjálparstofnanir hafa þurft að loka. Það er náttúrulega skammarlegt að fátækt fái að þrífast í samfélagi okkar, en núna snýst þetta um svo miklu meira,“ segir Þuríður Harpa í fréttatilkynningu. Hún hefur eftir Catalinu Devandas, sérstökum skýrslugjafa hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem segir að lítið hafi verið gert til að veita fötluðu fólki stuðning og upplýsingar, svo hægt sé að vernda það meðan faraldurinn gengur yfir. „Fötluðu fólki finnst það afskipt,” segir Devandas. „Það getur verið ógjörningur fyrir þá sem reiða sig á stuðning annarra til daglegra athafna svo sem að nærast, klæðast og þrífast, að fylgja sóttvarnarleiðum eins og sóttkví og að viðhalda fjarlægð.” Hún segir þennan stuðning lífsnauðsynlegan og að ríki heims verði að grípa til viðeigandi aðgerða til að tryggja áframhaldandi stuðning í því neyðarástandi sem nú ríki. Þá hefur NPA miðstöðin sent beiðni til Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra þess efnis að starfsfólk í NPA þjónustu verði á lista yfir þær starfstéttir sem fá forgang að þjónustu leik- og grunnskóla til að geta sinnt störfum sínum fyrir fatlað fólk sem nýtur NPA þjónustu. Ekki þurfi að fara mörgum orðum um mikilvægi þess. Catalina Devandas leggur einnig áherslu á afkomutryggingar fatlaðs fólks. „Aukinn fjárhagsstuðningur er líka bráðnauðsynlegur til að draga úr þeirri hættu að fatlað fólk og fjölskyldur þeirra dragist inn í meiri fátækt eða meiri hættu,” segir Devandas. Hún leggur áherslu á að ríki heims hafi ríkari ábyrgð að gegna gagnvart fötluðu fólki sökum þeirra innbyggðu mismununar sem fatlað fólk býr við. Catalina Devandes hvetur einnig aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að hafa samráð við samtök fatlaðs fólks og hafa þau við borðið í allri vinnu við viðbrögðum við því sóttvarnarástandi sem nú ríkir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira