Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2020 19:30 Seðlabankastjóri kynnti í dag að að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Vísir/Sigurjón Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði meginvextir í 1,75 prósent í dag og fjármálastöðugleikanefnd losaði um 60 milljarða í bönkunum með því að afnema sparnaðarskyldu þeirra til sveiflujöfnunar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að með þessu aukist svigrúm bankanna til nýrra útlána og breytinga lána til heimila og fyrirtækja um 60 milljarðar og verði í heild um 350 milljarðar. „Allir bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Þeir eru með mjög mikið af lausafél. Við, Seðlabankinn, erum banki bankanna og við munum tryggja að þeir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geta í sig látið,“ segir Ásgeir. Færri stólar voru fyrir gesti á fundi Seðlabankans í morgun vegna Covid119 og þess gætt að breytt bil væri milli þeirra.Vísir/Sigurjón Þannig geti bankarnir auðveldlega endurskipulagt allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda og komið vel til móts við heimili sem lendi í tímabundnum erfiðleikum vegna Covid19 veirunnar. „Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðirnar miði hins vegar ekki að því að bankarnir maki krókinn. „Sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta eru mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Vænta megi frekari tíðinda frá hinum nýja Seðlabanka með sameiningu við fjármálaeftirlitið á næstu vikum og mánuðum. „Við erum bara rétt að byrja. Það hefur átt sér stað gríðarleg þróun erlendis, hvernig seðlabankar hafa verið að beita sér. Og við erum eiginlega ekki búin að gera neitt af því sem þeir hafa verið að gera,“ segir Ásgeir. Vextir séu víða komnir í núll en hér séu þeir enn 1,75 prósent og því svigrúm til lækkunar og bankinn hafi fjölda annarra tækja til að vinna gegn niðursveiflunni. Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði meginvextir í 1,75 prósent í dag og fjármálastöðugleikanefnd losaði um 60 milljarða í bönkunum með því að afnema sparnaðarskyldu þeirra til sveiflujöfnunar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að með þessu aukist svigrúm bankanna til nýrra útlána og breytinga lána til heimila og fyrirtækja um 60 milljarðar og verði í heild um 350 milljarðar. „Allir bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Þeir eru með mjög mikið af lausafél. Við, Seðlabankinn, erum banki bankanna og við munum tryggja að þeir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geta í sig látið,“ segir Ásgeir. Færri stólar voru fyrir gesti á fundi Seðlabankans í morgun vegna Covid119 og þess gætt að breytt bil væri milli þeirra.Vísir/Sigurjón Þannig geti bankarnir auðveldlega endurskipulagt allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda og komið vel til móts við heimili sem lendi í tímabundnum erfiðleikum vegna Covid19 veirunnar. „Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðirnar miði hins vegar ekki að því að bankarnir maki krókinn. „Sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta eru mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Vænta megi frekari tíðinda frá hinum nýja Seðlabanka með sameiningu við fjármálaeftirlitið á næstu vikum og mánuðum. „Við erum bara rétt að byrja. Það hefur átt sér stað gríðarleg þróun erlendis, hvernig seðlabankar hafa verið að beita sér. Og við erum eiginlega ekki búin að gera neitt af því sem þeir hafa verið að gera,“ segir Ásgeir. Vextir séu víða komnir í núll en hér séu þeir enn 1,75 prósent og því svigrúm til lækkunar og bankinn hafi fjölda annarra tækja til að vinna gegn niðursveiflunni.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52
Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18
Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01