Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2020 19:30 Seðlabankastjóri kynnti í dag að að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Vísir/Sigurjón Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði meginvextir í 1,75 prósent í dag og fjármálastöðugleikanefnd losaði um 60 milljarða í bönkunum með því að afnema sparnaðarskyldu þeirra til sveiflujöfnunar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að með þessu aukist svigrúm bankanna til nýrra útlána og breytinga lána til heimila og fyrirtækja um 60 milljarðar og verði í heild um 350 milljarðar. „Allir bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Þeir eru með mjög mikið af lausafél. Við, Seðlabankinn, erum banki bankanna og við munum tryggja að þeir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geta í sig látið,“ segir Ásgeir. Færri stólar voru fyrir gesti á fundi Seðlabankans í morgun vegna Covid119 og þess gætt að breytt bil væri milli þeirra.Vísir/Sigurjón Þannig geti bankarnir auðveldlega endurskipulagt allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda og komið vel til móts við heimili sem lendi í tímabundnum erfiðleikum vegna Covid19 veirunnar. „Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðirnar miði hins vegar ekki að því að bankarnir maki krókinn. „Sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta eru mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Vænta megi frekari tíðinda frá hinum nýja Seðlabanka með sameiningu við fjármálaeftirlitið á næstu vikum og mánuðum. „Við erum bara rétt að byrja. Það hefur átt sér stað gríðarleg þróun erlendis, hvernig seðlabankar hafa verið að beita sér. Og við erum eiginlega ekki búin að gera neitt af því sem þeir hafa verið að gera,“ segir Ásgeir. Vextir séu víða komnir í núll en hér séu þeir enn 1,75 prósent og því svigrúm til lækkunar og bankinn hafi fjölda annarra tækja til að vinna gegn niðursveiflunni. Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði meginvextir í 1,75 prósent í dag og fjármálastöðugleikanefnd losaði um 60 milljarða í bönkunum með því að afnema sparnaðarskyldu þeirra til sveiflujöfnunar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að með þessu aukist svigrúm bankanna til nýrra útlána og breytinga lána til heimila og fyrirtækja um 60 milljarðar og verði í heild um 350 milljarðar. „Allir bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Þeir eru með mjög mikið af lausafél. Við, Seðlabankinn, erum banki bankanna og við munum tryggja að þeir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geta í sig látið,“ segir Ásgeir. Færri stólar voru fyrir gesti á fundi Seðlabankans í morgun vegna Covid119 og þess gætt að breytt bil væri milli þeirra.Vísir/Sigurjón Þannig geti bankarnir auðveldlega endurskipulagt allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda og komið vel til móts við heimili sem lendi í tímabundnum erfiðleikum vegna Covid19 veirunnar. „Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðirnar miði hins vegar ekki að því að bankarnir maki krókinn. „Sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta eru mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Vænta megi frekari tíðinda frá hinum nýja Seðlabanka með sameiningu við fjármálaeftirlitið á næstu vikum og mánuðum. „Við erum bara rétt að byrja. Það hefur átt sér stað gríðarleg þróun erlendis, hvernig seðlabankar hafa verið að beita sér. Og við erum eiginlega ekki búin að gera neitt af því sem þeir hafa verið að gera,“ segir Ásgeir. Vextir séu víða komnir í núll en hér séu þeir enn 1,75 prósent og því svigrúm til lækkunar og bankinn hafi fjölda annarra tækja til að vinna gegn niðursveiflunni.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52
Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18
Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01