Erlent

Engin ný innan­lands­smit í Kína síðasta sólar­hringinn

Atli Ísleifsson skrifar
Um 81 þúsund smit hafa greinst í Kína.
Um 81 þúsund smit hafa greinst í Kína. Getty

Ekki greindust nein ný innanlandssmit kórónuveiru í Kína í gær. Þó greindust 34 einstaklingar með smit í landinu en þau hafa öll verið rakin til fólks sem var að koma til Kína frá öðrum löndum, flestir frá Íran.

Fréttirnar marka þó nokkur tímamót, en þetta er í fyrsta sinn frá því að greint var frá útbreiðslu veirunnar í desember sem ekki eru skráð nein ný innanlandsmit í landinu.

Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu en tala látinna af völdum kórónuveirufaraldursins í landinu fór í 475 manneskjur á einum sólarhring í gær. Er það mesti fjöldi sem látist hefur á einum degi í landinu hingað til.

Nú hafa rúmlega 35 þúsund tilfelli verið greind í landinu og af þeim hafa rétt tæplega þrjú þúsund látið lífið. Rúmlega fjögur þúsund hafa síðan náð sér. Í Langbarðalandi, héraðinu sem verst hefur orðið úti, létust 319 í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×