Innlent

Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða

Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330 samkvæmt upplýsingasíðunni covid.is.

Í gær var heildartala staðfestra smita 250 og því hafa bæst við 80 ný tilfelli síðasta sólarhringinn sem er meira en áður hefur verið greint á einum sólarhring í þessum faraldri hér á landi.

Heildartala smita sem greindust í gær nær ekki tölunni 80 þar sem segir að 66 sýni hafi verið greind jákvæð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og sjö sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Sýnin sjö sem vantar upp á greindust í gær eftir klukkan 11 þegar nýjustu tölur frá landlækni og almannavörnum bárust síðast.

Af þessum 330 smitum má rekja 136 til útlanda, 86 eru svokölluð innanlands smit en fjöldi smita þar sem uppruninn er óþekktur er nú kominn yfir 100 og stendur í 108 smitum.

Um 3.700 manns eru í sóttkví og tæplega 7.900 sýni hafa verið tekin.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×