Þetta er hægt að nýta sér til að gera faraldur kórónuveiru bærilegri Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2020 16:53 Landsmenn geta til að mynda leitað á náðir Bubba Morthens, Nettó, Hamborgarafabrikkunnar og Gurrýjar á þessum fordæmalausu tímum. Samsett Heimsbyggðin lifir nú mestöll við útgöngu-, ferða-, og samkomubönn vegna faraldurs kórónuveiru, sem sérfræðingar segja að muni geisa næstu mánuði. Smit, dauðsföll og efnahagsþrengingar af völdum veirunnar eru helstu umfjöllunarefni fréttamiðla þessa dagana. En víða er að finna ljóstírur í myrkrinu. Stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar keppast nú við að leggja náunganum lið, ýmist í formi varnings eða þjónustu. Hér að neðan verður farið yfir ýmiss konar ívilnanir, afþreyingu og tilboð sem hægt er að nýta sér á þessum fordæmalausu tímum. Húsnæðismarkaður og bankar Viðskiptavinir leigufélagsins Þórsgarðs munu fá leigu fellda niður í tvo mánuði vegna veirunnar. „Við viljum koma til móts við okkar leigjendur og gera það sem við getum gert. Þannig að við ákváðum að gefa öllum okkar leigjendum fría leigu í tvo mánuði,“ sagði Eygló Agnarsdóttir framkvæmdastjóri leigufélagsins Þórsgarðs í Reykjavík síðdegis á þriðjudag. Eygló sagði að henni hefði liðið eins og jólasveininum sjálfum þegar hún hringdi í leigjendur sína og tilkynnti um fyrirkomulagið. Þeir hefðu allir verið ótrúlega þakklátir. Viðskiptavinum leigufélagsins Ölmu sem lenda í tímabundnum tekjumissi vegna COVID-19 veirunnar verður jafnframt boðin frestun og dreifing á leigugreiðslum næstu mánaða. Stjórnendur félagsins kynntu í vikunni aðgerðaáætlun til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Þeir sem úrræðið nær til geta þannig lækkað leigugreiðslur sínar um 50% yfir þriggja mánaða tímabil, og dreift eftirstöðvunum á allt að 24 mánuði, þeim að kostnaðarlausu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur unnið með stjórnendum Ölmu við mótun tillagnanna í því skyni að tryggja hagsmuni og öryggi leigutaka á komandi tímum. Hann segir mikilvægt að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð í verki á erfiðum tímum. Sjá einnig: Bankarnir bregðast við ástandinu Þá hafa stóru bankarnir boðið viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kemur fram á heimasíðum bankanna. Á vef Arion banka segir að viðskiptavinum verði boðið að gera hlé á afborgunum í allt að þrjá mánuði. Vilji bankinn þannig koma til móts við þá sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna Covid-19. Frá höfuðstöðvum Arion-banka í Borgartúni.Vísir/vilhelm Á vef Landsbankans segir að bankinn bjóði ýmis úrræði fyrir einstaklinga sem sjá fram á að lenda í greiðsluerfiðleikum vegna óvæntra aðstæðna. Eru þar nefndar ástæður eins og atvinnumissir eða veikindi. Bankinn segir viðskipta vini meðal annars geta sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum. Íslandsbanki segist munu koma til móts við þarfir viðskiptavina, svo sem með því að bjóða frystingu afborgana útlána tímabundið hjá þeim viðskiptavinum, einstaklingum og fyrirtækjum, sem mest verða fyrir áhrifum af þessum fordæmalausu aðstæðum. Veitingastaðir og verslun Veitingastaðir Gleðipinna verða opnir á meðan samkomubanni stendur, með breytingum í takt við fyrirmæli sóttvarnalæknis. Á meðan á samkomubanninu stendur er börnum boðið frítt að borða á öllum veitingastöðum Gleðipinna, þ.e. barnaréttur fylgir hverjum seldum aðalrétti. Tilboðið gildir bæði í sal og fyrir sóttan mat. Gleðipinnar reka Saffran, Hamborgarafabrikkuna, American Style, Roadhouse, Aktu Taktu, Eldsmiðjuna, Kaffivagnsinn, Keiluhöllina, Shake&Pizza, Blackbox og Pítuna. Ragnar Freyr Ingvarsson, læknirinn í eldhúsinu, hefur haft milligöngu um að gleðja samstarfsfólk sitt í framlínu heilbrigðiskerfisins. Þannig greindi hann frá því að Ölgerðin hefði glatt starfsfólk Landspítala með drykkjarföngum og þá fengu starfsmenn bráðadeildir, bráðalyflækningadeildar, smitsjúkdómadeildar og gjörgæsludeildar glaðning frá Danól. Og fleiri vilja gleðja heilbrigðisstarfsfólk. Hlöllabátar hafa boðið heilbrigðisstarfsfólki upp á báta gegn framvísun starfsmannaskírteina. „Þetta er hugsað til að létta undir með starfsmönnum sem eru á ferðinni á milli staða og vilja minnka áhættu á að vera í snertingu við aðra viðskiptavini,“ segir á Facebook-síðu Hlöllabáta. Þá býður Bryggjan brugghús eldri borgurum sem búsettir eru í póstnúmerum 101 og 107, ásamt fólki sem á ekki í nein hús að venda, upp á mat til að taka með, endurgjaldslaust. Bryggjan afgreiðir mat frá klukkan 11:30-14:30 og frá klukkan 18-21. Viðskiptavinir eru beðnir um að hringja í síma 4564040 til að panta mat og láta jafnframt vita ef pöntun á að afhendast út í bíl. Þá verða verslanir Nettó opnaðar sérstaklega fyrir eldra fólk og þá sem viðkvæmir eru fyrir sýkingu alla virka daga frá 9 til 19 á morgnana. Verslanir Nettó eru á eftirfarandi stöðum: Borgarnesi, Egilsstöðum, Grindavík, Hafnarfirði, Hornafirði, Hrísalundi, Húsavík, Iðavöllum, Ísafirði, Lágmúla, Salavegi og Selfossi. Afþreying Borgarleikhúsið stendur fyrir streymi á ýmiss konar leikhúsviðburðum næstu daga. Föstudaginn 20. mars klukkan 12 verða svo tónleikar með Bubba Morthens í beinni og verður það vikulegur viðburður þar til samkomubanninu lýkur. Öllum þessum viðburðum verður streymt beint á Vísi og einnig verður hægt að finna upplýsingar um þetta á borgarleikhus.is og á samfélagsmiðlum leikhússins. Upplýsingar um aðra viðburði verða birtar á næstu dögum. RÚV og Þjóðleikhúsið taka jafnframt höndum saman um að skemmta landsmönnum meðan á samkomubanni stendur. Almenningi býðst að velja sín eftirlætisljóð og fá einkalestur frá leikurum á stóra sviði Þjóðleikhússins. „Ljóð fyrir þjóð“ fer þannig fram að almenningur getur sent inn ósk um eitt ljóð sem er í sérstöku uppáhaldi hjá viðkomandi. Daglega, frá mánudegi til föstudags, meðan samkomubannið er í gildi, fær einn Íslendingur boð um að koma í Þjóðleikhúsið og fá ljóðið sitt flutt af einum leikara hússins á Stóra sviði Þjóðleikhússins, fyrir sig einan. Ljóðaflutningnum er streymt beint af Þjóðleikhúsinu og Rás 1. Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. Ástæðuna segir hann vera að svo margir eru heima hjá sér núna og að reyna að finna sér eitthvað að gera. Ævar stefnir á að lesa klukkan 13:00 en ef tíminn breytist lætur hann vita á Facebook síðunni Ævar vísindamaður. Streymi dagsins má nálgast á Facebook-síðu Ævars og hér á Vísi. Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður.Facebook/Ævar vísindamaður Aðstandendur Tix.is hafa sett upp sölusíðu til að styrkja listafólk sem verður af tekjum vegna samkomubanns. Á sölusíðunni býðst almenningi að kaupa „miða“ á viðburði sem hefur verið frestað eða aflýst vegna veirunnar. Greiðslan rennur til viðkomandi listamanns/manna sem ætlaði að halda viðburðinn. „Ákveðið var að hafa miðaverð lágt (1000 kr) svo að sem flestir hafi tök á að taka þátt, en þú getur valið eins marga miða og þú vilt - ef þú vilt t.d styrkja um 3000 kr velur þú fjöldi miða: 3,“ segir í tilkynningu. „Síðan smellirðu á þá viðburði sem þú vilt styrkja fyrir neðan. Athugið að með því að kaupa hér miða ertu eingöngu að kaupa til að styrkja - þú færð ekki aðgöngumiða á neinn viðburð.“ Hægt er að styrkja listafólk í gegnum Tix.is hér. Stöð 2 mun bjóða öllum landsmönnum opinn aðgang að Stöð 2 Krakkar, Stöð 2 Bíó og Stöð 3 frá og með 16. mars. Auk þess er nú hægt að kaupa sjö daga aðgang að Stöð 2 Maraþon, stærstu efnisveitu landsins með íslenskt sjónvarpsefni, á aðeins 990 kr. Heilsa Þjálfarinn Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, byrjaði í vikunni með líkamsræktarþætti hér á Vísi. Þættirnir heita Æft með Gurrý en hún segir mikilvægt að huga að heilsunni og undirbúa kroppinn undir áföll. Um er að ræða æfingamyndbönd sem flestallir ættu að geta fylgt. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir heimaþjálfun, sem hentar vel í sóttkví eða á tímum samkomubanns, og er ekki nauðsynlegt að eiga æfingabúnað þó að það sé auðvelt að bæta honum við. Fyrsta þáttinn má nálgast hér. Þættirnir munu svo allir birtast á undirsíðu Æft með Gurrý á Vísi. Líkamsræktarstöðin Crossfit Reykjavík býður öllum sem vilja á útiæfingar, óháð því hvort þeir eigi kort hjá stöðinni eða ekki. Útiæfingarnar eru iðulega haldnar í Nauthólsvík á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum klukkan 11:30 og 17:30, og á laugardögum klukkan 10:30. Geðhjálp, sem veitir ókeypis geðráðgjöf, hefur tekið ákvörðun um að fjölga tímum ráðgjafa samtakanna vegna veirunnar. Einnig hefur verið tekið upp nýtt samskiptaforrit sem gerir fólki kleift að fá ráðgjöf í gegnum netið. Boðið verður upp á ráðgjöf alla virka daga frá klukkan 9 til 15 utan föstudaga en þá lokar skrifstofa samtakanna klukkan 12. Tímapantanir fara fram með því að senda tölvupóst á helga@gedhjalp.is eða hringja í síma 570-1700. Eins og áður sagði fer ráðgjöfin fram í gegnum netið, í síma eða með því koma í viðtal á skrifstofu samtakanna í Borgartúni 30. Þá stofnaði Sara Lind Annþórsdóttir Facebook-síðuna Hjálpum fólki í áhættuhóp, þar sem fólk býðst til þess að fara í búð eða útrétta fyrir þá sem þurfa að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, hvort sem það er í sóttkví eða vegna undirliggjandi sjúkdóma. Nú hafa á þriðja þúsund manns skráð sig í hópinn, víðs vegar að af landinu, og boðið fram aðstoð sína. Meðlimir setja inn færslu um hvar það er statt og býður fólki að hafa samband. Menntun Cambridge University Press hefur opnað safn sitt á meðan faraldurinn geisar. Þar má nálgast ókeypis skólabækur, fræðigreinar og frekara kennsluefni. We are committed to supporting our global community of teachers, researchers and learners during the coronavirus pandemic. From free textbooks and research, to advice, guidance, blogs and more, visit our website: https://t.co/GbvHKQuB3j #COVID2019 pic.twitter.com/r53o8On888— Cambridge University Press (@CambridgeUP) March 17, 2020 Menntamálastofnun hefur jafnframt opnað Fræðslugátt sína í faraldrinum. Á vefnum er að finna rafrænt námsefni Menntamálastofnunar, upplýsingar um efni á vegum RÚV og annað efni sem nýst getur skólasamfélaginu. Vefurinn er fyrst og fremst hugsaður sem stuðningur við kennara og skóla sem nú takast á við krefjandi aðstæður vegna takmarkana á skólahaldi. Foreldrar og nemendur eiga einnig að geta fundið efni á vefnum sem hentað getur fyrir heimanám og verkefni daglegs lífs. Fræðslumyndir á vef Menntamálastofnunar eru nú aðgengilegar öllum íslenskum ip-tölum tímabundið. Unnið er að því, í samstarfi við Blindrafélag Íslands, að setja upp vefþulu á vefi stofnunarinnar en með því eykst aðgengi sjónskertra og lesblindra að vefnum og ekki síst að námsefninu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert sagt benda til að íbúprófen sé hættulegt fyrir kórónuveirusýkta Samkvæmt Lyfjastofnun eru engar handbærar upplýsingar sem styðja það að tengsl séu á milli notkunar lyfsins og versnandi ástands sjúklinga með COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 19. mars 2020 16:02 Veiran að ná sér á flug Töluverð aukning hefur orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi. Staðfest smit eru orðin 330 en þeim fjölgaði um 80 frá því í gær. 19. mars 2020 15:00 Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Sjá meira
Heimsbyggðin lifir nú mestöll við útgöngu-, ferða-, og samkomubönn vegna faraldurs kórónuveiru, sem sérfræðingar segja að muni geisa næstu mánuði. Smit, dauðsföll og efnahagsþrengingar af völdum veirunnar eru helstu umfjöllunarefni fréttamiðla þessa dagana. En víða er að finna ljóstírur í myrkrinu. Stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar keppast nú við að leggja náunganum lið, ýmist í formi varnings eða þjónustu. Hér að neðan verður farið yfir ýmiss konar ívilnanir, afþreyingu og tilboð sem hægt er að nýta sér á þessum fordæmalausu tímum. Húsnæðismarkaður og bankar Viðskiptavinir leigufélagsins Þórsgarðs munu fá leigu fellda niður í tvo mánuði vegna veirunnar. „Við viljum koma til móts við okkar leigjendur og gera það sem við getum gert. Þannig að við ákváðum að gefa öllum okkar leigjendum fría leigu í tvo mánuði,“ sagði Eygló Agnarsdóttir framkvæmdastjóri leigufélagsins Þórsgarðs í Reykjavík síðdegis á þriðjudag. Eygló sagði að henni hefði liðið eins og jólasveininum sjálfum þegar hún hringdi í leigjendur sína og tilkynnti um fyrirkomulagið. Þeir hefðu allir verið ótrúlega þakklátir. Viðskiptavinum leigufélagsins Ölmu sem lenda í tímabundnum tekjumissi vegna COVID-19 veirunnar verður jafnframt boðin frestun og dreifing á leigugreiðslum næstu mánaða. Stjórnendur félagsins kynntu í vikunni aðgerðaáætlun til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Þeir sem úrræðið nær til geta þannig lækkað leigugreiðslur sínar um 50% yfir þriggja mánaða tímabil, og dreift eftirstöðvunum á allt að 24 mánuði, þeim að kostnaðarlausu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur unnið með stjórnendum Ölmu við mótun tillagnanna í því skyni að tryggja hagsmuni og öryggi leigutaka á komandi tímum. Hann segir mikilvægt að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð í verki á erfiðum tímum. Sjá einnig: Bankarnir bregðast við ástandinu Þá hafa stóru bankarnir boðið viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kemur fram á heimasíðum bankanna. Á vef Arion banka segir að viðskiptavinum verði boðið að gera hlé á afborgunum í allt að þrjá mánuði. Vilji bankinn þannig koma til móts við þá sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna Covid-19. Frá höfuðstöðvum Arion-banka í Borgartúni.Vísir/vilhelm Á vef Landsbankans segir að bankinn bjóði ýmis úrræði fyrir einstaklinga sem sjá fram á að lenda í greiðsluerfiðleikum vegna óvæntra aðstæðna. Eru þar nefndar ástæður eins og atvinnumissir eða veikindi. Bankinn segir viðskipta vini meðal annars geta sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum. Íslandsbanki segist munu koma til móts við þarfir viðskiptavina, svo sem með því að bjóða frystingu afborgana útlána tímabundið hjá þeim viðskiptavinum, einstaklingum og fyrirtækjum, sem mest verða fyrir áhrifum af þessum fordæmalausu aðstæðum. Veitingastaðir og verslun Veitingastaðir Gleðipinna verða opnir á meðan samkomubanni stendur, með breytingum í takt við fyrirmæli sóttvarnalæknis. Á meðan á samkomubanninu stendur er börnum boðið frítt að borða á öllum veitingastöðum Gleðipinna, þ.e. barnaréttur fylgir hverjum seldum aðalrétti. Tilboðið gildir bæði í sal og fyrir sóttan mat. Gleðipinnar reka Saffran, Hamborgarafabrikkuna, American Style, Roadhouse, Aktu Taktu, Eldsmiðjuna, Kaffivagnsinn, Keiluhöllina, Shake&Pizza, Blackbox og Pítuna. Ragnar Freyr Ingvarsson, læknirinn í eldhúsinu, hefur haft milligöngu um að gleðja samstarfsfólk sitt í framlínu heilbrigðiskerfisins. Þannig greindi hann frá því að Ölgerðin hefði glatt starfsfólk Landspítala með drykkjarföngum og þá fengu starfsmenn bráðadeildir, bráðalyflækningadeildar, smitsjúkdómadeildar og gjörgæsludeildar glaðning frá Danól. Og fleiri vilja gleðja heilbrigðisstarfsfólk. Hlöllabátar hafa boðið heilbrigðisstarfsfólki upp á báta gegn framvísun starfsmannaskírteina. „Þetta er hugsað til að létta undir með starfsmönnum sem eru á ferðinni á milli staða og vilja minnka áhættu á að vera í snertingu við aðra viðskiptavini,“ segir á Facebook-síðu Hlöllabáta. Þá býður Bryggjan brugghús eldri borgurum sem búsettir eru í póstnúmerum 101 og 107, ásamt fólki sem á ekki í nein hús að venda, upp á mat til að taka með, endurgjaldslaust. Bryggjan afgreiðir mat frá klukkan 11:30-14:30 og frá klukkan 18-21. Viðskiptavinir eru beðnir um að hringja í síma 4564040 til að panta mat og láta jafnframt vita ef pöntun á að afhendast út í bíl. Þá verða verslanir Nettó opnaðar sérstaklega fyrir eldra fólk og þá sem viðkvæmir eru fyrir sýkingu alla virka daga frá 9 til 19 á morgnana. Verslanir Nettó eru á eftirfarandi stöðum: Borgarnesi, Egilsstöðum, Grindavík, Hafnarfirði, Hornafirði, Hrísalundi, Húsavík, Iðavöllum, Ísafirði, Lágmúla, Salavegi og Selfossi. Afþreying Borgarleikhúsið stendur fyrir streymi á ýmiss konar leikhúsviðburðum næstu daga. Föstudaginn 20. mars klukkan 12 verða svo tónleikar með Bubba Morthens í beinni og verður það vikulegur viðburður þar til samkomubanninu lýkur. Öllum þessum viðburðum verður streymt beint á Vísi og einnig verður hægt að finna upplýsingar um þetta á borgarleikhus.is og á samfélagsmiðlum leikhússins. Upplýsingar um aðra viðburði verða birtar á næstu dögum. RÚV og Þjóðleikhúsið taka jafnframt höndum saman um að skemmta landsmönnum meðan á samkomubanni stendur. Almenningi býðst að velja sín eftirlætisljóð og fá einkalestur frá leikurum á stóra sviði Þjóðleikhússins. „Ljóð fyrir þjóð“ fer þannig fram að almenningur getur sent inn ósk um eitt ljóð sem er í sérstöku uppáhaldi hjá viðkomandi. Daglega, frá mánudegi til föstudags, meðan samkomubannið er í gildi, fær einn Íslendingur boð um að koma í Þjóðleikhúsið og fá ljóðið sitt flutt af einum leikara hússins á Stóra sviði Þjóðleikhússins, fyrir sig einan. Ljóðaflutningnum er streymt beint af Þjóðleikhúsinu og Rás 1. Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson hefur ákveðið að hafa upplestur fyrir börn í beinni á netinu á hverjum virkum degi. Ástæðuna segir hann vera að svo margir eru heima hjá sér núna og að reyna að finna sér eitthvað að gera. Ævar stefnir á að lesa klukkan 13:00 en ef tíminn breytist lætur hann vita á Facebook síðunni Ævar vísindamaður. Streymi dagsins má nálgast á Facebook-síðu Ævars og hér á Vísi. Ævar Þór Benediktsson, betur þekktur sem Ævar vísindamaður.Facebook/Ævar vísindamaður Aðstandendur Tix.is hafa sett upp sölusíðu til að styrkja listafólk sem verður af tekjum vegna samkomubanns. Á sölusíðunni býðst almenningi að kaupa „miða“ á viðburði sem hefur verið frestað eða aflýst vegna veirunnar. Greiðslan rennur til viðkomandi listamanns/manna sem ætlaði að halda viðburðinn. „Ákveðið var að hafa miðaverð lágt (1000 kr) svo að sem flestir hafi tök á að taka þátt, en þú getur valið eins marga miða og þú vilt - ef þú vilt t.d styrkja um 3000 kr velur þú fjöldi miða: 3,“ segir í tilkynningu. „Síðan smellirðu á þá viðburði sem þú vilt styrkja fyrir neðan. Athugið að með því að kaupa hér miða ertu eingöngu að kaupa til að styrkja - þú færð ekki aðgöngumiða á neinn viðburð.“ Hægt er að styrkja listafólk í gegnum Tix.is hér. Stöð 2 mun bjóða öllum landsmönnum opinn aðgang að Stöð 2 Krakkar, Stöð 2 Bíó og Stöð 3 frá og með 16. mars. Auk þess er nú hægt að kaupa sjö daga aðgang að Stöð 2 Maraþon, stærstu efnisveitu landsins með íslenskt sjónvarpsefni, á aðeins 990 kr. Heilsa Þjálfarinn Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, byrjaði í vikunni með líkamsræktarþætti hér á Vísi. Þættirnir heita Æft með Gurrý en hún segir mikilvægt að huga að heilsunni og undirbúa kroppinn undir áföll. Um er að ræða æfingamyndbönd sem flestallir ættu að geta fylgt. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir heimaþjálfun, sem hentar vel í sóttkví eða á tímum samkomubanns, og er ekki nauðsynlegt að eiga æfingabúnað þó að það sé auðvelt að bæta honum við. Fyrsta þáttinn má nálgast hér. Þættirnir munu svo allir birtast á undirsíðu Æft með Gurrý á Vísi. Líkamsræktarstöðin Crossfit Reykjavík býður öllum sem vilja á útiæfingar, óháð því hvort þeir eigi kort hjá stöðinni eða ekki. Útiæfingarnar eru iðulega haldnar í Nauthólsvík á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum klukkan 11:30 og 17:30, og á laugardögum klukkan 10:30. Geðhjálp, sem veitir ókeypis geðráðgjöf, hefur tekið ákvörðun um að fjölga tímum ráðgjafa samtakanna vegna veirunnar. Einnig hefur verið tekið upp nýtt samskiptaforrit sem gerir fólki kleift að fá ráðgjöf í gegnum netið. Boðið verður upp á ráðgjöf alla virka daga frá klukkan 9 til 15 utan föstudaga en þá lokar skrifstofa samtakanna klukkan 12. Tímapantanir fara fram með því að senda tölvupóst á helga@gedhjalp.is eða hringja í síma 570-1700. Eins og áður sagði fer ráðgjöfin fram í gegnum netið, í síma eða með því koma í viðtal á skrifstofu samtakanna í Borgartúni 30. Þá stofnaði Sara Lind Annþórsdóttir Facebook-síðuna Hjálpum fólki í áhættuhóp, þar sem fólk býðst til þess að fara í búð eða útrétta fyrir þá sem þurfa að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, hvort sem það er í sóttkví eða vegna undirliggjandi sjúkdóma. Nú hafa á þriðja þúsund manns skráð sig í hópinn, víðs vegar að af landinu, og boðið fram aðstoð sína. Meðlimir setja inn færslu um hvar það er statt og býður fólki að hafa samband. Menntun Cambridge University Press hefur opnað safn sitt á meðan faraldurinn geisar. Þar má nálgast ókeypis skólabækur, fræðigreinar og frekara kennsluefni. We are committed to supporting our global community of teachers, researchers and learners during the coronavirus pandemic. From free textbooks and research, to advice, guidance, blogs and more, visit our website: https://t.co/GbvHKQuB3j #COVID2019 pic.twitter.com/r53o8On888— Cambridge University Press (@CambridgeUP) March 17, 2020 Menntamálastofnun hefur jafnframt opnað Fræðslugátt sína í faraldrinum. Á vefnum er að finna rafrænt námsefni Menntamálastofnunar, upplýsingar um efni á vegum RÚV og annað efni sem nýst getur skólasamfélaginu. Vefurinn er fyrst og fremst hugsaður sem stuðningur við kennara og skóla sem nú takast á við krefjandi aðstæður vegna takmarkana á skólahaldi. Foreldrar og nemendur eiga einnig að geta fundið efni á vefnum sem hentað getur fyrir heimanám og verkefni daglegs lífs. Fræðslumyndir á vef Menntamálastofnunar eru nú aðgengilegar öllum íslenskum ip-tölum tímabundið. Unnið er að því, í samstarfi við Blindrafélag Íslands, að setja upp vefþulu á vefi stofnunarinnar en með því eykst aðgengi sjónskertra og lesblindra að vefnum og ekki síst að námsefninu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert sagt benda til að íbúprófen sé hættulegt fyrir kórónuveirusýkta Samkvæmt Lyfjastofnun eru engar handbærar upplýsingar sem styðja það að tengsl séu á milli notkunar lyfsins og versnandi ástands sjúklinga með COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 19. mars 2020 16:02 Veiran að ná sér á flug Töluverð aukning hefur orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi. Staðfest smit eru orðin 330 en þeim fjölgaði um 80 frá því í gær. 19. mars 2020 15:00 Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Sjá meira
Ekkert sagt benda til að íbúprófen sé hættulegt fyrir kórónuveirusýkta Samkvæmt Lyfjastofnun eru engar handbærar upplýsingar sem styðja það að tengsl séu á milli notkunar lyfsins og versnandi ástands sjúklinga með COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 19. mars 2020 16:02
Veiran að ná sér á flug Töluverð aukning hefur orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi. Staðfest smit eru orðin 330 en þeim fjölgaði um 80 frá því í gær. 19. mars 2020 15:00
Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent