Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2020 19:07 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt að 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur. Hertar aðgerðir til að hefta útbreiðsluna eru ekki útilokaðar. Töluverð fjölgun hefur orðið í greindum kórónuveirusmitum á Íslandi undanfarna daga. Þeim hefur fjölgað um áttatíu frá því í gær og eru nú orðin 330 samkvæmt síðustu opinberu tölum sem gefnar voru út. Sjá einnig: Veiran að ná sér á flug Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að reiknað væri með því að smitum haldi áfram að fjölga í þessum takti á næstunni í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld. Ellefu til fimmtíu gætu veikst alvarlega Spálíkön sem yfirvöld hafi stuðst við bendi til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá gætu um 1.200 manns hafa smitast, að sögn Víðis. Vísaði hann þar til spálíkans sem hópur sem sóttvarnalæknir kallaði saman gerði um líklega þróun faraldursins. Hópurinn skilaði fyrstu niðurstöðum sínum á upplýsingafundi með almannavörnum í gær. Í hópnum eru vísindamenn frá Háskóla Íslands, embættis landlæknis og Landspítala. Vísindamenn frá Háskóla Íslands, embætti landlæknis og Landspítala gerðu spálíkön sem almannavarnir styðjast við um ákvarðanir vegna faraldursins. Samkvæmt líkaninu gætu á bilinu þúsund til tvö þúsund manns hafa greinst með COVID-19 fyrir lok maí. Fjöldi greindra með virkan sjúkdóm gæti náð hámarki á fyrstu vikum apríl, sennilega um 600 manns en allt að 1.200 samkvæmt svartsýnustu spám. Allt að sextíu manns gætu þurft að leggjast inn á sjúkrahús á meðan faraldurinn gengur yfir en mögulega tvö hundruð manns ef allt fer á versta veg. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna innlagna gæti verið um eða eftir miðjan apríl þegar gert er ráð fyri að um fjörutíu einstaklingar gætu legið á sjúkrahúsi, 120 í versta lagi. Af þeim gætu ellefu veikst alvarlega og þarfnast gjörgæslu. Svartsýnasta spá hljóðar upp á fimmtíu manns. Gætu hert reglur á minni stöðum Sjö smit hafa greinst í Vestmannaeyjum og 133 eru komnir í sóttkví þar. Í Húnaþingi vestra er um fimmtungur íbúa í sóttkví eftir að starfsmaður grunnskólans á Hvammstanga greindist smitaður. Víðir sagði koma til greina að herða reglurnar á þessum stöðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. mars 2020 12:23 „Útgöngubann er ekki í spilunum“ Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. 19. mars 2020 12:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt að 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur. Hertar aðgerðir til að hefta útbreiðsluna eru ekki útilokaðar. Töluverð fjölgun hefur orðið í greindum kórónuveirusmitum á Íslandi undanfarna daga. Þeim hefur fjölgað um áttatíu frá því í gær og eru nú orðin 330 samkvæmt síðustu opinberu tölum sem gefnar voru út. Sjá einnig: Veiran að ná sér á flug Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að reiknað væri með því að smitum haldi áfram að fjölga í þessum takti á næstunni í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld. Ellefu til fimmtíu gætu veikst alvarlega Spálíkön sem yfirvöld hafi stuðst við bendi til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá gætu um 1.200 manns hafa smitast, að sögn Víðis. Vísaði hann þar til spálíkans sem hópur sem sóttvarnalæknir kallaði saman gerði um líklega þróun faraldursins. Hópurinn skilaði fyrstu niðurstöðum sínum á upplýsingafundi með almannavörnum í gær. Í hópnum eru vísindamenn frá Háskóla Íslands, embættis landlæknis og Landspítala. Vísindamenn frá Háskóla Íslands, embætti landlæknis og Landspítala gerðu spálíkön sem almannavarnir styðjast við um ákvarðanir vegna faraldursins. Samkvæmt líkaninu gætu á bilinu þúsund til tvö þúsund manns hafa greinst með COVID-19 fyrir lok maí. Fjöldi greindra með virkan sjúkdóm gæti náð hámarki á fyrstu vikum apríl, sennilega um 600 manns en allt að 1.200 samkvæmt svartsýnustu spám. Allt að sextíu manns gætu þurft að leggjast inn á sjúkrahús á meðan faraldurinn gengur yfir en mögulega tvö hundruð manns ef allt fer á versta veg. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna innlagna gæti verið um eða eftir miðjan apríl þegar gert er ráð fyri að um fjörutíu einstaklingar gætu legið á sjúkrahúsi, 120 í versta lagi. Af þeim gætu ellefu veikst alvarlega og þarfnast gjörgæslu. Svartsýnasta spá hljóðar upp á fimmtíu manns. Gætu hert reglur á minni stöðum Sjö smit hafa greinst í Vestmannaeyjum og 133 eru komnir í sóttkví þar. Í Húnaþingi vestra er um fimmtungur íbúa í sóttkví eftir að starfsmaður grunnskólans á Hvammstanga greindist smitaður. Víðir sagði koma til greina að herða reglurnar á þessum stöðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. mars 2020 12:23 „Útgöngubann er ekki í spilunum“ Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. 19. mars 2020 12:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. mars 2020 12:23
„Útgöngubann er ekki í spilunum“ Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. 19. mars 2020 12:15