Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fjölnir 92-75 | Valur skildi Fjölni eftir í valnum Þór Símon Hafþórsson skrifar 5. janúar 2020 21:15 vísir/vilhelm Valur fékk Fjölni í heimsókn í kvöld í fyrsta leik Dominos deild karla í körfubolta eftir jólafrí. Um var að ræða fjögurra stiga fallslag en Valur var fyrir leik í 8. sæti með 3-8 árángur og Fjölnir voru einu sæti neðar með 1-10. Leikurinn fór frábærlega af stað fyrir Val sem tók strax yfirhöndina. Eftir átta mínútna leik var staðan 19-4, Val í vil, en heimamenn gáfu eilítið eftir í lok 1. leikhluta og var staðan að loknum tíu mínútum 28-13. Fjölnir mættu grimmir í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn í einunigs 4 stig, 48-44, og þannig var staðan í hálfleik. Fjölnir náðu ítrekað að komast nálægt því að jafna og jafnvel náðu þeim áfanga nokkrum sinnum en í hvert skipti mistu gestirnir dampinn og hleyptu Valsmönnum aftur langt fram úr sér. Besta dæmið um þetta var í lok 3. leikhluta er Fjölnir náðu að jafna í 71-71 er 58 sekúndur voru eftir. Valsmenn svöruðu með því að skora tvö þriggja stiga skot á þessum síðustu sekúndum og sáu Fjölnismenn aldrei til sólar þar eftir. Valsmenn léku á alls oddi í 4. og síðasta leikhluta leiksins og enduðu með að sigra 92-75. Valsmenn eru nú með 8 stig eftir þennan dýrmæta sigur, tveimur stigum á eftir Grindavík og Þór Þorlákshöfn. Fjölnir hinsvegar skilið eftir í valnum með einungis 2 stig, 1-11 árángur, og sex stigum frá öruggu sæti. Útlitið vægast sagt svart í Grafarvoginum. Afhverju vann Valur? Valur var einfaldlega sterkara á öllum sviðum og allt sem Fjölnir gerðu gátu Valur gert betur. Valur var með betri skotnýtingu, fleiri fráköst, stoðsendingar, stolna bolta og blokk. Valur voru ekki frábærir út í gegnum allra 40 mínúturnar en þetta var svo sannarlega skref í rétta átt fyrir lið sem átti erfitt með að landa sigrunum fyrir áramót. Nú þarf liðið að halda striki í Þorlákshöfn eftir fjóra daga. Hverjir stóðu upp úr? Pavel Ermolinskij var gjörsamlega frábær í kvöld. Allt það sem Valur gerði vel sóknarlega í kvöld fór beina leið í gegnum hann. Hann kláraði leikinn með risa 17 stoðsendingar en Valur átti í heildina 20 stoðsendingar í öllum leiknum. Austin Bracey var einnig frábær en hann skoraði 23 stig og þar af voru 7 þristar úr 10 skotum. Ef hann fékk færið þá nýtti hann það. Þessir menn skiluðu sigrinum til Valsmanna. Hvað gekk illa? Fjölnis liðið var því miður arfaslakt. Í hvert sinn sem liðið komst nálægt því að jafna eða að taka forystu var eins og liðið gleymdi öllu sem það kann. Ég veit ekki hvort lélegur árángur liðsins sé kominn inn í haus leikmanna en það er ansi erfitt að fóta sig í deildinni ef þú ert sleginn fast niður í hvert sinn sem þú ætlar að sýna hvað í þér býr. Deildin er hálfnuð, Fjölnir er með tvö stig og er heilum sex stigum frá öruggu sæti. Þú þarft ekki að vera einhver stærðfræðingur til að sjá að útlitið er ansi svart fyrir liðið. Hvað gerist næst? Valur heimsækir Þór á Þorlákshöfn og Fjölnir fær botnlið Þór frá Akureyri í heimsókn. Ágúst: Þetta var fjögurra stiga leikur „Gríðarlega ánægður með sigurinn. Þetta var fjögurra stiga leikur fyrir okkur og ég er mjög sáttur við frammistöðuna,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir öruggan 92-75 sigur liðsins á Fjölni í kvöld. Valur hafði tapað sjö leikjum í röð fyrir sigurinn í dag. Var þetta ekki léttir? „Fyrst og fremst bara ánægður. Ánægður með að það sem við lögðum upp á æfingu var að virka og lífsnauðsynlegt fyrir okkur að hefja árið á sigri.“ Ágúst segir að Valsmenn séu búnir að finna nýjan leikmann en vill ekki enn gefa upp hver það er en sagði okkur þó hvaða stöðu hann mun spila. „Hann er leikstjórnandi og mun auka breiddina okkar í bakverðinum.“ Pavel: Þetta var komið í hausinn okkar Pavel Ermolinskij var jafn hreinskilin í viðtali eftir leik og hann var í leiknum sjálfum í sigri Vals í kvöld „Þetta var nákvæmlega það sem við vonuðumst eftir. Að þetta jólafrí hafi þjónað einhverjum tilgangi. Við náðum að kúpla okkur aðeins út úr þessu og koma ferskari inn,“ sagði Pavel og hélt áfram „Þetta var auðvitað komið í hausinn á mönnum, ég viðurkenni að þetta var komið í hausinn á mér líka. Ég skellti mér til Evrópu, fór til Barcelona í nokkra daga til að finna sjálfan mig,“ sagði Pavel en hann fann svo sannarlega samherja sína í kvöld en hann endaði með 17 stoðsendingar. „Ég kom ferskur til baka og reyndi að fá strákanna með mér og fá okkur til að hætta að líða eins og einhverjir aumingjar,“ sagði Pavel. „Við þurftum að finna aftur þessa von og drauma sem við höfðum í upphafi tímabils,“ sagði Pavel áður en hann undirstrikaði að þeir mættu gleðjast en af sjálfsögðu ekki fara fram úr sér. Nóg væri eftir. Valur mætir Þór Þorlákshöfn á fimmtudaginn. Falur: Ekki í mínu eðli að láta vaða yfir mig „Svekkjandi úrslit og svekktur fyrst og fremst með frammistöðuna. Svekktur með hvernig við byrjuðum leikinn og svekktur hvernig við enduðum hann líka,“ sagði svekktur Falur Jóhann Harðarsson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið gegn Val í kvöld. „Þetta hefur verið okkar akkilesar hæll í vetur. Að við virðumst ætla bara að velja hvenær við leggjum okkur fram,“ sagði Falur en Fjölnir áttu afleiddan fyrsta og fjórða leikhluta en liðið skoraði einungis 17 stig af sínum 75 í þessum tveim leikhlutum. Fjölnir komust ítrekað nálægt því að taka forystuna en misstu alltaf flugið einmitt þá áður en liðið gjörsamlega hrapaði í 4. leikhluta. „Ég vildi að ég vissi svarið við þessu en við verðum að halda áfram. Það er ekki í mínu eðli að leggjast yfir og láta labba yfir mig. Við verðum að halda áfram.“ Fjölnir er í næst neðasta sæti með 2 stig, sex stigum frá öruggu sæti. Dominos-deild karla
Valur fékk Fjölni í heimsókn í kvöld í fyrsta leik Dominos deild karla í körfubolta eftir jólafrí. Um var að ræða fjögurra stiga fallslag en Valur var fyrir leik í 8. sæti með 3-8 árángur og Fjölnir voru einu sæti neðar með 1-10. Leikurinn fór frábærlega af stað fyrir Val sem tók strax yfirhöndina. Eftir átta mínútna leik var staðan 19-4, Val í vil, en heimamenn gáfu eilítið eftir í lok 1. leikhluta og var staðan að loknum tíu mínútum 28-13. Fjölnir mættu grimmir í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn í einunigs 4 stig, 48-44, og þannig var staðan í hálfleik. Fjölnir náðu ítrekað að komast nálægt því að jafna og jafnvel náðu þeim áfanga nokkrum sinnum en í hvert skipti mistu gestirnir dampinn og hleyptu Valsmönnum aftur langt fram úr sér. Besta dæmið um þetta var í lok 3. leikhluta er Fjölnir náðu að jafna í 71-71 er 58 sekúndur voru eftir. Valsmenn svöruðu með því að skora tvö þriggja stiga skot á þessum síðustu sekúndum og sáu Fjölnismenn aldrei til sólar þar eftir. Valsmenn léku á alls oddi í 4. og síðasta leikhluta leiksins og enduðu með að sigra 92-75. Valsmenn eru nú með 8 stig eftir þennan dýrmæta sigur, tveimur stigum á eftir Grindavík og Þór Þorlákshöfn. Fjölnir hinsvegar skilið eftir í valnum með einungis 2 stig, 1-11 árángur, og sex stigum frá öruggu sæti. Útlitið vægast sagt svart í Grafarvoginum. Afhverju vann Valur? Valur var einfaldlega sterkara á öllum sviðum og allt sem Fjölnir gerðu gátu Valur gert betur. Valur var með betri skotnýtingu, fleiri fráköst, stoðsendingar, stolna bolta og blokk. Valur voru ekki frábærir út í gegnum allra 40 mínúturnar en þetta var svo sannarlega skref í rétta átt fyrir lið sem átti erfitt með að landa sigrunum fyrir áramót. Nú þarf liðið að halda striki í Þorlákshöfn eftir fjóra daga. Hverjir stóðu upp úr? Pavel Ermolinskij var gjörsamlega frábær í kvöld. Allt það sem Valur gerði vel sóknarlega í kvöld fór beina leið í gegnum hann. Hann kláraði leikinn með risa 17 stoðsendingar en Valur átti í heildina 20 stoðsendingar í öllum leiknum. Austin Bracey var einnig frábær en hann skoraði 23 stig og þar af voru 7 þristar úr 10 skotum. Ef hann fékk færið þá nýtti hann það. Þessir menn skiluðu sigrinum til Valsmanna. Hvað gekk illa? Fjölnis liðið var því miður arfaslakt. Í hvert sinn sem liðið komst nálægt því að jafna eða að taka forystu var eins og liðið gleymdi öllu sem það kann. Ég veit ekki hvort lélegur árángur liðsins sé kominn inn í haus leikmanna en það er ansi erfitt að fóta sig í deildinni ef þú ert sleginn fast niður í hvert sinn sem þú ætlar að sýna hvað í þér býr. Deildin er hálfnuð, Fjölnir er með tvö stig og er heilum sex stigum frá öruggu sæti. Þú þarft ekki að vera einhver stærðfræðingur til að sjá að útlitið er ansi svart fyrir liðið. Hvað gerist næst? Valur heimsækir Þór á Þorlákshöfn og Fjölnir fær botnlið Þór frá Akureyri í heimsókn. Ágúst: Þetta var fjögurra stiga leikur „Gríðarlega ánægður með sigurinn. Þetta var fjögurra stiga leikur fyrir okkur og ég er mjög sáttur við frammistöðuna,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir öruggan 92-75 sigur liðsins á Fjölni í kvöld. Valur hafði tapað sjö leikjum í röð fyrir sigurinn í dag. Var þetta ekki léttir? „Fyrst og fremst bara ánægður. Ánægður með að það sem við lögðum upp á æfingu var að virka og lífsnauðsynlegt fyrir okkur að hefja árið á sigri.“ Ágúst segir að Valsmenn séu búnir að finna nýjan leikmann en vill ekki enn gefa upp hver það er en sagði okkur þó hvaða stöðu hann mun spila. „Hann er leikstjórnandi og mun auka breiddina okkar í bakverðinum.“ Pavel: Þetta var komið í hausinn okkar Pavel Ermolinskij var jafn hreinskilin í viðtali eftir leik og hann var í leiknum sjálfum í sigri Vals í kvöld „Þetta var nákvæmlega það sem við vonuðumst eftir. Að þetta jólafrí hafi þjónað einhverjum tilgangi. Við náðum að kúpla okkur aðeins út úr þessu og koma ferskari inn,“ sagði Pavel og hélt áfram „Þetta var auðvitað komið í hausinn á mönnum, ég viðurkenni að þetta var komið í hausinn á mér líka. Ég skellti mér til Evrópu, fór til Barcelona í nokkra daga til að finna sjálfan mig,“ sagði Pavel en hann fann svo sannarlega samherja sína í kvöld en hann endaði með 17 stoðsendingar. „Ég kom ferskur til baka og reyndi að fá strákanna með mér og fá okkur til að hætta að líða eins og einhverjir aumingjar,“ sagði Pavel. „Við þurftum að finna aftur þessa von og drauma sem við höfðum í upphafi tímabils,“ sagði Pavel áður en hann undirstrikaði að þeir mættu gleðjast en af sjálfsögðu ekki fara fram úr sér. Nóg væri eftir. Valur mætir Þór Þorlákshöfn á fimmtudaginn. Falur: Ekki í mínu eðli að láta vaða yfir mig „Svekkjandi úrslit og svekktur fyrst og fremst með frammistöðuna. Svekktur með hvernig við byrjuðum leikinn og svekktur hvernig við enduðum hann líka,“ sagði svekktur Falur Jóhann Harðarsson, þjálfari Fjölnis, eftir tapið gegn Val í kvöld. „Þetta hefur verið okkar akkilesar hæll í vetur. Að við virðumst ætla bara að velja hvenær við leggjum okkur fram,“ sagði Falur en Fjölnir áttu afleiddan fyrsta og fjórða leikhluta en liðið skoraði einungis 17 stig af sínum 75 í þessum tveim leikhlutum. Fjölnir komust ítrekað nálægt því að taka forystuna en misstu alltaf flugið einmitt þá áður en liðið gjörsamlega hrapaði í 4. leikhluta. „Ég vildi að ég vissi svarið við þessu en við verðum að halda áfram. Það er ekki í mínu eðli að leggjast yfir og láta labba yfir mig. Við verðum að halda áfram.“ Fjölnir er í næst neðasta sæti með 2 stig, sex stigum frá öruggu sæti.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti