Vorlegt um að litast í Kauphöllinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2020 10:53 Markaðir heimsins hafa fagnað stýrivaxtalækkunum og tug milljarða innspýtingum um allan heim. Bjartsýnin virðist jafnframt vera að smitast hingað. vísir/vilhelm Hlutabréfamarkaðir heimsins hafa það sem af er degi tekið nokkuð vel í boðaðar efnahagsaðgerðir hinna ýmsu stjórnvalda vegna kórónuveirunnar og má sjá sambærileg teikn í íslensku Kauphöllinni. Eftir hækkanir í Asíu og Evrópu er nánast grænt á öllum tölum á hlutabréfamarkaðnum hérlendis og hefur úrvalsvísitalan hækkað um rúm 3 prósent í morgun. Þar fer Icelandair Group áfram fremst í flokki en Bogi Nils Bogason og félagar hafa fylgst með hlutabréfaverðinu hækka daglega um tæp 10 prósent síðustu daga. Svipaða sögu er að segja í dag ef fer sem horfir, en hækkunin nemur núna rúmum 12 prósentum. Verð bréfanna er nú 4, en fór lægst í 3 á þriðjudag. Kröftugar hækkanir má sjá annars staðar í Kauphöllinni en gengi fjölda félaga hefur styrkst um 4 til 6 prósent í morgun; eins og Arion, Origo, Sjóvá, Sýn og TM. Marel fylgir í humátt á eftir með hækkun upp á rúmlega 3 og hálft prósent. Þar að auki hefur olíuverð hækkað í dag, rétt eins og það gerði í gær. Brent hráolíutunnann er nú aftur komin yfir 30 dali eftir að hafa hrapað um næstum 50 prósent á einum mánuði. Þar spilar minnkandi eftirspurn eftir kórónuveirufaraldurinn lykilrullu, sem og ósætti olíuframleiðsluþjóða heims um draga samhliða úr framleiðslu. Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðspyrna Icelandair heldur áfram Úrvalsvísitalan hefur styrkst lítillega í dag 19. mars 2020 11:39 Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Mikill samdráttur í farþegaflugi vekur spurningar um hvernig fer með útflutning á ferskum íslenskum sjávarafurðum með flugi en stór hluti nýtir farangursrými farþegaflugvéla. 18. mars 2020 16:45 Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03 Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir heimsins hafa það sem af er degi tekið nokkuð vel í boðaðar efnahagsaðgerðir hinna ýmsu stjórnvalda vegna kórónuveirunnar og má sjá sambærileg teikn í íslensku Kauphöllinni. Eftir hækkanir í Asíu og Evrópu er nánast grænt á öllum tölum á hlutabréfamarkaðnum hérlendis og hefur úrvalsvísitalan hækkað um rúm 3 prósent í morgun. Þar fer Icelandair Group áfram fremst í flokki en Bogi Nils Bogason og félagar hafa fylgst með hlutabréfaverðinu hækka daglega um tæp 10 prósent síðustu daga. Svipaða sögu er að segja í dag ef fer sem horfir, en hækkunin nemur núna rúmum 12 prósentum. Verð bréfanna er nú 4, en fór lægst í 3 á þriðjudag. Kröftugar hækkanir má sjá annars staðar í Kauphöllinni en gengi fjölda félaga hefur styrkst um 4 til 6 prósent í morgun; eins og Arion, Origo, Sjóvá, Sýn og TM. Marel fylgir í humátt á eftir með hækkun upp á rúmlega 3 og hálft prósent. Þar að auki hefur olíuverð hækkað í dag, rétt eins og það gerði í gær. Brent hráolíutunnann er nú aftur komin yfir 30 dali eftir að hafa hrapað um næstum 50 prósent á einum mánuði. Þar spilar minnkandi eftirspurn eftir kórónuveirufaraldurinn lykilrullu, sem og ósætti olíuframleiðsluþjóða heims um draga samhliða úr framleiðslu.
Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðspyrna Icelandair heldur áfram Úrvalsvísitalan hefur styrkst lítillega í dag 19. mars 2020 11:39 Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Mikill samdráttur í farþegaflugi vekur spurningar um hvernig fer með útflutning á ferskum íslenskum sjávarafurðum með flugi en stór hluti nýtir farangursrými farþegaflugvéla. 18. mars 2020 16:45 Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03 Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Mikill samdráttur í farþegaflugi vekur spurningar um hvernig fer með útflutning á ferskum íslenskum sjávarafurðum með flugi en stór hluti nýtir farangursrými farþegaflugvéla. 18. mars 2020 16:45
Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03