Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 13:17 Richard Burr. EPA/SHAWN THEW Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Meðal þeirra er Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna, en hann seldi mikið magn hlutabréfa í geirum sem faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á. Á sama tíma sat hann og aðrir þingmenn daglega upplýsingafundi um faraldurinn. Virði þeirra hlutabréfa sem Burr seldi var allt að 1,7 milljón dala. Fór salan fram í 30 lotum frá seinni hluta janúar til miðbiks febrúar, skömmu áður en hlutabréfamarkaðir vestanhafs urðu fyrir þungu höggi. Meðal annars seldi Burr hlutabréf í hótelkeðjum, sem hafa orðið verulega illa úti vegna faraldursins. Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona frá Kentucky, seldi einnig hlutabréf áður en markaðurinn varð fyrir áhrifum. AP fréttaveitan segir að þar hafi verið um hundruð þúsundir dala að ræða. Loeffler sendi frá sér tíst í morgun, þar sem hún sagði hlutabréf hennar í sjóð sem hún hafi enga aðkomu að. Því sé gagnrýni sem að henni snúi innihaldslaus. As confirmed in the periodic transaction report to Senate Ethics, I was informed of these purchases and sales on 02/16/2020 three weeks after they were made.— Kelly Loeffler (@KLoeffler) March 20, 2020 Umrædd hlutabréf voru þó seld skömmu eftir að hún og aðrir meðlimir heilbrigðismálanefndar öldungadeildarinnar sátu fund með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins um það hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Nánar tiltekið voru fyrstu hlutabréfin seld seinna sama dag. Á næstu vikum seldi hún svo fleiri hlutabréf í fyrirtækjum sem hafa lækkað verulega, eins og flest fyrirtæki hafa gert. Loeffler keypti þó hlutabréf í fyrirtæki sem framleiðir hugbúnað fyrir samskiptatæki. Vildi ekki lög gegn innherjaviðskiptum Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra. Lögin voru samþykkt og Barack Obama, þáverandi forseti, skrifaði undir þau. Það er því ólöglegt fyrir þingmenn, eins og aðra, að stunda innherjaviðskipti. Eftirlitsaðilar segja tilefni til að taka málið til rannsóknar og þá jafnvel hjá siðferðisnefnd öldungadeildarþingsins. Eins og bent er á í frétt Washington Post hafa lengi verið uppi spurningar um bandaríska þingmenn og hlutabréfaviðskipti þeirra. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að þingmenn standi sig að meðaltali töluvert betur en aðrir sem sýsla með hlutabréf og sömuleiðis hafa rannsóknir sýnt að starfsmenn þingmanna hafa átt hlutabréf í fyrirtækjum sem voru að hagnast á lögum sem þeir sjálfir börðust fyrir. Spjótin beinast einnig að þingmönnunum Dianne Feinstein og James M. Inhofe sem hafa einnig stundað hlutabréfaviðskipti sem þykja umdeild. Feinstein, eini Demókratinn í hópnum, virðist þó sú eina sem hafði sett hlutabréfaviðskipti sín að fullu í sjóð sem hún hafði enga aðkomu að. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Meðal þeirra er Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna, en hann seldi mikið magn hlutabréfa í geirum sem faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á. Á sama tíma sat hann og aðrir þingmenn daglega upplýsingafundi um faraldurinn. Virði þeirra hlutabréfa sem Burr seldi var allt að 1,7 milljón dala. Fór salan fram í 30 lotum frá seinni hluta janúar til miðbiks febrúar, skömmu áður en hlutabréfamarkaðir vestanhafs urðu fyrir þungu höggi. Meðal annars seldi Burr hlutabréf í hótelkeðjum, sem hafa orðið verulega illa úti vegna faraldursins. Kelly Loeffler, öldungadeildarþingkona frá Kentucky, seldi einnig hlutabréf áður en markaðurinn varð fyrir áhrifum. AP fréttaveitan segir að þar hafi verið um hundruð þúsundir dala að ræða. Loeffler sendi frá sér tíst í morgun, þar sem hún sagði hlutabréf hennar í sjóð sem hún hafi enga aðkomu að. Því sé gagnrýni sem að henni snúi innihaldslaus. As confirmed in the periodic transaction report to Senate Ethics, I was informed of these purchases and sales on 02/16/2020 three weeks after they were made.— Kelly Loeffler (@KLoeffler) March 20, 2020 Umrædd hlutabréf voru þó seld skömmu eftir að hún og aðrir meðlimir heilbrigðismálanefndar öldungadeildarinnar sátu fund með forsvarsmönnum heilbrigðiskerfisins um það hvaða áhrif faraldurinn gæti haft á Bandaríkin. Nánar tiltekið voru fyrstu hlutabréfin seld seinna sama dag. Á næstu vikum seldi hún svo fleiri hlutabréf í fyrirtækjum sem hafa lækkað verulega, eins og flest fyrirtæki hafa gert. Loeffler keypti þó hlutabréf í fyrirtæki sem framleiðir hugbúnað fyrir samskiptatæki. Vildi ekki lög gegn innherjaviðskiptum Mál Burr þykir sérstakt að því leyti að árið 2012 var hann einn þriggja öldungadeildarþingmanna af hundrað, sem greiddu atkvæði gegn lögum sem meina þingmönnum að stunda hlutabréfaviðskipti í tengslum við þær upplýsingar sem þeir komast yfir vegna starfa þeirra. Lögin voru samþykkt og Barack Obama, þáverandi forseti, skrifaði undir þau. Það er því ólöglegt fyrir þingmenn, eins og aðra, að stunda innherjaviðskipti. Eftirlitsaðilar segja tilefni til að taka málið til rannsóknar og þá jafnvel hjá siðferðisnefnd öldungadeildarþingsins. Eins og bent er á í frétt Washington Post hafa lengi verið uppi spurningar um bandaríska þingmenn og hlutabréfaviðskipti þeirra. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að þingmenn standi sig að meðaltali töluvert betur en aðrir sem sýsla með hlutabréf og sömuleiðis hafa rannsóknir sýnt að starfsmenn þingmanna hafa átt hlutabréf í fyrirtækjum sem voru að hagnast á lögum sem þeir sjálfir börðust fyrir. Spjótin beinast einnig að þingmönnunum Dianne Feinstein og James M. Inhofe sem hafa einnig stundað hlutabréfaviðskipti sem þykja umdeild. Feinstein, eini Demókratinn í hópnum, virðist þó sú eina sem hafði sett hlutabréfaviðskipti sín að fullu í sjóð sem hún hafði enga aðkomu að.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira