„Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 21:00 Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, er ekki tilbúinn að ræða stöðuna á Ólympíuleikunum í sumar. Getty/ Asahi Shimbun Kórónuveiran er þegar farinn að hafa mikil áhrif á íþróttaheiminn, fjölda íþróttaviðburðum hefur verið frestað í Kína og nú síðast hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft bæði að fresta leikjum í ítölsku deildinni sem og láta leiki fara fram fyrir framan luktar dyr. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi áhyggjur af Ólympíuleikunum sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar. Ólympíuleikarnir eiga að standa yfir frá 24. júlí til 9. ágúst. Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, ræddi við fjölmiðla í tilefni af stöðunni nú þegar aðeins rúmir fjórar mánuðir eru í að Ólympíuleikarnir eiga að hefjast. Ólympíuleikarnir áttu ekki að vera til umræðu heldur viðbragðsáætlun vegna kórónuveirunnar. Kato var spurður út í ráðstafanir stjórnvalda í Japans vegna kórónuveirunnar, hvort að þau ætluðu að auka eftirlit, gefa fólki tækifæri á að vinna meira að heiman eða gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum. Japanskir blaðamenn nýttu líka tækifærið til að forvitnast um stöðuna á Ólympíuleikunum eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Áhyggjur af áhrifum kórónaveirunnar á ÓL í sumar „Þú nefnir Ólympíuleikanna í Tókýó en við erum að tala um daginn i dag. Ólympíuleikarnir eru í júlí og þetta er ekki rétti tíminn til að ræða aðgerðir vegna þeirra. Það er of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum. Okkar stefna í dag er að gera ráðstafanir vegna stöðunnar í dag og það strax,“ sagði Katsunobu Kato. „Í mörgum tilfellum hafa sýktir aðilar varla smitað neinn í kringum sig. Það eru hins vegar önnur tilfelli þar sem sumir hafa sýkt marga. Í vissum tilfellum er smithætta þegar þú talar við fólk nálægt þér þótt að enginn hósti eða hnerri,“ sagði Kato. Það eru engar áætlanir um að fresta eða aflýsa Ólympíuleikunum en Asscciated Press hefur eftir Dick Pound, meðlimi í Alþjóðaólympíunefndinni, að hann telji það réttast að taka ákvörðun um slíkt innan við þremur mánuðum fyrir leikana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira
Kórónuveiran er þegar farinn að hafa mikil áhrif á íþróttaheiminn, fjölda íþróttaviðburðum hefur verið frestað í Kína og nú síðast hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft bæði að fresta leikjum í ítölsku deildinni sem og láta leiki fara fram fyrir framan luktar dyr. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi áhyggjur af Ólympíuleikunum sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar. Ólympíuleikarnir eiga að standa yfir frá 24. júlí til 9. ágúst. Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, ræddi við fjölmiðla í tilefni af stöðunni nú þegar aðeins rúmir fjórar mánuðir eru í að Ólympíuleikarnir eiga að hefjast. Ólympíuleikarnir áttu ekki að vera til umræðu heldur viðbragðsáætlun vegna kórónuveirunnar. Kato var spurður út í ráðstafanir stjórnvalda í Japans vegna kórónuveirunnar, hvort að þau ætluðu að auka eftirlit, gefa fólki tækifæri á að vinna meira að heiman eða gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum. Japanskir blaðamenn nýttu líka tækifærið til að forvitnast um stöðuna á Ólympíuleikunum eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Áhyggjur af áhrifum kórónaveirunnar á ÓL í sumar „Þú nefnir Ólympíuleikanna í Tókýó en við erum að tala um daginn i dag. Ólympíuleikarnir eru í júlí og þetta er ekki rétti tíminn til að ræða aðgerðir vegna þeirra. Það er of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum. Okkar stefna í dag er að gera ráðstafanir vegna stöðunnar í dag og það strax,“ sagði Katsunobu Kato. „Í mörgum tilfellum hafa sýktir aðilar varla smitað neinn í kringum sig. Það eru hins vegar önnur tilfelli þar sem sumir hafa sýkt marga. Í vissum tilfellum er smithætta þegar þú talar við fólk nálægt þér þótt að enginn hósti eða hnerri,“ sagði Kato. Það eru engar áætlanir um að fresta eða aflýsa Ólympíuleikunum en Asscciated Press hefur eftir Dick Pound, meðlimi í Alþjóðaólympíunefndinni, að hann telji það réttast að taka ákvörðun um slíkt innan við þremur mánuðum fyrir leikana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira