Gáfu Landspítalanum fimmtán öndunarvélar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2020 15:54 Reykjavík vetur Vísir/Vilhelm Landspítalanum bárust síðdegis fimmtán öndunarvélar til notkunar á Landspítalanum. Um er að ræða gjöf sem berst frá Bandaríkjunum að frumkvæði Íslendinga ytra sem vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir gjöfina gríðarlega mikilvæga í undirbúningi á spítalanum sem stendur sem allra hæst vegna kórónuveirunnar. „Þær voru að lenda hjá okkur fyrir nokkrum mínútum. Það er beinlínis verið að opna pakkana,“ segir Anna Sigrún. 26 öndunarvélar eru á gjörgæsludeild Landspítalans fyrir og útboð vegna nýrra öndunarvéla, þrjátíu talsins, stendur yfir. Barátta er að markaðnum eðli máls samkvæmt enda kórónuveirufaraldur um allan heim og heilbrigðisyfirvöld í hörðum slag um tækjabúnað. Gjöfin inniheldur þrjár öndunarvélar til notkunar á gjörgæslu og tólf sem hægt er að nota á almennum deildum. Þá munu fimm öndunarvélar til notkunar á gjörgæslu bætast við á næstunni. Kærkomin gjöf og gott betur. Anna Sigrún segir að öndunarvélarnar séu af gerð sem hafi áður verið í notkun á spítalanum. Sem skipti máli og auðveldi allt. Nú sé verið að yfirfara vélarnar og ganga úr skugga um að allir íhlutir séu á sínum stað svo hægt verði að taka þær í notkun þegar þörf krefur. Hinir gjafmildu, sem eru að stofninum til íslenskir að sögn Önnu Sigrúnar, vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Viðkomandi hafi farið í þetta verkefni að frumkvæði, leitað uppi vélar og fundu. Þær bárust svo í dag. „Þetta skiptir okkur miklu máli. Við erum ljónheppin!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var talið að allar öndunarvélarnar fimmtán væru fyrir gjörgæslu. Þá liggur nú fyrir að fimm öndunarvélar bætast við á næstunni og stefnir því í heildargjöf upp á átta öndunarvélar fyrir gjörgæslu og tólf til notkunar á almennri deild. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Landspítalanum bárust síðdegis fimmtán öndunarvélar til notkunar á Landspítalanum. Um er að ræða gjöf sem berst frá Bandaríkjunum að frumkvæði Íslendinga ytra sem vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir gjöfina gríðarlega mikilvæga í undirbúningi á spítalanum sem stendur sem allra hæst vegna kórónuveirunnar. „Þær voru að lenda hjá okkur fyrir nokkrum mínútum. Það er beinlínis verið að opna pakkana,“ segir Anna Sigrún. 26 öndunarvélar eru á gjörgæsludeild Landspítalans fyrir og útboð vegna nýrra öndunarvéla, þrjátíu talsins, stendur yfir. Barátta er að markaðnum eðli máls samkvæmt enda kórónuveirufaraldur um allan heim og heilbrigðisyfirvöld í hörðum slag um tækjabúnað. Gjöfin inniheldur þrjár öndunarvélar til notkunar á gjörgæslu og tólf sem hægt er að nota á almennum deildum. Þá munu fimm öndunarvélar til notkunar á gjörgæslu bætast við á næstunni. Kærkomin gjöf og gott betur. Anna Sigrún segir að öndunarvélarnar séu af gerð sem hafi áður verið í notkun á spítalanum. Sem skipti máli og auðveldi allt. Nú sé verið að yfirfara vélarnar og ganga úr skugga um að allir íhlutir séu á sínum stað svo hægt verði að taka þær í notkun þegar þörf krefur. Hinir gjafmildu, sem eru að stofninum til íslenskir að sögn Önnu Sigrúnar, vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Viðkomandi hafi farið í þetta verkefni að frumkvæði, leitað uppi vélar og fundu. Þær bárust svo í dag. „Þetta skiptir okkur miklu máli. Við erum ljónheppin!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var talið að allar öndunarvélarnar fimmtán væru fyrir gjörgæslu. Þá liggur nú fyrir að fimm öndunarvélar bætast við á næstunni og stefnir því í heildargjöf upp á átta öndunarvélar fyrir gjörgæslu og tólf til notkunar á almennri deild.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira