Fréttir

Hlíðarfjalli og öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrar lokað

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Hlíðarfjalli
Frá Hlíðarfjalli Akureyri.is

Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli og öllum öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar hefur verið lokað vegna tilmæla frá sóttvarnarlækni. Lokunin mun standa á meðan að á samkomubanni og takmarkanir á skólastarfi gilda. Ekki mun þó þurfa að loka sundlaugum.

Samkomubann hefur verið í gildi á Íslandi frá mánudeginum síðasta en fyrr í dag gáfu ÍSÍ og UMFÍ út sameiginlega yfirlýsingu þar sem greint var frá því að allt íþróttastarfi skuli fellt niður.

Samtök skíðasvæða brugðust í dag við yfirlýsingunni með eigin yfirlýsingu. „Því miður tilkynnist hér með að allar skíðalyftur og brekkur frá þeim loka frá og með deginum í dag og mun sú lokun vara meðan á samkomubanni stendur," segir í sameiginlegri yfirlýsingu skíðasvæðanna.

„Þetta er áfall jafnt fyrir okkur sem reka skíðasvæðin sem og viðskiptavini okkar en við vonumst til að allir sýni þessu skilning og þolinmæði."

Þetta þýðir að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður lokað á meðan samkomubanni stendur, að frátöldum göngubrautum, og sama gildir um öll önnur íþróttamannvirki Akureyrarbæjar, að sundlaugum frátöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×