Hamar telur ákvörðun KKÍ ólöglega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 13:30 Maté Dalmay, þjálfari Hamars, sagði stjórn KKÍ til syndanna í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Körfuknattleiksdeild Hamars telur ákvörðun Körfuknattleikssambands Íslands ólöglega en sambandið ákvað að keppni í körfubolta hér á landi yrði ekki kláruð. Þýddi það að Hamar fór ekki upp í Domino´s deild karla sem allt stefndi í. Þjálfari Hamars, Maté Dalmay, hefur látið skoðun sína á málinu í ljós. Þar á meðal í Sportinu í dag, þætti sem Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýra á Stöð 2 Sport. Þar sagði hann meðal annars eftirfarandi: „Mér finnst eðlilegt að taka sér svolítið langan tíma í svona ákvörðun. Ræða þetta fram og til baka og kasta hugmyndum á milli sín eins og allar deildir í heimi eru að gera. Það liggur ekkert á að taka þessa ákvörðun. Það eru sjö mánuðir í næsta tímabil. Mér finnst langeðlilegast ef formenn allra liða væru á þessum fundi og menn komist að niðurstöðu þar sem allir taka eitthvað högg á sig í staðinn fyrir að láta Grindavík kvenna og Hamar karla taka allt höggið á sig á meðan allir hinir eru grenjandi úr hlátri.“ „Stundum er talað um að taka bestu verstu ákvörðunina. Þetta var versta versta ákvörðunin. Þetta er ekki eins og Hannes [S. Jónsson, formaður KKÍ] talaði um í fjölmiðlum, rosalega erfið og ósanngjörn ákvörðun. Þetta er ekki erfið eða ósanngjörn ákvörðun fyrir neinn. Það er enginn rökstuðningur á bak við þetta, engar útskýringar. Þetta bitnar ekkert á öllum. Þetta bitnar bara á okkur og Grindavík kvenna.“ Nú hefur stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars tekið undir með þjálfara liðsins en tilkynninguna má lesa hér að neðan. Tilkynning Hamars Í tilefni ákvörðunar stjórnar KKÍ um lok keppnistímabilsins 2019/2020 í körfuknattleik. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars lýsir yfir óánægju sinni með ákvörðun stjórnar KKÍ um það hvernig keppnistímabilinu 2019/2020 er lokið. Við fordæmum vinnubrögð stjórnar KKÍ, úrslit eiga að ráðast á leikvelli en ekki við fundarborð KKÍ. Ákvörðun stjórnar KKÍ er að okkar mati ólögleg. Við hvetjum stjórn KKÍ til að endurskoða ákvörðun sína. Með vinsemd og verðingu f.h. körfuknattleiksdeildar Hamars Lárus Ingi Friðfinnsson, formaður Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Sportið í dag Hveragerði Tengdar fréttir Kjartan Atli: Hefði núllað þetta tímabil út Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. 20. mars 2020 14:00 „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Hamars telur ákvörðun Körfuknattleikssambands Íslands ólöglega en sambandið ákvað að keppni í körfubolta hér á landi yrði ekki kláruð. Þýddi það að Hamar fór ekki upp í Domino´s deild karla sem allt stefndi í. Þjálfari Hamars, Maté Dalmay, hefur látið skoðun sína á málinu í ljós. Þar á meðal í Sportinu í dag, þætti sem Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýra á Stöð 2 Sport. Þar sagði hann meðal annars eftirfarandi: „Mér finnst eðlilegt að taka sér svolítið langan tíma í svona ákvörðun. Ræða þetta fram og til baka og kasta hugmyndum á milli sín eins og allar deildir í heimi eru að gera. Það liggur ekkert á að taka þessa ákvörðun. Það eru sjö mánuðir í næsta tímabil. Mér finnst langeðlilegast ef formenn allra liða væru á þessum fundi og menn komist að niðurstöðu þar sem allir taka eitthvað högg á sig í staðinn fyrir að láta Grindavík kvenna og Hamar karla taka allt höggið á sig á meðan allir hinir eru grenjandi úr hlátri.“ „Stundum er talað um að taka bestu verstu ákvörðunina. Þetta var versta versta ákvörðunin. Þetta er ekki eins og Hannes [S. Jónsson, formaður KKÍ] talaði um í fjölmiðlum, rosalega erfið og ósanngjörn ákvörðun. Þetta er ekki erfið eða ósanngjörn ákvörðun fyrir neinn. Það er enginn rökstuðningur á bak við þetta, engar útskýringar. Þetta bitnar ekkert á öllum. Þetta bitnar bara á okkur og Grindavík kvenna.“ Nú hefur stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars tekið undir með þjálfara liðsins en tilkynninguna má lesa hér að neðan. Tilkynning Hamars Í tilefni ákvörðunar stjórnar KKÍ um lok keppnistímabilsins 2019/2020 í körfuknattleik. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars lýsir yfir óánægju sinni með ákvörðun stjórnar KKÍ um það hvernig keppnistímabilinu 2019/2020 er lokið. Við fordæmum vinnubrögð stjórnar KKÍ, úrslit eiga að ráðast á leikvelli en ekki við fundarborð KKÍ. Ákvörðun stjórnar KKÍ er að okkar mati ólögleg. Við hvetjum stjórn KKÍ til að endurskoða ákvörðun sína. Með vinsemd og verðingu f.h. körfuknattleiksdeildar Hamars Lárus Ingi Friðfinnsson, formaður
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Sportið í dag Hveragerði Tengdar fréttir Kjartan Atli: Hefði núllað þetta tímabil út Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. 20. mars 2020 14:00 „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Kjartan Atli: Hefði núllað þetta tímabil út Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. 20. mars 2020 14:00
„Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44
Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00
Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti