Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 10:12 Frá Vík í Mýrdal í morgun. Sigurður Sigurbjörnsson Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. „Milli klukkan sex og sjö var svona hálfs stigs frost en síðan hefur hitastigið hækkað eins og spáin var,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri. Úrhelli hefur verið í Vík með þeim afleiðingum að Vegagerðin og bæjarstarfsmenn eiga fullt í fangi með að reyna að skila vatninu í niðurföll. „Það var mjög snjóþungt í morgun og gríðarlegur vatnselgur núna.“ Sigurður segir eitthvað um laskaðar rafmagnslínur í Mýrdalnum og rafmagn er keyrt á varaafli í bænum. „Fólk þarf að spara rafmagnið því álagið er mikið,“ segir varðstjórinn. Allir leggi sig fram um að halda rafmagninu gangandi. Hótelin í Vík voru full í nótt af fólki sem átti flest hvað ekki bókaða gistingu heldur komst einfaldlega ekki lengra en í Vík vegna veðursins. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í félagsheimilinu Leikskálum á níunda tímanum í gærkvöldi. 22 gistu í stöðinni í nótt. Sigurður telur veðrinu hægt og rólega vera að slota. Munur sé á því sem var snemma í morgun og núna. Lítið sé um skemmdir á svæðinu að frátöldum rafmagnsstaurum sem einhverjir eru laskaðir. Meira hafi verið um útköll í nágrenni Hellu og Hvolsvelli í morgun. Áttu myndir sem eru lýsandi fyrir stöðu mála í Vík? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. „Milli klukkan sex og sjö var svona hálfs stigs frost en síðan hefur hitastigið hækkað eins og spáin var,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri. Úrhelli hefur verið í Vík með þeim afleiðingum að Vegagerðin og bæjarstarfsmenn eiga fullt í fangi með að reyna að skila vatninu í niðurföll. „Það var mjög snjóþungt í morgun og gríðarlegur vatnselgur núna.“ Sigurður segir eitthvað um laskaðar rafmagnslínur í Mýrdalnum og rafmagn er keyrt á varaafli í bænum. „Fólk þarf að spara rafmagnið því álagið er mikið,“ segir varðstjórinn. Allir leggi sig fram um að halda rafmagninu gangandi. Hótelin í Vík voru full í nótt af fólki sem átti flest hvað ekki bókaða gistingu heldur komst einfaldlega ekki lengra en í Vík vegna veðursins. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í félagsheimilinu Leikskálum á níunda tímanum í gærkvöldi. 22 gistu í stöðinni í nótt. Sigurður telur veðrinu hægt og rólega vera að slota. Munur sé á því sem var snemma í morgun og núna. Lítið sé um skemmdir á svæðinu að frátöldum rafmagnsstaurum sem einhverjir eru laskaðir. Meira hafi verið um útköll í nágrenni Hellu og Hvolsvelli í morgun. Áttu myndir sem eru lýsandi fyrir stöðu mála í Vík? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira