Tvískinnungur náttúruverndarsinnans Ágúst Bjarni Garðarson skrifar 14. febrúar 2020 08:00 Rekstur álversins í Straumsvík hefur gengið erfiðlega undanfarin ár. Um það hefur verið fjallað og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa vitað af þeirri stöðu. Nú hyggst eigandi álversins, Rio Tinto, hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi sinni. Þar er allt undir, m.a. framleiðsluminnkun og möguleg lokun fyrirtækisins. Ljóst er að sú staða sem nú er uppi er grafalvarleg og ber stjórnvöldum hreinlega skylda til að líta málið alvarlegum augum og taka á því af festu og ábyrgð gangvart íslensku samfélagi. Landsvirkjun er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið að það myndi „vitanlega létta álverinu róðurinn ef raforkuverðið í samningnum við Landsvirkjun yrði lækkað.“ Jafnframt segir Sigurður að hann sjái ekki ástæðu fyrir Landsvirkjun að slá af verðinu út frá viðskiptalegu sjónarhorni. Hér er rétt að hafa í huga að; Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Kína leggur undir sig markaðinn Í ljós hefur komið að Kínverjar hafa lagt undir sig meira en helming allrar álframleiðslu í heiminum. Það má sjá á öllum tölum, en hlutdeild Kína í álframleiðslu var 10% árið 2010 en árið 2019 var hlutdeild þeirra komin upp í 56%. Þessi þróun er ekki góð þegar horft er til loftslagsmála þar sem flest álver í Kína eru knúin kolum, á meðan raforka á Íslandi er framleidd með vatnsafli. Ýmsir umhverfisskattar hafa verið lagðir á fyrirtæki í Evrópu vegna útblásturs á meðan kínverskir framleiðendur þurfa ekki að greiða slíka skatta. Þetta og hár raforkukostnaður hefur gert samkeppnisstöðuna erfiða gagnvart Kína. Það má því með réttu segja að aukin umhverfisvitund almennings í heiminum og skilningur stjórnvalda á Íslandi á þeim aðstæðum sem nú eru uppi séu það eina sem geti bjargað framleiðendum hér á landi. Náttúruverndarsinni veður villu vegar Í álverinu í Straumsvík starfa um 400 starfsmenn með ólíka menntun og reynslu, auk fjölda afleiddra starfa. Það gefur því auga leið að fyrirtækið er samfélaginu mikilvægt. Ál snertir okkar daglega líf með ýmsum hætti, m.a. notað í farartæki, byggingar og raftæki. Álverið í Straumsvík hefur verið til mikillar fyrirmyndar í umhverfismálum, m.a. fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að innleiða umhverfisstjórnun skv. ISO14001, er með grænt bókhald og hafa fengið verðlaun Umhverfisráðuneytisins fyrir að ganga lengra í umhverfismálum en lög í landinu gera ráð fyrir. Umhverfisvænt ál er því framleitt á Íslandi; ál sem ellegar væri framleitt annars staðar. Tómas Guðbjartsson læknir hefur farið mikinn í umræðunni um álverið í Straumsvík, talað af yfirlæti og í raun niður til þeirra fjölmörgu sem hjá álverinu starfa. Er gott mál ef 400 einstaklingar missa vinnuna? Er gott mál ef samfélagið verður af milljörðum í sameiginlega sjóði okkar? Að lokum; samrýmist það málflutningi og sjónarmiðum náttúruverndarsinnans að hvetja til aukinnar álframleiðslu á svæðum sem menga jafnvel tífalt á við það sem gerist hér á landi. Hún er oft furðuleg þessi umhverfispólitík. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Rekstur álversins í Straumsvík hefur gengið erfiðlega undanfarin ár. Um það hefur verið fjallað og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa vitað af þeirri stöðu. Nú hyggst eigandi álversins, Rio Tinto, hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi sinni. Þar er allt undir, m.a. framleiðsluminnkun og möguleg lokun fyrirtækisins. Ljóst er að sú staða sem nú er uppi er grafalvarleg og ber stjórnvöldum hreinlega skylda til að líta málið alvarlegum augum og taka á því af festu og ábyrgð gangvart íslensku samfélagi. Landsvirkjun er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið að það myndi „vitanlega létta álverinu róðurinn ef raforkuverðið í samningnum við Landsvirkjun yrði lækkað.“ Jafnframt segir Sigurður að hann sjái ekki ástæðu fyrir Landsvirkjun að slá af verðinu út frá viðskiptalegu sjónarhorni. Hér er rétt að hafa í huga að; Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Kína leggur undir sig markaðinn Í ljós hefur komið að Kínverjar hafa lagt undir sig meira en helming allrar álframleiðslu í heiminum. Það má sjá á öllum tölum, en hlutdeild Kína í álframleiðslu var 10% árið 2010 en árið 2019 var hlutdeild þeirra komin upp í 56%. Þessi þróun er ekki góð þegar horft er til loftslagsmála þar sem flest álver í Kína eru knúin kolum, á meðan raforka á Íslandi er framleidd með vatnsafli. Ýmsir umhverfisskattar hafa verið lagðir á fyrirtæki í Evrópu vegna útblásturs á meðan kínverskir framleiðendur þurfa ekki að greiða slíka skatta. Þetta og hár raforkukostnaður hefur gert samkeppnisstöðuna erfiða gagnvart Kína. Það má því með réttu segja að aukin umhverfisvitund almennings í heiminum og skilningur stjórnvalda á Íslandi á þeim aðstæðum sem nú eru uppi séu það eina sem geti bjargað framleiðendum hér á landi. Náttúruverndarsinni veður villu vegar Í álverinu í Straumsvík starfa um 400 starfsmenn með ólíka menntun og reynslu, auk fjölda afleiddra starfa. Það gefur því auga leið að fyrirtækið er samfélaginu mikilvægt. Ál snertir okkar daglega líf með ýmsum hætti, m.a. notað í farartæki, byggingar og raftæki. Álverið í Straumsvík hefur verið til mikillar fyrirmyndar í umhverfismálum, m.a. fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að innleiða umhverfisstjórnun skv. ISO14001, er með grænt bókhald og hafa fengið verðlaun Umhverfisráðuneytisins fyrir að ganga lengra í umhverfismálum en lög í landinu gera ráð fyrir. Umhverfisvænt ál er því framleitt á Íslandi; ál sem ellegar væri framleitt annars staðar. Tómas Guðbjartsson læknir hefur farið mikinn í umræðunni um álverið í Straumsvík, talað af yfirlæti og í raun niður til þeirra fjölmörgu sem hjá álverinu starfa. Er gott mál ef 400 einstaklingar missa vinnuna? Er gott mál ef samfélagið verður af milljörðum í sameiginlega sjóði okkar? Að lokum; samrýmist það málflutningi og sjónarmiðum náttúruverndarsinnans að hvetja til aukinnar álframleiðslu á svæðum sem menga jafnvel tífalt á við það sem gerist hér á landi. Hún er oft furðuleg þessi umhverfispólitík. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun