Rússneski herinn aðstoðar Ítali í baráttunni við veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2020 09:58 Ítalskir hermenn á vaktinni vegna veirunnar um miðjan mánuðinn. Vísir/getty Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. Þá mun Ítölum byrja að berast aðstoð frá rússneska hernum í baráttunni við veiruna í dag. Aðgerðir hafa jafnframt verið hertar svo um munar í Langbarðalandi, sem farið hefur verst allra héraða á Ítalíu út úr faraldrinum. Ástandið á Ítalíu hefur versnað hratt síðustu vikur. Sjúkrahús eru yfirfull og í gær var tilkynnt um 793 dauðsföll af völdum veirunnar. Alls hafa því nær fimm þúsund látið lífið vegna veirunnar á Ítalíu. Ekki hafa fleiri dauðsföll vegna veirunnar verið skráð í landinu á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst þar fyrir um mánuði. Sjá einnig: Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu tilkynnti um hertar aðgerðir stjórnvalda gegn faraldrinum í ávarpi til ítölsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Hann sagði stöðuna sem upp er komin nú þá alvarlegustu sem Ítalir hefðu staðið frammi fyrir síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þá fyrirskipaði hann lokun allrar „ónauðsynlegrar“ starfsemi fram til 3. apríl næstkomandi hið minnsta. Nákvæm útfærsla á þessum hertu reglum verður kynnt í dag. Þá kvað hann verða tryggt að matvöruverslanir og apótek yrðu áfram opin. Öll íþróttaiðkun bönnuð Einnig var tilkynnt að Rússar myndu senda hermenn sína til Ítalíu í baráttunni við veiruna. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræddi við Conte í gær og bauð fram aðstoð í formi sérfræðinga og farartækja sem sinnt geta sótthreinsun. Þá hefur öll íþróttaiðkun verið bönnuð utandyra í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur allra verst út úr faraldrinum. Bannið á jafnt við um íþróttaiðkun einstaklinga og hópa. Þá hefur notkun sjálfsala einnig verið bönnuð. Allar framkvæmdir í héraðinu hafa einnig verið stöðvaðar, fyrir utan sjúkrahúsframkvæmdir og vegavinnu. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir 793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27 Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. Þá mun Ítölum byrja að berast aðstoð frá rússneska hernum í baráttunni við veiruna í dag. Aðgerðir hafa jafnframt verið hertar svo um munar í Langbarðalandi, sem farið hefur verst allra héraða á Ítalíu út úr faraldrinum. Ástandið á Ítalíu hefur versnað hratt síðustu vikur. Sjúkrahús eru yfirfull og í gær var tilkynnt um 793 dauðsföll af völdum veirunnar. Alls hafa því nær fimm þúsund látið lífið vegna veirunnar á Ítalíu. Ekki hafa fleiri dauðsföll vegna veirunnar verið skráð í landinu á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst þar fyrir um mánuði. Sjá einnig: Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu tilkynnti um hertar aðgerðir stjórnvalda gegn faraldrinum í ávarpi til ítölsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Hann sagði stöðuna sem upp er komin nú þá alvarlegustu sem Ítalir hefðu staðið frammi fyrir síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þá fyrirskipaði hann lokun allrar „ónauðsynlegrar“ starfsemi fram til 3. apríl næstkomandi hið minnsta. Nákvæm útfærsla á þessum hertu reglum verður kynnt í dag. Þá kvað hann verða tryggt að matvöruverslanir og apótek yrðu áfram opin. Öll íþróttaiðkun bönnuð Einnig var tilkynnt að Rússar myndu senda hermenn sína til Ítalíu í baráttunni við veiruna. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræddi við Conte í gær og bauð fram aðstoð í formi sérfræðinga og farartækja sem sinnt geta sótthreinsun. Þá hefur öll íþróttaiðkun verið bönnuð utandyra í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur allra verst út úr faraldrinum. Bannið á jafnt við um íþróttaiðkun einstaklinga og hópa. Þá hefur notkun sjálfsala einnig verið bönnuð. Allar framkvæmdir í héraðinu hafa einnig verið stöðvaðar, fyrir utan sjúkrahúsframkvæmdir og vegavinnu.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir 793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27 Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27
Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05
Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15