Innlent

Fýkur ofan af sýslumanni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björgunarsveitarfólk reyndi að koma böndum á þak sýslumannsins.
Björgunarsveitarfólk reyndi að koma böndum á þak sýslumannsins. Vísir/jkj

Björgunarsveitarfólk berst nú við fjúkandi þakplötur í Hlíðarsmára í Kópavogi, þar sem sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er til húsa. Fréttamaður okkar var þar rétt fyrir klukkan átta og fylgdist með því þegar reynt var að ná tökum á hluta þakklæðningarinnar sem hafði losnað í mesta hvassviðrinu.

Fleiri þakklæðingar hafa fokið á höfuðborgarsvæðinu; til að mynda á Barónsstíg í miðborginni, á Kjalarnesi og jafnframt hefur þurft að bregðast við fjúkandi þakplötum af Urriðaholtsskóla í Garðabæ. Engar upplýsingar hafa borist um slys á fólki.

Bálhvasst er í efri byggðum og rétt að taka viðvaranir alvarlega. Gert er ráð fyrir að mesta óveðrið muni ganga niður á höfuðborgarsvæðinu um hádegi. Áfram verða þó appelsínugular viðvaranir í gildi á öllu landinu.

Fréttastofan greinir frá öllum nýjustu vendingum í rauntíma í Óveðursvaktinni.

Björgunarsveitarfólk setur sig í stellingar á bílastæðinu.Vísir/jkj
Lagt af stað.vísir/jkj
Komnir inn og byrjaðir að græja öryggisbúnaðinn.Vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Stefnir í eldingar á Suðausturlandi og aðra lægð á morgun

Fjöldi eldinga hafa mæst handan veðurskilanna suður af landinu og eru líkur á að þeirra verði vart á Suðausturlandi þegar skilin ganga þar yfir. Víða er nú rok eða "ofsaveður og fárviðri“ á nokkrum stöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×