568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 11:00 Mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans síðustu vikur. Vísir/vilhelm Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því í gær. Aldrei hefur verið eins mikil aukning í greindum smitum á einum sólarhring. 6.340 einstaklingar eru nú í sóttkví hér á landi samkvæmt upplýsingum á síðunni og eru tólf nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Þá er 22 batnað og hafa 1.066 lokið sóttkví. Alls hafa 10.118 sýni nú verið tekin. Einungis 350 sýni voru greind í gær og hafa ekki færri sýni verið rannsökuð eftir að Íslensk erfðagreining hóf skimun sína fyrir veirunni. Þar af voru einungis þrjátíu sýni greind hjá fyrirtækinu í gær. Tekin var ákvörðun um að hægja á skimuninni tímabundið vegna skorts á veirupinnum sem nauðsynlegir eru til að taka sýnin. Mjög hátt hlutfall þeirra sýna sem voru í gær rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans reyndust jákvæð eða hátt í þrjátíu prósent. Hefðbundinn upplýsingafundur almannavarna hefst klukkan 14 í Skógarhlíð og verður fundinum streymt hér á Vísi. Fram kom í gær að hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldursins verði kynntar nú um helgina. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi í gær. Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Ríkisstjórnin fundar um þær aðgerðir nú síðdegis. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. 22. mars 2020 11:05 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Fella úr gildi leyfi til að hýsa hælisleitendur í JL-húsinu Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Sjá meira
Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því í gær. Aldrei hefur verið eins mikil aukning í greindum smitum á einum sólarhring. 6.340 einstaklingar eru nú í sóttkví hér á landi samkvæmt upplýsingum á síðunni og eru tólf nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Þá er 22 batnað og hafa 1.066 lokið sóttkví. Alls hafa 10.118 sýni nú verið tekin. Einungis 350 sýni voru greind í gær og hafa ekki færri sýni verið rannsökuð eftir að Íslensk erfðagreining hóf skimun sína fyrir veirunni. Þar af voru einungis þrjátíu sýni greind hjá fyrirtækinu í gær. Tekin var ákvörðun um að hægja á skimuninni tímabundið vegna skorts á veirupinnum sem nauðsynlegir eru til að taka sýnin. Mjög hátt hlutfall þeirra sýna sem voru í gær rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans reyndust jákvæð eða hátt í þrjátíu prósent. Hefðbundinn upplýsingafundur almannavarna hefst klukkan 14 í Skógarhlíð og verður fundinum streymt hér á Vísi. Fram kom í gær að hertar aðgerðir almannavarna vegna faraldursins verði kynntar nú um helgina. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi í gær. Þá má gera ráð fyrir að þær taki gildi strax í vikunni sem framundan er. Ríkisstjórnin fundar um þær aðgerðir nú síðdegis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. 22. mars 2020 11:05 Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19 Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Fella úr gildi leyfi til að hýsa hælisleitendur í JL-húsinu Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Sjá meira
Ríkisstjórnin fundar um hertar veiruaðgerðir síðdegis Hertar aðgerðir stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar verða væntanlega kynntar í dag og taka gildi á miðnætti á morgun. 22. mars 2020 11:05
Tryggja að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir vilja vekja athygli á því og undirstrika að tryggt verður að matvöruverslanir og apótek haldist opin í hertu samkomubanni. 22. mars 2020 08:19
Hertar aðgerðir vegna veirunnar kynntar í kvöld eða á morgun Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum á upplýsingafundi vegna veirunnar í dag. 21. mars 2020 14:44