Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. mars 2020 12:25 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. Samkomubann hefur verið hert í Eyjum, búist er við röskun á skólahaldi þar á morgun og Eyjamaður var fluttur með sjúkraflugi vegna kórónuveiruveikinda. Þá eru smitin sem þar hafa greinst úr mismunandi áttum. Sextán ný tilfelli veirunnar greindust í Vestmannaeyjum í gær. Alls eru smitin í Eyjum nú orðin 27 talsins og voru næstum 400 Eyjamenn í sóttkví í gærkvöldi. Einum einstaklingi sem sýni var tekið hjá í fyrradag hrakaði í gær og var flogið með hann á Landspítalann með sjúkraflugvél. Vegna fjölda smita í Vestmannaeyjum hafa reglur um samkomubann þar verið hertar, allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir og tóku reglurnar gildi klukkan sex í gærkvöldi. „Við höfum séð það síðustu viku, þar er náttúrulega bara ein vika frá fyrsta staðfesta smitinu í Vestmannaeyjum, að þessi 27 smit eru að koma úr mismunandi áttum og þess vegna höfum við ákveðið að bregðast við því og takmarka útbreiðsluna eins mikið og við mögulega getum,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaejum. Meðal hinna smituðu er kennari og nemandi í 10 bekk. Páley segir að skólahald muni raskast á morgun og að nánari útfærsla verði kynnt síðar í dag. „Breytingar á skólunum kalla auðvitað á mjög mikla vinnu fyrir skólastjórnendur, kennara og fleiri. Það er verið að vinna í þessu núna og breytingarnar verða kynntar þegar þær liggja fyrir,“ segir Páley. Frá Vestmannaeyjum, þar sem samkomubann hefur verið hert verulega. Grunnskólabörn voru beðin um að halda sig heima um helgina. „Það fannst smit hjá kennara í yngri barna skólanum þannig að öll börn í 1. til 4 bekk voru sett í svokallaða úrvinnslukví um helgina. Þau voru öll beðin um að virða það og halda sig bara heima og forðast samneyti við aðra,“ segir Páley. Í framhaldinu voru sendir út spurningalistar til foreldra barna í 1 til 4 bekk um einkenni og var svörun nánast 100 prósent. „Í kjölfarið á því komu einhverjir tugir, bæði börn með einhvers konar veikindaeinkenni en ekki endilega á grundvelli þessarar veiru, og eins foreldrar sem voru skönnuð í gær og í morgun. Sýnin verða trúlega rannsökuð í dag og niðurstaðan kannski liggja fyrir í kvöld,“ segir Páley en ferð Herjólfs var frestað í morgun til að ferja sýnin til rannsóknar í Reykjavík. Páley undristrikar að aðgerðum sem gripið er til er ætlað að draga úr útbreiðslunni. „Við verðum öll að taka höndum saman í því, virða allar leiðbeiningarreglur og taka þessu alvarlega. Því annars fer þetta af stað eins og dæmin hafa sýnt sig. Við viljum ekki að fleiri veikist og það er okkar helst markmið, að reyna að hefta útbreiðsluna. Við biðjum allan almenning í að hjálpa okkur í því,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Herjólfur Tengdar fréttir Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Sjá meira
Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. Samkomubann hefur verið hert í Eyjum, búist er við röskun á skólahaldi þar á morgun og Eyjamaður var fluttur með sjúkraflugi vegna kórónuveiruveikinda. Þá eru smitin sem þar hafa greinst úr mismunandi áttum. Sextán ný tilfelli veirunnar greindust í Vestmannaeyjum í gær. Alls eru smitin í Eyjum nú orðin 27 talsins og voru næstum 400 Eyjamenn í sóttkví í gærkvöldi. Einum einstaklingi sem sýni var tekið hjá í fyrradag hrakaði í gær og var flogið með hann á Landspítalann með sjúkraflugvél. Vegna fjölda smita í Vestmannaeyjum hafa reglur um samkomubann þar verið hertar, allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir og tóku reglurnar gildi klukkan sex í gærkvöldi. „Við höfum séð það síðustu viku, þar er náttúrulega bara ein vika frá fyrsta staðfesta smitinu í Vestmannaeyjum, að þessi 27 smit eru að koma úr mismunandi áttum og þess vegna höfum við ákveðið að bregðast við því og takmarka útbreiðsluna eins mikið og við mögulega getum,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaejum. Meðal hinna smituðu er kennari og nemandi í 10 bekk. Páley segir að skólahald muni raskast á morgun og að nánari útfærsla verði kynnt síðar í dag. „Breytingar á skólunum kalla auðvitað á mjög mikla vinnu fyrir skólastjórnendur, kennara og fleiri. Það er verið að vinna í þessu núna og breytingarnar verða kynntar þegar þær liggja fyrir,“ segir Páley. Frá Vestmannaeyjum, þar sem samkomubann hefur verið hert verulega. Grunnskólabörn voru beðin um að halda sig heima um helgina. „Það fannst smit hjá kennara í yngri barna skólanum þannig að öll börn í 1. til 4 bekk voru sett í svokallaða úrvinnslukví um helgina. Þau voru öll beðin um að virða það og halda sig bara heima og forðast samneyti við aðra,“ segir Páley. Í framhaldinu voru sendir út spurningalistar til foreldra barna í 1 til 4 bekk um einkenni og var svörun nánast 100 prósent. „Í kjölfarið á því komu einhverjir tugir, bæði börn með einhvers konar veikindaeinkenni en ekki endilega á grundvelli þessarar veiru, og eins foreldrar sem voru skönnuð í gær og í morgun. Sýnin verða trúlega rannsökuð í dag og niðurstaðan kannski liggja fyrir í kvöld,“ segir Páley en ferð Herjólfs var frestað í morgun til að ferja sýnin til rannsóknar í Reykjavík. Páley undristrikar að aðgerðum sem gripið er til er ætlað að draga úr útbreiðslunni. „Við verðum öll að taka höndum saman í því, virða allar leiðbeiningarreglur og taka þessu alvarlega. Því annars fer þetta af stað eins og dæmin hafa sýnt sig. Við viljum ekki að fleiri veikist og það er okkar helst markmið, að reyna að hefta útbreiðsluna. Við biðjum allan almenning í að hjálpa okkur í því,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjar Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Herjólfur Tengdar fréttir Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Sjá meira
Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34
Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28
Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48
Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45