„Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Atli Ísleifsson skrifar 23. mars 2020 07:48 Andrea Sigurðardóttir segir að fólk í ferðinni hafi verið vel meðvitað um smitvarnir. Getty Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. Þetta segir Andrea í pistli á Facebook í gær þar sem hún fer yfir ferðina og bendir á nauðsyn þess að smitaðir verði ekki fyrir aðkasti til að betur sé hægt að læra af reynslu annarra. Um reyndan útivistarhóp var að ræða þar sem með í för voru meðal annars Róbert Marshall, nýráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, og eiginkona hans Brynhildur Ólafsdóttir. Þá voru parið Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður, og Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, í hópnum. Andrea segir að neikvæðar athugasemdir og sleggjudómar fólks fái ekki á sig sjálfa, en hún hafi áhyggjur af því að slík orðræða verði þess valdandi að annað fólk sem smitast miðli síður sinni reynslu, af ótta við að verða fyrir opinberri skömm. Þannig fáum við sem samfélag ekki tækifæri til að læra af reynslu þeirra sem fyrir smiti verða. Reiða fólk:* Við vorum komin norður áður en samkomubann var svo mikið sem kynnt * Við fórum að öllu með gát, engar beinar snertingar, handþvottur og sprittun*Þessi mikla aukning sem við sjáum núna var ekki í gangi á þessum tíma*Það er auðvelt að vera vitur eftir á — AndreaSigurðardóttir (@andreasig) March 21, 2020 „Ég vona að við sem samfélag getum staðið saman og stutt hvert annað, sérstaklega okkar viðkvæmustu hópa. Gerum okkar besta til að hefta útbreiðslu, forðumst sleggjudóma gagnvart náunganum, leiðbeinum heldur hverju öðru og drögum lærdóm af því sem betur má fara,“ segir Andrea. Sjá einnig. Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Í færslunni fer Andrea yfir málavexti og segir að þegar hópurinn lagði land undir fót hafi ekki búið að kynna samkomubann. Leiðbeiningarnar hafi verið að forðast snertingar, þvo hendur vel og reglulega og spritta. Útbreiðslan hafi ekki verið mikil í samfélaginu. „Á þessum tímapunkti sáum við ekki sérstaka áhættu í því að fara í um 20 manna hóp að ganga um á gönguskíðum. Ferðast á einkabílum, og gist í sér herbergjum. Smitdreifing í samfélaginu, tilmæli og leiðbeiningar gáfu ekki tilefni til annars. En eins og alltaf, það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Andrea. Allir voru meðvitaðir um smitvarnir Andrea segir alla í hópnum hafa verið meðvitaða um smitvarnir. Fólk hafi heilsast með brosi, þvegið hendur og nýtt sér sprittbrúsa á hótelinu fyrir og eftir mat. Andrea segir hópinn hafa gleymt sér og stillt sér upp í nokkurra sekúndna myndatöku í fallegu sólsetri. „Við reyndum að gæta fjarlægðar, en við, líkt og aðrir, vorum og erum að aðlagast nýjum leikreglum. Við erum mannleg og stundum máttum við gera betur. Í jarðböðunum upplifðum við undurfagurt sólsetur og hlupum þá til og stilltum okkur upp á mynd í nokkrar sekúndur, augnabliks hugsunarleysi í hita leiksins. Það var ekki dæmigert fyrir hegðun okkar í ferðinni þó einhverjir vilji mála það upp þannig. Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla,“ segir Andrea. Andrea var í viðtali í Harmageddon síðastliðinn föstudag þar sem hún ræddi ferðina. Ekki orðið smituð við nokkurra sekúndna myndatöku Andrea segir ljóst að svo útbreitt smit hafi ekki orðið við nokkurra sekúndna myndatöku. „Það varð varla þegar við vorum á skíðum með nóg bil á milli og fólk með klæði fyrir vitum sér. Mín kenning, sem aðrir mér fróðari hafa tekið undir, er morgunverðarhlaðborð á hótelinu. Við inngang sprittar fólk sig og aftur á útleið. Hins vegar vorum við þar, innan um aðra ferðamenn og gesti hótelsins, notuðum sömu áhöld í hlaðborðinu og skárum af sama brauðinu. Maður hugsaði ekki út í þetta þá, en eftir á að hyggja var þetta ávísun á útbreiðslu smits ef einhver hótelgestur hefur verið sýktur,“ segir í færslunni. Áfram heldur hún: „Sama hvað maður þvoði hendur, sprittaði og gætti að fjarlægð, þá voru það þessir litlu hlutir sem maður kveikir ekki endilega á en eru svo augljósir þegar litið er til baka. Þessir litlu sameiginlegu snertifletir. Þessir litlu sameiginlegu snertifletir eru allt í kringum okkur. Við erum öll að aðlagast nýjum leikreglum og við og aðrir munum misstíga okkur, því getum við ekki breytt. Við getum þó valið að læra af reynslunni,“ segir Andrea. Lesa má færsluna í heild sinni að neðan. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og útivistarmaður, hrósar Andreu fyrir að stíga fram og deila reynslu sinni. „Margir fjallavinir mínir fóru í fjallgönguskíðaferð til Mývatns um sl. helgi- allt afar hraust fólk sem var mjög meðvitað um smithættu af völdum Covid-19. Samt smituðutust 20 af 24 í hópnum og sumir urðu alvarlega veikir,“ segir Tómas. „Þessi frásögn sýnir hversu fjári smitandi Covid-19 er og að ALLIR verði að sýna ítrustu gát. Þannig hefur Ferðafélag Íslands í kjölfarið blásið af allar ferðir og fók ætti að takmarka umgengi við annað fólk - líka ungir og hraustir einstaklingar. Ef þetta hefði verið eldra fólk og viðkvæmt - hefði getað farið illa. Frásögn Andreu hefur því mikið forvarnargildi -og ber að hrósa henni fyrir að taka skrefið og þora að stíga fram. Það er ekki sjálfgefið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. Þetta segir Andrea í pistli á Facebook í gær þar sem hún fer yfir ferðina og bendir á nauðsyn þess að smitaðir verði ekki fyrir aðkasti til að betur sé hægt að læra af reynslu annarra. Um reyndan útivistarhóp var að ræða þar sem með í för voru meðal annars Róbert Marshall, nýráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, og eiginkona hans Brynhildur Ólafsdóttir. Þá voru parið Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður, og Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, í hópnum. Andrea segir að neikvæðar athugasemdir og sleggjudómar fólks fái ekki á sig sjálfa, en hún hafi áhyggjur af því að slík orðræða verði þess valdandi að annað fólk sem smitast miðli síður sinni reynslu, af ótta við að verða fyrir opinberri skömm. Þannig fáum við sem samfélag ekki tækifæri til að læra af reynslu þeirra sem fyrir smiti verða. Reiða fólk:* Við vorum komin norður áður en samkomubann var svo mikið sem kynnt * Við fórum að öllu með gát, engar beinar snertingar, handþvottur og sprittun*Þessi mikla aukning sem við sjáum núna var ekki í gangi á þessum tíma*Það er auðvelt að vera vitur eftir á — AndreaSigurðardóttir (@andreasig) March 21, 2020 „Ég vona að við sem samfélag getum staðið saman og stutt hvert annað, sérstaklega okkar viðkvæmustu hópa. Gerum okkar besta til að hefta útbreiðslu, forðumst sleggjudóma gagnvart náunganum, leiðbeinum heldur hverju öðru og drögum lærdóm af því sem betur má fara,“ segir Andrea. Sjá einnig. Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Í færslunni fer Andrea yfir málavexti og segir að þegar hópurinn lagði land undir fót hafi ekki búið að kynna samkomubann. Leiðbeiningarnar hafi verið að forðast snertingar, þvo hendur vel og reglulega og spritta. Útbreiðslan hafi ekki verið mikil í samfélaginu. „Á þessum tímapunkti sáum við ekki sérstaka áhættu í því að fara í um 20 manna hóp að ganga um á gönguskíðum. Ferðast á einkabílum, og gist í sér herbergjum. Smitdreifing í samfélaginu, tilmæli og leiðbeiningar gáfu ekki tilefni til annars. En eins og alltaf, það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Andrea. Allir voru meðvitaðir um smitvarnir Andrea segir alla í hópnum hafa verið meðvitaða um smitvarnir. Fólk hafi heilsast með brosi, þvegið hendur og nýtt sér sprittbrúsa á hótelinu fyrir og eftir mat. Andrea segir hópinn hafa gleymt sér og stillt sér upp í nokkurra sekúndna myndatöku í fallegu sólsetri. „Við reyndum að gæta fjarlægðar, en við, líkt og aðrir, vorum og erum að aðlagast nýjum leikreglum. Við erum mannleg og stundum máttum við gera betur. Í jarðböðunum upplifðum við undurfagurt sólsetur og hlupum þá til og stilltum okkur upp á mynd í nokkrar sekúndur, augnabliks hugsunarleysi í hita leiksins. Það var ekki dæmigert fyrir hegðun okkar í ferðinni þó einhverjir vilji mála það upp þannig. Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla,“ segir Andrea. Andrea var í viðtali í Harmageddon síðastliðinn föstudag þar sem hún ræddi ferðina. Ekki orðið smituð við nokkurra sekúndna myndatöku Andrea segir ljóst að svo útbreitt smit hafi ekki orðið við nokkurra sekúndna myndatöku. „Það varð varla þegar við vorum á skíðum með nóg bil á milli og fólk með klæði fyrir vitum sér. Mín kenning, sem aðrir mér fróðari hafa tekið undir, er morgunverðarhlaðborð á hótelinu. Við inngang sprittar fólk sig og aftur á útleið. Hins vegar vorum við þar, innan um aðra ferðamenn og gesti hótelsins, notuðum sömu áhöld í hlaðborðinu og skárum af sama brauðinu. Maður hugsaði ekki út í þetta þá, en eftir á að hyggja var þetta ávísun á útbreiðslu smits ef einhver hótelgestur hefur verið sýktur,“ segir í færslunni. Áfram heldur hún: „Sama hvað maður þvoði hendur, sprittaði og gætti að fjarlægð, þá voru það þessir litlu hlutir sem maður kveikir ekki endilega á en eru svo augljósir þegar litið er til baka. Þessir litlu sameiginlegu snertifletir. Þessir litlu sameiginlegu snertifletir eru allt í kringum okkur. Við erum öll að aðlagast nýjum leikreglum og við og aðrir munum misstíga okkur, því getum við ekki breytt. Við getum þó valið að læra af reynslunni,“ segir Andrea. Lesa má færsluna í heild sinni að neðan. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og útivistarmaður, hrósar Andreu fyrir að stíga fram og deila reynslu sinni. „Margir fjallavinir mínir fóru í fjallgönguskíðaferð til Mývatns um sl. helgi- allt afar hraust fólk sem var mjög meðvitað um smithættu af völdum Covid-19. Samt smituðutust 20 af 24 í hópnum og sumir urðu alvarlega veikir,“ segir Tómas. „Þessi frásögn sýnir hversu fjári smitandi Covid-19 er og að ALLIR verði að sýna ítrustu gát. Þannig hefur Ferðafélag Íslands í kjölfarið blásið af allar ferðir og fók ætti að takmarka umgengi við annað fólk - líka ungir og hraustir einstaklingar. Ef þetta hefði verið eldra fólk og viðkvæmt - hefði getað farið illa. Frásögn Andreu hefur því mikið forvarnargildi -og ber að hrósa henni fyrir að taka skrefið og þora að stíga fram. Það er ekki sjálfgefið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent