„Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. mars 2020 11:30 Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir framkvæmdastjóri Hugarheims segir hugarfarið skipta mestu máli þannig að sóttkví verðu ekki of streituvaldandi. Vísir/Vilhelm Á sjöunda þúsund manns eru nú í sóttkví samkvæmt tölum upplýsingasíðunnar Covid.is. Sumir í sóttkví vinna að heiman á meðan aðrir geta það ekki. Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir framkvæmdastjóri Hugarheims, segir að fólk geti gert ýmislegt til að draga úr þessari streitu. Aðalmálið er að stýra hugarfarinu. „Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ spyr Ragnheiður. Að sögn Ragnheiðar er einn af áhrifaríku streituvöldunum sá að „hafa ekki stjórn“ á einhverju í nærumhverfi sínu. „Þannig er staða okkar allra í dag, við höfum mjög takmarkaða stjórn á því hverjum við mætum dags daglega og hver mögulega gæti verið COVID beri,“ segir Ragnheiður og bætir við „Að sjálfsögðu reynum við að forðast samkomur og fjölmenni, reynum að sleppa því að snerta hluti í almannafæri en stundum sama hversu varlega við förum þá erum við alltaf í áhættu.“ Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði. Hún hefur unnið sem ráðgjafi og handleiðari frá árinu 2010 og rekur nú fyrirtækið Hugarheim þar sem hún þjónustar stjórnendur og vinnustaði þegar kemur að huglægum- og félagslegum áhættuþáttum innan vinnustaða. Ragnheiður segir langvarandi streitu veikja ónæmiskerfið okkar. Þetta þýðir að þeir sem hafa verið undir mikilli streitu í langan tíma eru útsettari fyrir því að veikjast. Á tímum eins og nú, er því mikilvægt að reyna að draga úr streitunni eins og við getum. Til dæmis streitu sem fólk upplifir í sóttkví. „Þegar örlögin taka völdin þá þýðir ekkert að reyna að berjast gegn þeim, það sem skiptir mestu máli er að tileinka sér æðruleysi. Sumu getur maður breytt og öðru ekki, þannig að tileinkaðu þér hugarfarið að sætta þig við það sem þú færð ekki breytt,“ segir Ragnheiður. En hvaða ráð getur þú gefið fólki sem nú er í sóttkví? „Ef þú ert í sóttkví þá hefur þú val að velta þér upp úr því og tileinka þér neikvætt viðhorf, tuða og vera eins og rispuð plata í hverju símtali af öðru, eða tileinka þér jákvætt hugarfar og sjá tækifærin í því að vera í sóttkví. Sóttkví er besta leiðin til streitulosunar, hvíldar og endurnæringar“ segir Ragnheiður. Margir geta ekki unnið að heiman í sóttkví en Ragnheiður mælir með því að sá hópur fólks reyni að hafa eitthvað fyrir stafni og finni sér verkefni til að sinna „Svo má ekki gleyma að vorhreingerningin er eitthvað á „to do“ listanum, hvernig væri að ljúka bara við hana? Taka skápana í gegn, henda hlutum sem þú hefur ekki notað í mörg ár. Dusta rykið af púsluspilinu sem er ennþá í plastinu. Skrifa kort til þeirra sem þér þykir vænt um. Hringja símtöl sem hafa setið á hakanum. Taka til í tölvunni. Ráðast í bókabunkann sem bíður á náttborðinu. Tala nú ekki um bílskúrinn eða geymsluna?“ Allt snýst þetta um hugarfarið og því sé langbest að hugsa sóttkvínna sem jákvætt tækifæri. Sættu þig við stöðuna, gerðu gott úr henni og njóttu þess að hafa tíma fyrir þig LOKSINS! Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki auka á stressið að óþörfu Við erum nógu stressuð fyrir og óþarfi að auka á streituna með því að falla í þessar þrjár algengu gryfjur. 16. mars 2020 13:00 Er erfitt að vinna fyrir áhyggjum? Átta góð ráð Mörgum finnst erfitt að einbeita sér að vinnutengdum verkefnum nú í upphafi samgöngubanns og miðjum kórónufaraldri. 16. mars 2020 09:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Á sjöunda þúsund manns eru nú í sóttkví samkvæmt tölum upplýsingasíðunnar Covid.is. Sumir í sóttkví vinna að heiman á meðan aðrir geta það ekki. Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir framkvæmdastjóri Hugarheims, segir að fólk geti gert ýmislegt til að draga úr þessari streitu. Aðalmálið er að stýra hugarfarinu. „Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ spyr Ragnheiður. Að sögn Ragnheiðar er einn af áhrifaríku streituvöldunum sá að „hafa ekki stjórn“ á einhverju í nærumhverfi sínu. „Þannig er staða okkar allra í dag, við höfum mjög takmarkaða stjórn á því hverjum við mætum dags daglega og hver mögulega gæti verið COVID beri,“ segir Ragnheiður og bætir við „Að sjálfsögðu reynum við að forðast samkomur og fjölmenni, reynum að sleppa því að snerta hluti í almannafæri en stundum sama hversu varlega við förum þá erum við alltaf í áhættu.“ Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði. Hún hefur unnið sem ráðgjafi og handleiðari frá árinu 2010 og rekur nú fyrirtækið Hugarheim þar sem hún þjónustar stjórnendur og vinnustaði þegar kemur að huglægum- og félagslegum áhættuþáttum innan vinnustaða. Ragnheiður segir langvarandi streitu veikja ónæmiskerfið okkar. Þetta þýðir að þeir sem hafa verið undir mikilli streitu í langan tíma eru útsettari fyrir því að veikjast. Á tímum eins og nú, er því mikilvægt að reyna að draga úr streitunni eins og við getum. Til dæmis streitu sem fólk upplifir í sóttkví. „Þegar örlögin taka völdin þá þýðir ekkert að reyna að berjast gegn þeim, það sem skiptir mestu máli er að tileinka sér æðruleysi. Sumu getur maður breytt og öðru ekki, þannig að tileinkaðu þér hugarfarið að sætta þig við það sem þú færð ekki breytt,“ segir Ragnheiður. En hvaða ráð getur þú gefið fólki sem nú er í sóttkví? „Ef þú ert í sóttkví þá hefur þú val að velta þér upp úr því og tileinka þér neikvætt viðhorf, tuða og vera eins og rispuð plata í hverju símtali af öðru, eða tileinka þér jákvætt hugarfar og sjá tækifærin í því að vera í sóttkví. Sóttkví er besta leiðin til streitulosunar, hvíldar og endurnæringar“ segir Ragnheiður. Margir geta ekki unnið að heiman í sóttkví en Ragnheiður mælir með því að sá hópur fólks reyni að hafa eitthvað fyrir stafni og finni sér verkefni til að sinna „Svo má ekki gleyma að vorhreingerningin er eitthvað á „to do“ listanum, hvernig væri að ljúka bara við hana? Taka skápana í gegn, henda hlutum sem þú hefur ekki notað í mörg ár. Dusta rykið af púsluspilinu sem er ennþá í plastinu. Skrifa kort til þeirra sem þér þykir vænt um. Hringja símtöl sem hafa setið á hakanum. Taka til í tölvunni. Ráðast í bókabunkann sem bíður á náttborðinu. Tala nú ekki um bílskúrinn eða geymsluna?“ Allt snýst þetta um hugarfarið og því sé langbest að hugsa sóttkvínna sem jákvætt tækifæri. Sættu þig við stöðuna, gerðu gott úr henni og njóttu þess að hafa tíma fyrir þig LOKSINS!
Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki auka á stressið að óþörfu Við erum nógu stressuð fyrir og óþarfi að auka á streituna með því að falla í þessar þrjár algengu gryfjur. 16. mars 2020 13:00 Er erfitt að vinna fyrir áhyggjum? Átta góð ráð Mörgum finnst erfitt að einbeita sér að vinnutengdum verkefnum nú í upphafi samgöngubanns og miðjum kórónufaraldri. 16. mars 2020 09:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Ekki auka á stressið að óþörfu Við erum nógu stressuð fyrir og óþarfi að auka á streituna með því að falla í þessar þrjár algengu gryfjur. 16. mars 2020 13:00
Er erfitt að vinna fyrir áhyggjum? Átta góð ráð Mörgum finnst erfitt að einbeita sér að vinnutengdum verkefnum nú í upphafi samgöngubanns og miðjum kórónufaraldri. 16. mars 2020 09:00