Vinnueftirlitið sendir út leiðbeiningar á óvissutímum Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. mars 2020 13:00 Mikilvægt er að huga að líðan starfsmanna og samstarfsfélaga segir í leiðbeiningum frá Vinnueftirlitinu. Vísir/Getty Vinnueftirlitið sendir nú út leiðbeiningar til fyrirtækja vegna þeirrar óvissu sem skapast hefur í kjölfar kórónuveirunnar. Segir í leiðbeiningum að þær aðstæður sem uppi eru geti skapað andrúmsloft blandið óvissu og óöryggi. „Þess vegna er mikilvægt að hver og einn hugi að eigin líðan og líðan annarra á vinnustaðnum“ segir meðal annars. Sérstaklega er á það bent að kvíði og fjárhagsáhyggjur geti dregið úr afköstum starfsfólks. Í leiðbeiningum eru stjórnendur hvattir til þess að stuðla að góðu og uppörvandi andrúmslofti og jákvæð samskipti á vinnustaðnum. „Að sýna gott fordæmi, vera til staðar fyrir samstarfsfólk, þegar á þarf að halda, og veita félagslegan stuðning getur virst smávægilegt en er í raun og veru stórt framlag til vinnustaðarins,“ segir í texta. Þá eru stjórnendur eru hvattir til að hafa samráð við starfsfólk um lausnir og úrræði „Mikilvægt er að starfsfólk finni að á það sé hlustað og það hafi möguleika á að taka þátt í ákvörðunum sem varða störf þeirra, ekki síst þegar á móti blæs.“ Huga ber að þeim sem standa höllum fæti Sérstaklega er hvatt til þess að huga að hópum sem standa höllum fæti „Á hverjum vinnustað er einnig brýnt að hugað sé að þeim sem höllum fæti standa af einhverjum ástæðum. Það getur átt við skuldsett fólk, erlenda starfsmenn, fólk með fötlun eða langvinna sjúkdóma, ungt starfsfólk og einstæða foreldra,“ segir í leiðbeiningum. Þar segir jafnframt að taka þurfi tillit til mismunandi vinnufærni starfsmanna og stuðla að því að fólk með skerta vinnugetu fái að halda störfum sínum. „Taka ber tillit til mismunandi vinnufærni starfsmanna og stuðla að því fólk með skerta vinnugetu fái haldið störfum sínum á vinnumarkaði og komið aftur til starfa eftir slys eða veikindi, hvort sem þau eru andleg og/eða líkamlegs eðlis. Gott er að hafa í huga að jafnvægi sé milli krafna og úrræða á vinnustöðum.“ Áherslur og forvarnir Meðal atriða sem sögð eru mikilvæg að leggja áherslu á er meðal annarra góð upplýsingamiðlun, vandaðir stjórnunarhættir og skilningur. Þá fylgir listi atriða sem tillögur að forvörnum: • Stefna fyrirtækis og hlutverk starfsmanna séu skýr. • Markvissri og ábyrgri upplýsingagjöf þannig að óþarfa óvissu sé eytt. • Starfsmannafundir séu nýttir til að ýta undir uppbyggilega umræðu um stöðu mála og leitað eftir hugmyndum starfsmanna um það sem betur mætti fara. • Höfð sé milliganga um að veita ráðgjöf þeim sem á þurfa að halda. • Vinnan sé skipulögð þannig að kröfur til starfsmanna séu hóflegar, þ.e. hvorki of miklar né of litlar. • Allir starfsmenn hafi tækifæri til að taka virkan þátt í umræðum og ákvörðunum, sem tengjast heilsu og öryggi á vinnustaðnum, og geti haft frumkvæði að úrbótum. • Á vinnustaðnum sé stuðlað að góðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs. • Stjórnendur sýni gott fordæmi hvað varðar samskipti og ábyrga stjórnunarhætti. • Hugað sé að vinnu- og hvíldartíma starfsfólks. Afköst og gæði í vinnu aukast ekki samfara lengri vinnutíma. • Stjórnendum og starfsfólki sé veittur félagslegur stuðningur. • Tengsl séu efld milli vinnustaðar og þess samfélags sem hann tilheyrir. Stuðla skal að því að á vinnustaðnum sé stutt við og starfað með samtökum sem vinna að umbótum á sviði heilbrigðis-, félags-, menningarog velferðarmála. Leiðbeiningarnar í heild sinni má lesa hér. Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30 Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Vinnueftirlitið sendir nú út leiðbeiningar til fyrirtækja vegna þeirrar óvissu sem skapast hefur í kjölfar kórónuveirunnar. Segir í leiðbeiningum að þær aðstæður sem uppi eru geti skapað andrúmsloft blandið óvissu og óöryggi. „Þess vegna er mikilvægt að hver og einn hugi að eigin líðan og líðan annarra á vinnustaðnum“ segir meðal annars. Sérstaklega er á það bent að kvíði og fjárhagsáhyggjur geti dregið úr afköstum starfsfólks. Í leiðbeiningum eru stjórnendur hvattir til þess að stuðla að góðu og uppörvandi andrúmslofti og jákvæð samskipti á vinnustaðnum. „Að sýna gott fordæmi, vera til staðar fyrir samstarfsfólk, þegar á þarf að halda, og veita félagslegan stuðning getur virst smávægilegt en er í raun og veru stórt framlag til vinnustaðarins,“ segir í texta. Þá eru stjórnendur eru hvattir til að hafa samráð við starfsfólk um lausnir og úrræði „Mikilvægt er að starfsfólk finni að á það sé hlustað og það hafi möguleika á að taka þátt í ákvörðunum sem varða störf þeirra, ekki síst þegar á móti blæs.“ Huga ber að þeim sem standa höllum fæti Sérstaklega er hvatt til þess að huga að hópum sem standa höllum fæti „Á hverjum vinnustað er einnig brýnt að hugað sé að þeim sem höllum fæti standa af einhverjum ástæðum. Það getur átt við skuldsett fólk, erlenda starfsmenn, fólk með fötlun eða langvinna sjúkdóma, ungt starfsfólk og einstæða foreldra,“ segir í leiðbeiningum. Þar segir jafnframt að taka þurfi tillit til mismunandi vinnufærni starfsmanna og stuðla að því að fólk með skerta vinnugetu fái að halda störfum sínum. „Taka ber tillit til mismunandi vinnufærni starfsmanna og stuðla að því fólk með skerta vinnugetu fái haldið störfum sínum á vinnumarkaði og komið aftur til starfa eftir slys eða veikindi, hvort sem þau eru andleg og/eða líkamlegs eðlis. Gott er að hafa í huga að jafnvægi sé milli krafna og úrræða á vinnustöðum.“ Áherslur og forvarnir Meðal atriða sem sögð eru mikilvæg að leggja áherslu á er meðal annarra góð upplýsingamiðlun, vandaðir stjórnunarhættir og skilningur. Þá fylgir listi atriða sem tillögur að forvörnum: • Stefna fyrirtækis og hlutverk starfsmanna séu skýr. • Markvissri og ábyrgri upplýsingagjöf þannig að óþarfa óvissu sé eytt. • Starfsmannafundir séu nýttir til að ýta undir uppbyggilega umræðu um stöðu mála og leitað eftir hugmyndum starfsmanna um það sem betur mætti fara. • Höfð sé milliganga um að veita ráðgjöf þeim sem á þurfa að halda. • Vinnan sé skipulögð þannig að kröfur til starfsmanna séu hóflegar, þ.e. hvorki of miklar né of litlar. • Allir starfsmenn hafi tækifæri til að taka virkan þátt í umræðum og ákvörðunum, sem tengjast heilsu og öryggi á vinnustaðnum, og geti haft frumkvæði að úrbótum. • Á vinnustaðnum sé stuðlað að góðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs. • Stjórnendur sýni gott fordæmi hvað varðar samskipti og ábyrga stjórnunarhætti. • Hugað sé að vinnu- og hvíldartíma starfsfólks. Afköst og gæði í vinnu aukast ekki samfara lengri vinnutíma. • Stjórnendum og starfsfólki sé veittur félagslegur stuðningur. • Tengsl séu efld milli vinnustaðar og þess samfélags sem hann tilheyrir. Stuðla skal að því að á vinnustaðnum sé stutt við og starfað með samtökum sem vinna að umbótum á sviði heilbrigðis-, félags-, menningarog velferðarmála. Leiðbeiningarnar í heild sinni má lesa hér.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30 Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30
Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00