Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Icelandair tilkynnti í dag að tvö hundruð og fjörutíu manns yrði sagt upp hjá félaginu. Þá verður starfshlutfall flestra starfsmanna skert og laun fyrir fullt starf lækkuð verulega. Fjallað verður um þetta og rætt við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Í fréttatímanum, sem verður eins og alltaf í opinni dagskrá, skoðum við líka áhrif þess að samkomubann verður hert í kvöld og fjöllum um nýjustu fréttir af kórónuveirunni innanlands sem utan. Þannig segir sóttvarnarlæknir til dæmis áhyggjuefni hve fáir pinnar séu til á landinu til að prófa fyrir kórónuveirunni, en í skoðun er að framleiða þá hérlendis.

Í Kompás sem sýndur verður á Vísi í fyrramálið verður svo rætt við fjóra af þeim nær sex hundruð Íslendingum sem verið hafa í einangrun hér á landi síðustu vikur eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×