„Erum töluvert fjær nýjum þjóðarleikvangi núna en fyrir nokkrum vikum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2020 07:00 Lárus Blöndal var gestur Sportið í dag í gær. vísir/skjáskot Lárus Blöndal, formaður ÍSÍ, segir að sérsamböndin séu fjær því að fá nýjan þjóðarleikvang nú en fyrir nokkrum vikum síðan. Þar sé kórónuveiran stærsta skýringin. Mikið hefur verið rætt og ritað um nýjan þjóðaleikvang. Handbolta og körfuboltalandsliðin eru á undanþágu frá EHF og FIBA og búningsklefarnir og önnur umgengis aðstaða á Laugardalsvelli er ekki boðleg. Lárus var gestur þáttarins Sportið í dag hjá þeim Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í gær þar sem hann var spurður út í stöðuna á nýjum þjóðarleikvangi. „Ég hef þá trú á að þeir sem komi að þessu; frá ríki og borg eða sveitarfélagi hafi verulegan áhuga á því að gera bragarbót í þessum málum. Við getum hins vegar sagt að við erum töluvert fjær því núna en við vorum fyrir nokkrum vikum.“ „Við erum með starfshópa varðandi þjóðarleikvang fyrir handbolta og körfubolta og innanhúsíþróttir. Ég hef rætt þetta við bæði ráðherra og fleiri. Það er ljóst að ríkið er að fara í mjög erfiða og mikla dýfu í sínum málum. Það er ljóst að það verður mikið tekjutap hjá ríkinu á þessu ári.“ „Það mun nema 100-200 milljörðum og svo er kostnaður við þessar aðgerðir risa peningar. Það er augljóst að þetta setur málið í aðeins aðra stöðu. Ég held að menn muni taka þetta mál upp þegar um hægist eftir þennan farald.“ Klippa: Sportið í dag: Lárus Blöndal um nýjan þjóðarleikvang Lárus var spurður að því hvað honum finndist besta lausnin í þessu öllu saman. Hvort það væri best að búa til einn risa leikvang fyrir allar íþróttirnar eða skipta þessu niður? „Ég held að það hljóti að vera skoðað áður en menn ráðist í þessar framkvæmdir. Það er lógískt og hagvkæmara að byggja eitt hús en fleiri, það þarf þó samt ekki endilega vera þannig. Þetta hefur eitthvað verið skoðað en spurningin er hvað samnýtist og það er ljóst að einhvern hluta er hægt að nýta saman.“ „Þetta er verkefni sem þarf að ýta úr vör. Það hefur verið mikil vinna hjá KSÍ og þeir eru komnir töluvert langt með sitt. Hin vinnan er á byrjunarreit. Menn eru að skoða hús af þeirri stærðargráðu sem við erum að tala um; körfu-, handboltann og innanhús íþróttirnar.“ Lárus fór svo ítarlega yfir hús sem hafa verið byggð í Noregi og einnig afhverju þessi vinna væri ekki fyrir löngu komin lenra á veg. Innslagið má sjá hér að ofan. Laugardalsvöllur Reykjavík KSÍ Sportið í dag Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Lárus Blöndal, formaður ÍSÍ, segir að sérsamböndin séu fjær því að fá nýjan þjóðarleikvang nú en fyrir nokkrum vikum síðan. Þar sé kórónuveiran stærsta skýringin. Mikið hefur verið rætt og ritað um nýjan þjóðaleikvang. Handbolta og körfuboltalandsliðin eru á undanþágu frá EHF og FIBA og búningsklefarnir og önnur umgengis aðstaða á Laugardalsvelli er ekki boðleg. Lárus var gestur þáttarins Sportið í dag hjá þeim Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í gær þar sem hann var spurður út í stöðuna á nýjum þjóðarleikvangi. „Ég hef þá trú á að þeir sem komi að þessu; frá ríki og borg eða sveitarfélagi hafi verulegan áhuga á því að gera bragarbót í þessum málum. Við getum hins vegar sagt að við erum töluvert fjær því núna en við vorum fyrir nokkrum vikum.“ „Við erum með starfshópa varðandi þjóðarleikvang fyrir handbolta og körfubolta og innanhúsíþróttir. Ég hef rætt þetta við bæði ráðherra og fleiri. Það er ljóst að ríkið er að fara í mjög erfiða og mikla dýfu í sínum málum. Það er ljóst að það verður mikið tekjutap hjá ríkinu á þessu ári.“ „Það mun nema 100-200 milljörðum og svo er kostnaður við þessar aðgerðir risa peningar. Það er augljóst að þetta setur málið í aðeins aðra stöðu. Ég held að menn muni taka þetta mál upp þegar um hægist eftir þennan farald.“ Klippa: Sportið í dag: Lárus Blöndal um nýjan þjóðarleikvang Lárus var spurður að því hvað honum finndist besta lausnin í þessu öllu saman. Hvort það væri best að búa til einn risa leikvang fyrir allar íþróttirnar eða skipta þessu niður? „Ég held að það hljóti að vera skoðað áður en menn ráðist í þessar framkvæmdir. Það er lógískt og hagvkæmara að byggja eitt hús en fleiri, það þarf þó samt ekki endilega vera þannig. Þetta hefur eitthvað verið skoðað en spurningin er hvað samnýtist og það er ljóst að einhvern hluta er hægt að nýta saman.“ „Þetta er verkefni sem þarf að ýta úr vör. Það hefur verið mikil vinna hjá KSÍ og þeir eru komnir töluvert langt með sitt. Hin vinnan er á byrjunarreit. Menn eru að skoða hús af þeirri stærðargráðu sem við erum að tala um; körfu-, handboltann og innanhús íþróttirnar.“ Lárus fór svo ítarlega yfir hús sem hafa verið byggð í Noregi og einnig afhverju þessi vinna væri ekki fyrir löngu komin lenra á veg. Innslagið má sjá hér að ofan.
Laugardalsvöllur Reykjavík KSÍ Sportið í dag Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira