Engin rétt leið að upplifa aðstæður Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 24. mars 2020 08:30 Öryggi er tilfinning sem við leitumst við að finna frá fæðingu. Við prufum okkur áfram í nýjum aðstæðum með því að horfa í augu foreldra okkar og athuga hver svipbrigði þeirra eru. Í framhaldi af því ákveðum við hvort að aðstæður séu öruggar eða óöruggar. Það upplifa ef til vill margir í samfélaginu ákveðið óöryggi í dag. Umhverfið sendir okkur ný skilaboð og þegar að lífið breytist fljótt á stuttum tíma þá er ekki laust við að sumir upplifi óöryggi. Minning um að hafa ekki fundið bílinn í bílakjallara fyrir nokkrum árum með ungri dóttur minni leitar á hugann við þessi skrif. Þegar barnið áttaði sig á því að móðir hennar vissi ekki hvar bíllinn væri þá varð hún óörugg og tjáði áhyggjur af því að bíllinn myndi ekki finnast. Stúlkan stóð frammi fyrir því að móðir hennar sem að hún taldi vita hvar allt væri og hvernig allt væri, vissi ekki um bílinn. Það breytti heimsýn hennar um stund og þá túlkaði hún aðstæður sem óöruggar. Það tók dágóða stund að finna bílinn og er hann fannst þá hvarf áhyggjusvipurinn af barninu eins og dögg fyrir sólu. Þegar að börn alast upp þá halda þau mörg hver að foreldrar sínir séu með hlutina á hreinu og viti allt um lífið. Börn halda að foreldrar upplifi alltaf öryggi eða viti alltaf hvernig þau eiga að bregðast við nýjum aðstæðum. Þegar að mannskepnan er óörugg þá treystir hún því að aðrir viti hvernig hún eigi að haga sér í aðstæðum, þannig hefur hún lifað af í tímans rás. Það er líklegt að einhverjir spyrja sig hvernig eigum við að upplifa og túlka aðstæður eins og þær sem að við stöndum frammi fyrir í dag? Svarið er heldur einfalt, á allskonar hátt. Á tímum sem þessum vitum við oft ekki hvernig við eigum að bregðast við og því horfum til annarra sem að við treystum til að segja okkur hvernig við eigum að túlka aðstæður. Við gætum horft til maka, ættingja, vina, yfirmanna, vinnufélaga, fjölmiðla, stjórnvalda eða heilbrigðisstarfsfólks til að gera okkur grein fyrir því hvernig tilfinningar okkar eiga að vera í þessu samhengi. Margar spurningar vakna sem erfitt er að fá svör við. Eitt er þó víst að engar tvær manneskjur upplifa aðstæður eins. Það hvernig við túlkum heiminn byggist á fyrri reynslu og persónueinkennum. Hver og einn þarf að gera sér grein fyrir því að við erum að ganga í gegnum mismunandi hluti og við vitum ekki hvernig öðrum líður nema einfaldlega að spyrja. Við vitum ekki hversu mikil áhrif þessir dagar og vikur eru að hafa á aðra. Mögulega eru einhverjir að upplifa áhyggjur líkt og stúlkan í bílakjallaranum. Áhyggjur sem að snúa að líkamlegri heilsu, andlegri heilsu, ástvinum, vinnuöryggi, lánum, námi, íþróttaiðkun, fyrirtækjarekstri og fleira. Þær áhyggjur eru skiljanlegar því að morgundagurinn er ófyrirsjáanlegri en áður. Ef til vill upplifa sumir mikla streitu vegna breyttra aðstæðna á heimili, í vinnu, í námi og félagslega. Aðrir upplifa mögulega reiði eða úrræðaleysi yfir því að vera ekki sammála þeim aðgerðum sem gerðar hafa verið sem gætu haft mikil áhrif á framtíðina. Aðrir hafa engar áhyggjur af aðstæðum og treysta því að allt fari á besta veg. Allar þessar túlkanir á eru eðlilegar og skiljanlegar þó að þær séu ekki endilega í samræmi við eigin túlkun eða upplifun. Það sem að við getum gert sem samfélag er að reyna okkar besta að sýna samkennd og umhyggju gagnvart náunganum. Berum virðingu hvort fyrir öðru og berum virðingu fyrir því að upplifa aðstæður mismunandi. Sýnum aðgát, það er engin rétt eða röng leið til þess að bregðast við. Brosum til þeirra sem að við mætum, virðum misjafnar skoðanir og fögnum því hvað við erum dásamlega ólík, hvert og eitt okkar er með sína einstöku sögu. Ef að við værum öll eins væri þessi heimur ekki eins áhugaverður og raun ber vitni. Sumir verðar áhyggjufullir og hræddir þegar að móðirin finnur ekki bílinn í bílakjallaranum, aðrir hafa ekki áhyggjur af því og hugsa að það leynast þá ný ævintýri í að koma sér aftur heim án bílsins. Höfundur er klínískur sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Öryggi er tilfinning sem við leitumst við að finna frá fæðingu. Við prufum okkur áfram í nýjum aðstæðum með því að horfa í augu foreldra okkar og athuga hver svipbrigði þeirra eru. Í framhaldi af því ákveðum við hvort að aðstæður séu öruggar eða óöruggar. Það upplifa ef til vill margir í samfélaginu ákveðið óöryggi í dag. Umhverfið sendir okkur ný skilaboð og þegar að lífið breytist fljótt á stuttum tíma þá er ekki laust við að sumir upplifi óöryggi. Minning um að hafa ekki fundið bílinn í bílakjallara fyrir nokkrum árum með ungri dóttur minni leitar á hugann við þessi skrif. Þegar barnið áttaði sig á því að móðir hennar vissi ekki hvar bíllinn væri þá varð hún óörugg og tjáði áhyggjur af því að bíllinn myndi ekki finnast. Stúlkan stóð frammi fyrir því að móðir hennar sem að hún taldi vita hvar allt væri og hvernig allt væri, vissi ekki um bílinn. Það breytti heimsýn hennar um stund og þá túlkaði hún aðstæður sem óöruggar. Það tók dágóða stund að finna bílinn og er hann fannst þá hvarf áhyggjusvipurinn af barninu eins og dögg fyrir sólu. Þegar að börn alast upp þá halda þau mörg hver að foreldrar sínir séu með hlutina á hreinu og viti allt um lífið. Börn halda að foreldrar upplifi alltaf öryggi eða viti alltaf hvernig þau eiga að bregðast við nýjum aðstæðum. Þegar að mannskepnan er óörugg þá treystir hún því að aðrir viti hvernig hún eigi að haga sér í aðstæðum, þannig hefur hún lifað af í tímans rás. Það er líklegt að einhverjir spyrja sig hvernig eigum við að upplifa og túlka aðstæður eins og þær sem að við stöndum frammi fyrir í dag? Svarið er heldur einfalt, á allskonar hátt. Á tímum sem þessum vitum við oft ekki hvernig við eigum að bregðast við og því horfum til annarra sem að við treystum til að segja okkur hvernig við eigum að túlka aðstæður. Við gætum horft til maka, ættingja, vina, yfirmanna, vinnufélaga, fjölmiðla, stjórnvalda eða heilbrigðisstarfsfólks til að gera okkur grein fyrir því hvernig tilfinningar okkar eiga að vera í þessu samhengi. Margar spurningar vakna sem erfitt er að fá svör við. Eitt er þó víst að engar tvær manneskjur upplifa aðstæður eins. Það hvernig við túlkum heiminn byggist á fyrri reynslu og persónueinkennum. Hver og einn þarf að gera sér grein fyrir því að við erum að ganga í gegnum mismunandi hluti og við vitum ekki hvernig öðrum líður nema einfaldlega að spyrja. Við vitum ekki hversu mikil áhrif þessir dagar og vikur eru að hafa á aðra. Mögulega eru einhverjir að upplifa áhyggjur líkt og stúlkan í bílakjallaranum. Áhyggjur sem að snúa að líkamlegri heilsu, andlegri heilsu, ástvinum, vinnuöryggi, lánum, námi, íþróttaiðkun, fyrirtækjarekstri og fleira. Þær áhyggjur eru skiljanlegar því að morgundagurinn er ófyrirsjáanlegri en áður. Ef til vill upplifa sumir mikla streitu vegna breyttra aðstæðna á heimili, í vinnu, í námi og félagslega. Aðrir upplifa mögulega reiði eða úrræðaleysi yfir því að vera ekki sammála þeim aðgerðum sem gerðar hafa verið sem gætu haft mikil áhrif á framtíðina. Aðrir hafa engar áhyggjur af aðstæðum og treysta því að allt fari á besta veg. Allar þessar túlkanir á eru eðlilegar og skiljanlegar þó að þær séu ekki endilega í samræmi við eigin túlkun eða upplifun. Það sem að við getum gert sem samfélag er að reyna okkar besta að sýna samkennd og umhyggju gagnvart náunganum. Berum virðingu hvort fyrir öðru og berum virðingu fyrir því að upplifa aðstæður mismunandi. Sýnum aðgát, það er engin rétt eða röng leið til þess að bregðast við. Brosum til þeirra sem að við mætum, virðum misjafnar skoðanir og fögnum því hvað við erum dásamlega ólík, hvert og eitt okkar er með sína einstöku sögu. Ef að við værum öll eins væri þessi heimur ekki eins áhugaverður og raun ber vitni. Sumir verðar áhyggjufullir og hræddir þegar að móðirin finnur ekki bílinn í bílakjallaranum, aðrir hafa ekki áhyggjur af því og hugsa að það leynast þá ný ævintýri í að koma sér aftur heim án bílsins. Höfundur er klínískur sálfræðingur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun