Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2020 08:55 Óskar Hrafn situr fastur á Torreveja-svæðinu, í Orehuela-hverfinu en þar er nú allt lokað og fátt við að vera. Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri er fastur á Spáni. Nánar tiltekið á Torreveja-svæðinu, í Orehuela-hverfinu þar sem heitir Sun Golf Beach. Sóttin geisar, Óskar á við öndunarörðugleika að stríða og óttast um líf sitt en líkt og fram hefur komið leggst Covid-19 einkum á öndunarfærin. Óskar Hrafn verður sjötugur 14. maí og áttar sig ekki alveg á því hvernig hann mun halda uppá það. „Í poka kannski. Maður er á sýktu svæði. Ég er með lungnasjúkdóm, þarf ekki annað en fá veiruna og þá er það búið. Já, auðvitað er ég hræddur,“ segir Óskar Hrafn í samtali við Vísi. Fór til Spánar á sínum húsbíl Óskar Hrafn fór út með Norrænu á húsbíl sínum fyrir fjórum mánuðum og átti bókað far heim 24. apríl, þá með Norrænu frá Danmörku. Hann segist vera fjóra daga að keyra þangað frá Spáni. Hann segist hafa flúið fátækt heima – ellilífeyririnn dugar talsvert betur á Spáni en á Íslandi. Íslendingabyggðin á Spáni er orðin stór og Óskar segir fjölmarga landa sína í svipuðum sporum. Óskar Hrafn glímir við lungnasjúkdóm og segir að ef hann fái veiruna þá sé þetta búið.visir/Atli Eftir að farsóttin kom upp hafa landamæri verið að lokast og ríkisstjórnin hvatt fólk til að koma sér heim. Óskar segist gjarnan vilja hlýða því kalli og hann hefði keypt sér flugmiða fyrir 82 þúsund krónur, sem honum þykir vel í lagt, hefði líkast til getað með hjálp dætra sinna náð að skrapa saman fyrir því. En, það sem veldur honum meiri áhyggjum, er í raun óyfirstíganlegt vandamál í hans tilfelli, er svo hvað tekur við? Heimilislaus á Íslandi „Ég er heimilislaus á Íslandi. Ég bjó í húsbílnum við golfvöllinn í Setbergi í Hafnarfirði. Ætlaði þá bara að skilja hann eftir hér á Spáni eins og staðan er. En, ég á að fara í tveggja vikna sóttkví heim kominn. Ég hringdi í utanríkisráðuneytið og spurði hvort ríkið myndi ekki borga hótelherbergi meðan ég væri í sóttkví? Því var algerlega neitað,“ segir Óskar Hrafn. Og lítur þar með á sig sem strandaglóp. Puerto Cabo Roig Ii. Óskar Hrafn er nú fastur á þessum slóðum. Algert útgöngubann ríkir á Spáni, stendur og stræti eru auð.Getty/Carlos Fernández Fernández Hann segir að einhver fulltrúi innan ráðuneytisins hafi reynt að ráða á þessu bót, finna leið þá með að láta reyna á sex mánaða reglu sem dugar í tilfellum sem hans en Óskar Hrafn uppfyllir ekki þau skilyrði. Hann hefur miðað við áætlaða flugferð heim, aðeins verið í fjóra og hálfan mánuð úti á Spáni. Óskar Hrafn segir að hann hafi verið búinn að fá inni hjá vini sínum á Íslandi sem á hótel, þar gæti hann fengið að vera og borga þá bara eins og hann gæti og eftir minni, en það gangi ekki gangvart því að vera í sóttkví. Óskar Hrafn þakkar nú fyrir að hafa ekki keypt flugmiðann, hann ætlar að reyna að þreyja Þorrann þar sem hann er. Og koma þá heim með vorskipunum. Á sínum húsbíl. Spilar golf fyrir allan peninginn Óskar Hrafn er ern og kylfingur af lífi og sál. Hann hefur verið afar duglegur að spila golf í Torreveja sem er sannakallað draumastaður kylfingsins. Þó hann hafi haft húsbíl sinn á Sun Golf Beach, sem er skammt frá hinum fornfræga Villa Martin-golfvelli, hefur hann einkum leikið á Las Ramblas-golfvellinum sem er í grenndinni. Keypti sér þar hálfs árs aðild að klúbbnum og borgar því einungis fimm evrur fyrir hvern hring. Hálfs árs meðlimagjald kostar sitt að sögn Óskars en það fljótt að borga sig þegar menn eru eins duglegir að spila og hann, á hverjum degi og stundum tveir hringir á dag. Þá labbar hann að morgni en fær svo afnot af golfbíl sem vinur hans á seinni partinn. Óskar Hrafn er ákafur kylfingur. Hann hefur að undanförnu verið búsettur í húsbíl sínum sem staðsettur hefur verið við Setbergsvöllinn í Hafnarfirði.visir/jbg „Það er betra að vera meðlimur. Ég stefndi að því að kaupa mér heils árs aðild að ári, þá fær maður aðstöðu fyrir dótið sitt, kemur bara á rafmagnshjóli og sparar.“ Óskar Hrafn mætir því sterkur til leiks á Setbergsvöllinn þegar tímabilið hefst á Íslandi í vor. „Ef ég lifi af. En, já, ég hef verið duglegur að spila. Einn Spánverji hér sem ég kynntist hefur kennt mér mikið. En, ég þarf ekki annað en fá veiruna og þá er þetta búið. Það var verið að auglýsa að menn ættu að koma sér heim. Hélt það ætti að gera allt fyrir fólk til að koma því í skjól en þetta er skjólið sem ég fékk,“ segir Óskar Hrafn og gefur ekki mikið fyrir stuðning hins opinbera varðandi þá þröngu stöðu sem hann er í. Lífeyrissjóðurinn hálfgerð svikamylla Hann hvetur blaðamann til að ganga á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og spyrja hann hvernig þetta megi eiginlega að vera? Óskar Hrafn telur reyndar að yfirvöld yrðu því sennilega fegnust ef hann hrykki upp af. „Þá myndu eftirlaunin sparast. En, þið fréttamenn ættuð endilega að spyrja ráðamenn líka út í það hvernig þetta er með þessi eftirlaun,“ segir Óskar Hrafn og upplýsir að hann fái um 230 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur. Það sé himinn og haf á því hvað fæst fyrir þá þúsundkalla úti á Spáni og svo á Íslandi þegar upphaldið er annars vegar; kostnaður við matarinnkaup. Las Ramblas-golfvöllurinn. Honum sem og öðrum golfvöllum í Alicante hefur verið lokað og læst. Þarna hefur Óskar Hrafn spilað golf uppá dag hvern í fjóra mánuði eða allt þar til kórónuvírusinn setti strik í reikninginn. „Þess vegna fór ég. Ég kynntist hér brunaverði frá Englandi. Hann hefur aldrei borgað neitt í lífeyrissjóð. Hann er með 1000 pundum meira en ég í eftirlaun. Er ég þó búinn að borga í lífeyrissjóð síðan ég var 15 ára.“ Missti allt sitt í hruninu Nú er búið að búið að loka öllum golfvöllum, fyrir löngu og lítið við að vera á Spáni. „Eða, jújú, horfa uppí loftið,“ segir Óskar Hrafn. Hann segir að það sé búið að loka öllu sem hægt er að loka. Enginn er á ferli á Spáni. Enda veiran einna skæðust þar ef frá er talin Ítalía. Óskar Hrafn segir spænsku lögregluna ganga hart eftir því að öllum lögum og reglum sé fylgt. Einn vinur hans hefur skrifað sérstaklega á stýri húsbíls síns að spenna beltið. Sér til minnis því sá vill ekki lenda í fangelsi. Einhver kynni að spyrja hvernig það má vera að Óskar Hrafn sé heimilislaus hafandi verið skipstjóri meðal annars á Akraborginni og á sínum tíma með fimmföld kennaralaun. Hann segist hafa farið illa út úr hruninu. Hann hafi átt einbýlishús uppi á Höfða, 130 milljóna virði en skuldað í því 17 milljónir og bankinn hafi hirt það af sér. Hann segir sögu sína í þeim dúr, upp og niður gekk allt mitt líf en einkum niður á við. Og nú er hann fastur á Spáni, á að sögn engra kosta völ í stöðunni og óttast að kórónuveiran nái sér. „Ég verð bara að bíða hérna,“ segir Óskar Hrafn uggandi um sinn hag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Eldri borgarar Tengdar fréttir Skilgreina Spán, Þýskaland og Frakkland nú sem hááhættusvæði Sóttvarnalæknir hefur nú hækkað áhættumat fyrir Þýskaland, Frakkland og Spán, þar á meðal Kanaríeyjar, í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar í þeim löndum. Allir sem koma frá þeim svæðum er nú gert að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomu. 14. mars 2020 16:54 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Tæplega 3.000 Íslendingar komust heim frá Spáni Tæplega 3.000 Íslendingar sem voru í ferðum á Spáni vegum þriggja ferðaskrifstofa komu fyrr heim vegna kórónuveirufaraldursins. Síðasta beina flugið frá Spáni er á morgun. 20. mars 2020 18:28 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri er fastur á Spáni. Nánar tiltekið á Torreveja-svæðinu, í Orehuela-hverfinu þar sem heitir Sun Golf Beach. Sóttin geisar, Óskar á við öndunarörðugleika að stríða og óttast um líf sitt en líkt og fram hefur komið leggst Covid-19 einkum á öndunarfærin. Óskar Hrafn verður sjötugur 14. maí og áttar sig ekki alveg á því hvernig hann mun halda uppá það. „Í poka kannski. Maður er á sýktu svæði. Ég er með lungnasjúkdóm, þarf ekki annað en fá veiruna og þá er það búið. Já, auðvitað er ég hræddur,“ segir Óskar Hrafn í samtali við Vísi. Fór til Spánar á sínum húsbíl Óskar Hrafn fór út með Norrænu á húsbíl sínum fyrir fjórum mánuðum og átti bókað far heim 24. apríl, þá með Norrænu frá Danmörku. Hann segist vera fjóra daga að keyra þangað frá Spáni. Hann segist hafa flúið fátækt heima – ellilífeyririnn dugar talsvert betur á Spáni en á Íslandi. Íslendingabyggðin á Spáni er orðin stór og Óskar segir fjölmarga landa sína í svipuðum sporum. Óskar Hrafn glímir við lungnasjúkdóm og segir að ef hann fái veiruna þá sé þetta búið.visir/Atli Eftir að farsóttin kom upp hafa landamæri verið að lokast og ríkisstjórnin hvatt fólk til að koma sér heim. Óskar segist gjarnan vilja hlýða því kalli og hann hefði keypt sér flugmiða fyrir 82 þúsund krónur, sem honum þykir vel í lagt, hefði líkast til getað með hjálp dætra sinna náð að skrapa saman fyrir því. En, það sem veldur honum meiri áhyggjum, er í raun óyfirstíganlegt vandamál í hans tilfelli, er svo hvað tekur við? Heimilislaus á Íslandi „Ég er heimilislaus á Íslandi. Ég bjó í húsbílnum við golfvöllinn í Setbergi í Hafnarfirði. Ætlaði þá bara að skilja hann eftir hér á Spáni eins og staðan er. En, ég á að fara í tveggja vikna sóttkví heim kominn. Ég hringdi í utanríkisráðuneytið og spurði hvort ríkið myndi ekki borga hótelherbergi meðan ég væri í sóttkví? Því var algerlega neitað,“ segir Óskar Hrafn. Og lítur þar með á sig sem strandaglóp. Puerto Cabo Roig Ii. Óskar Hrafn er nú fastur á þessum slóðum. Algert útgöngubann ríkir á Spáni, stendur og stræti eru auð.Getty/Carlos Fernández Fernández Hann segir að einhver fulltrúi innan ráðuneytisins hafi reynt að ráða á þessu bót, finna leið þá með að láta reyna á sex mánaða reglu sem dugar í tilfellum sem hans en Óskar Hrafn uppfyllir ekki þau skilyrði. Hann hefur miðað við áætlaða flugferð heim, aðeins verið í fjóra og hálfan mánuð úti á Spáni. Óskar Hrafn segir að hann hafi verið búinn að fá inni hjá vini sínum á Íslandi sem á hótel, þar gæti hann fengið að vera og borga þá bara eins og hann gæti og eftir minni, en það gangi ekki gangvart því að vera í sóttkví. Óskar Hrafn þakkar nú fyrir að hafa ekki keypt flugmiðann, hann ætlar að reyna að þreyja Þorrann þar sem hann er. Og koma þá heim með vorskipunum. Á sínum húsbíl. Spilar golf fyrir allan peninginn Óskar Hrafn er ern og kylfingur af lífi og sál. Hann hefur verið afar duglegur að spila golf í Torreveja sem er sannakallað draumastaður kylfingsins. Þó hann hafi haft húsbíl sinn á Sun Golf Beach, sem er skammt frá hinum fornfræga Villa Martin-golfvelli, hefur hann einkum leikið á Las Ramblas-golfvellinum sem er í grenndinni. Keypti sér þar hálfs árs aðild að klúbbnum og borgar því einungis fimm evrur fyrir hvern hring. Hálfs árs meðlimagjald kostar sitt að sögn Óskars en það fljótt að borga sig þegar menn eru eins duglegir að spila og hann, á hverjum degi og stundum tveir hringir á dag. Þá labbar hann að morgni en fær svo afnot af golfbíl sem vinur hans á seinni partinn. Óskar Hrafn er ákafur kylfingur. Hann hefur að undanförnu verið búsettur í húsbíl sínum sem staðsettur hefur verið við Setbergsvöllinn í Hafnarfirði.visir/jbg „Það er betra að vera meðlimur. Ég stefndi að því að kaupa mér heils árs aðild að ári, þá fær maður aðstöðu fyrir dótið sitt, kemur bara á rafmagnshjóli og sparar.“ Óskar Hrafn mætir því sterkur til leiks á Setbergsvöllinn þegar tímabilið hefst á Íslandi í vor. „Ef ég lifi af. En, já, ég hef verið duglegur að spila. Einn Spánverji hér sem ég kynntist hefur kennt mér mikið. En, ég þarf ekki annað en fá veiruna og þá er þetta búið. Það var verið að auglýsa að menn ættu að koma sér heim. Hélt það ætti að gera allt fyrir fólk til að koma því í skjól en þetta er skjólið sem ég fékk,“ segir Óskar Hrafn og gefur ekki mikið fyrir stuðning hins opinbera varðandi þá þröngu stöðu sem hann er í. Lífeyrissjóðurinn hálfgerð svikamylla Hann hvetur blaðamann til að ganga á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og spyrja hann hvernig þetta megi eiginlega að vera? Óskar Hrafn telur reyndar að yfirvöld yrðu því sennilega fegnust ef hann hrykki upp af. „Þá myndu eftirlaunin sparast. En, þið fréttamenn ættuð endilega að spyrja ráðamenn líka út í það hvernig þetta er með þessi eftirlaun,“ segir Óskar Hrafn og upplýsir að hann fái um 230 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur. Það sé himinn og haf á því hvað fæst fyrir þá þúsundkalla úti á Spáni og svo á Íslandi þegar upphaldið er annars vegar; kostnaður við matarinnkaup. Las Ramblas-golfvöllurinn. Honum sem og öðrum golfvöllum í Alicante hefur verið lokað og læst. Þarna hefur Óskar Hrafn spilað golf uppá dag hvern í fjóra mánuði eða allt þar til kórónuvírusinn setti strik í reikninginn. „Þess vegna fór ég. Ég kynntist hér brunaverði frá Englandi. Hann hefur aldrei borgað neitt í lífeyrissjóð. Hann er með 1000 pundum meira en ég í eftirlaun. Er ég þó búinn að borga í lífeyrissjóð síðan ég var 15 ára.“ Missti allt sitt í hruninu Nú er búið að búið að loka öllum golfvöllum, fyrir löngu og lítið við að vera á Spáni. „Eða, jújú, horfa uppí loftið,“ segir Óskar Hrafn. Hann segir að það sé búið að loka öllu sem hægt er að loka. Enginn er á ferli á Spáni. Enda veiran einna skæðust þar ef frá er talin Ítalía. Óskar Hrafn segir spænsku lögregluna ganga hart eftir því að öllum lögum og reglum sé fylgt. Einn vinur hans hefur skrifað sérstaklega á stýri húsbíls síns að spenna beltið. Sér til minnis því sá vill ekki lenda í fangelsi. Einhver kynni að spyrja hvernig það má vera að Óskar Hrafn sé heimilislaus hafandi verið skipstjóri meðal annars á Akraborginni og á sínum tíma með fimmföld kennaralaun. Hann segist hafa farið illa út úr hruninu. Hann hafi átt einbýlishús uppi á Höfða, 130 milljóna virði en skuldað í því 17 milljónir og bankinn hafi hirt það af sér. Hann segir sögu sína í þeim dúr, upp og niður gekk allt mitt líf en einkum niður á við. Og nú er hann fastur á Spáni, á að sögn engra kosta völ í stöðunni og óttast að kórónuveiran nái sér. „Ég verð bara að bíða hérna,“ segir Óskar Hrafn uggandi um sinn hag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Eldri borgarar Tengdar fréttir Skilgreina Spán, Þýskaland og Frakkland nú sem hááhættusvæði Sóttvarnalæknir hefur nú hækkað áhættumat fyrir Þýskaland, Frakkland og Spán, þar á meðal Kanaríeyjar, í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar í þeim löndum. Allir sem koma frá þeim svæðum er nú gert að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomu. 14. mars 2020 16:54 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Tæplega 3.000 Íslendingar komust heim frá Spáni Tæplega 3.000 Íslendingar sem voru í ferðum á Spáni vegum þriggja ferðaskrifstofa komu fyrr heim vegna kórónuveirufaraldursins. Síðasta beina flugið frá Spáni er á morgun. 20. mars 2020 18:28 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Skilgreina Spán, Þýskaland og Frakkland nú sem hááhættusvæði Sóttvarnalæknir hefur nú hækkað áhættumat fyrir Þýskaland, Frakkland og Spán, þar á meðal Kanaríeyjar, í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar í þeim löndum. Allir sem koma frá þeim svæðum er nú gert að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomu. 14. mars 2020 16:54
Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50
Tæplega 3.000 Íslendingar komust heim frá Spáni Tæplega 3.000 Íslendingar sem voru í ferðum á Spáni vegum þriggja ferðaskrifstofa komu fyrr heim vegna kórónuveirufaraldursins. Síðasta beina flugið frá Spáni er á morgun. 20. mars 2020 18:28