Leikmenn eru raunsæir og sætta sig við að þeirra bíða leikir án áhorfenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 16:00 Virgil van Dijk stillir sér upp með Bobby Barnes eftir að hollenski miðvörðurinn var kosinn leikmaður ársins af leikmannasamtökunum í fyrra. Getty/Barrington Coombs Æðsti maður leikmannasamtaka enska fótboltans segir leikmennina vita vel að þeir þurfa að sætta sig við ýmislegt og fórna ýmsu til að hægt verði að klára tímabilið í sumar. Ensku deildunum var frestað til 30. apríl en það er allt eins líklegt að leikirnir hefjist ekki aftur fyrr en í júnímánuði. Bobby Barnes er yfirmaður Professional Footballers' Association í Englandi og The Athletic fór yfir stöðuna með honum. Players accept that matches will have to be held behind closed doors when the football season resumes.That's according to PFA deputy chief executive Bobby Barnes. https://t.co/iMG1ofuCSJ#bbcfootball pic.twitter.com/ElMTWdzPbE— BBC Sport (@BBCSport) March 24, 2020 Barnes segir að leikmenn séu raunsæir og að þeir vita að þeirra bíða leikir án áhorfenda ætli menn að klára 2019-20 tímabilið. „Í fullkomnum heimi værum við að spila fyrir framan áhorfendur en ég held að staðan sé sú að það komi ekkert annað til greina en að spila án þeirra,“ sagði Bobby Barnes í viðtalinu við The Athletic. „Leikmennirnir eru raunsæir. Við erum ekki í fullkomnum heimi og þeir leikmenn sem ég hef rætt við sætta sig við það sem við þurfum að gera,“ sagði Bobby Barnes. „Ég hef talað daglega við leikmenn og meðal þess ræddum við um að þeir vildu ekki spila leikina án áhorfenda ef það væri einhver möguleiki á því,“ sagði Bobby. „Fótboltin snýst um stuðningsmennina. Raunveruleikinn er hins vegar sá að laun leikmanna koma aðallega í gegnum sjónvarpstekjur og þar eru samningarnir sem þarf að standa við,“ sagði Barnes. Coronavirus: Players accept games may have to take place without fans: PFA's Bobby Barnes https://t.co/LtQJ9N0Pyp— The Straits Times (@STcom) March 24, 2020 „Ef við í samtökunum eigum að geta varið laun leikmanna okkar þá gæti eina raunhæfa leiðin verið að klára tímabilið. Það verður því að vera þannig. Ef við ætlum að klára tímabilið áður en við þurfum að fara að huga að því næsta þá þurfum við að vera opin fyrir öllum leiðum í boði,“ sagði Bobby Barnes. Það er því orðið mjög líklegt að enska úrvalsdeildin verði kláruð fyrir framan tómar stúkur, kannski í maí en líklega frekar í júní eða júlí. IF decided football can resume, PFA chief Bobby Barnes tells @TheAthleticUK:- Most players now accept behind closed doors if only option- Football helps nation- Wage deferrals to be discussed- PFA cash reserves available- 24hr wellbeing hotline + morehttps://t.co/QXKYdZuSxe— David Ornstein (@David_Ornstein) March 23, 2020 Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Æðsti maður leikmannasamtaka enska fótboltans segir leikmennina vita vel að þeir þurfa að sætta sig við ýmislegt og fórna ýmsu til að hægt verði að klára tímabilið í sumar. Ensku deildunum var frestað til 30. apríl en það er allt eins líklegt að leikirnir hefjist ekki aftur fyrr en í júnímánuði. Bobby Barnes er yfirmaður Professional Footballers' Association í Englandi og The Athletic fór yfir stöðuna með honum. Players accept that matches will have to be held behind closed doors when the football season resumes.That's according to PFA deputy chief executive Bobby Barnes. https://t.co/iMG1ofuCSJ#bbcfootball pic.twitter.com/ElMTWdzPbE— BBC Sport (@BBCSport) March 24, 2020 Barnes segir að leikmenn séu raunsæir og að þeir vita að þeirra bíða leikir án áhorfenda ætli menn að klára 2019-20 tímabilið. „Í fullkomnum heimi værum við að spila fyrir framan áhorfendur en ég held að staðan sé sú að það komi ekkert annað til greina en að spila án þeirra,“ sagði Bobby Barnes í viðtalinu við The Athletic. „Leikmennirnir eru raunsæir. Við erum ekki í fullkomnum heimi og þeir leikmenn sem ég hef rætt við sætta sig við það sem við þurfum að gera,“ sagði Bobby Barnes. „Ég hef talað daglega við leikmenn og meðal þess ræddum við um að þeir vildu ekki spila leikina án áhorfenda ef það væri einhver möguleiki á því,“ sagði Bobby. „Fótboltin snýst um stuðningsmennina. Raunveruleikinn er hins vegar sá að laun leikmanna koma aðallega í gegnum sjónvarpstekjur og þar eru samningarnir sem þarf að standa við,“ sagði Barnes. Coronavirus: Players accept games may have to take place without fans: PFA's Bobby Barnes https://t.co/LtQJ9N0Pyp— The Straits Times (@STcom) March 24, 2020 „Ef við í samtökunum eigum að geta varið laun leikmanna okkar þá gæti eina raunhæfa leiðin verið að klára tímabilið. Það verður því að vera þannig. Ef við ætlum að klára tímabilið áður en við þurfum að fara að huga að því næsta þá þurfum við að vera opin fyrir öllum leiðum í boði,“ sagði Bobby Barnes. Það er því orðið mjög líklegt að enska úrvalsdeildin verði kláruð fyrir framan tómar stúkur, kannski í maí en líklega frekar í júní eða júlí. IF decided football can resume, PFA chief Bobby Barnes tells @TheAthleticUK:- Most players now accept behind closed doors if only option- Football helps nation- Wage deferrals to be discussed- PFA cash reserves available- 24hr wellbeing hotline + morehttps://t.co/QXKYdZuSxe— David Ornstein (@David_Ornstein) March 23, 2020
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira