Fjarvinna með börnin heima: Dó ekki ráðalaus og bjó til „virkni-bingó“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. mars 2020 07:00 Elín María Halldórsdóttir með börnunum sínum tveimur, 5 og 9 ára. Elín rekur fyrirtækið Komma Strik en vinnur í fjarvinnu að heiman þessa dagana. Hún bjó til skemmtilega afþreyingu til að hafa ofan af fyrir börnunum, virkni-bingó sem hefur slegið í gegn. Vísir/Helga Guðrún Lárusdóttir Elín María Halldórsdóttir grafískur hönnuður dó ekki ráðalaus þegar hún stóð frammi fyrir því að reyna að vinna að heiman, með börnin og eiginmanninn heima líka og tilheyrandi truflunum. Því eins og margir hafa reynt á eigin skinni síðustu daga, getur slík fjarvinna verið þrautinni þyngri. Það sem Elín gerði var að búa til virkni-bingó. Í því þurfa þátttakendur meðal annars að semja sögur og teikna við hana mynd, hringja í vin eða fjölskyldumeðlim, hlaupa í 30 sekúndur, læra Daða-dansinn og margt fleira skemmtilegt. Elín María er búsett á Selfossi og rekur fyrirtækið sitt Komma Strik þar. Síðustu daga hefur hún unnið í fjarvinnu að heiman. Þar eru líka eiginmaðurinn sem er frá vinnu þessa dagana og börnin þeirra tvö, 5 og 9 ára. Skóladagskrá beggja barna hefur raskast og dagarnir þar verið styttri. „Ég fann að ég þurfti eitthvað til að hjálpa mér og börnunum með hugmyndir yfir daginn og gerði því þetta litla virknibingó,“ segir Elín. Virknibingóið var strax að virka vel heima fyrir og ákvað Elín því að leyfa öðrum í sömu stöðu að njóta þess. Á vefsíðuna Kommastrik.is eru leiðbeiningar en bingóið má nálgast hér. Á spjöldunum eru verkefni sem flest börn ráða við eins og að gera 20 armbeygjur eða semja dans við skemmtilegt lag. Elín María fann að hún varð að gera eitthvað til að hjálpa börnunum með hugmyndir yfir daginn og bjó til virkni-bingó.Vísir/Aðsent Sænskir vinir höfðu samband Fjölskyldan bjó lengi í Svíþjóð og segir Elín stöðuna hjá vinum og fyrri nágrönnum þeirra þar vera þá sömu og hér. Fór svo að einn vinur hennar, sem hafði séð bingóið á Facebooksíðu Elínar, spurði hvort hún væri til í að útbúa bingóið á sænsku líka. Sem hún og gerði og því má segja að Elín María sé farin í útrás með virknibingóið. Önnur útgáfa á leiðinni Elín segir að fjölskyldan sé þegar byrjuð að vinna í næstu útgáfu „Því við erum nú þegar búin með öll verkefnin á fyrstu útgáfunni,“ segir Elín. Að sögn Elínar hafa viðtökurnar við bingóinu verið það góðar að augljóslega séu margir foreldrar að glíma við það sama og hún. Eftirspurnin sé því mikil fyrir einhverju sem er auðvelt fyrir krakka að læra og hafa gaman af á meðan allir eru bundnir meira heimavið. Elín bendir samt á að bingóið er alls ekki aðeins fyrir börn og hvetur foreldra til að taka þátt í því líka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Börn og uppeldi Fjarvinna Nýsköpun Tengdar fréttir Fjarvinna og börnin heima líka: Hjálp! Í fullkomnum heimi er fjarvinna heima með börn ekkert mál. Tíu ráð fyrir þá sem eru í fjarvinnu með börnin heima líka. 19. mars 2020 07:26 Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Elín María Halldórsdóttir grafískur hönnuður dó ekki ráðalaus þegar hún stóð frammi fyrir því að reyna að vinna að heiman, með börnin og eiginmanninn heima líka og tilheyrandi truflunum. Því eins og margir hafa reynt á eigin skinni síðustu daga, getur slík fjarvinna verið þrautinni þyngri. Það sem Elín gerði var að búa til virkni-bingó. Í því þurfa þátttakendur meðal annars að semja sögur og teikna við hana mynd, hringja í vin eða fjölskyldumeðlim, hlaupa í 30 sekúndur, læra Daða-dansinn og margt fleira skemmtilegt. Elín María er búsett á Selfossi og rekur fyrirtækið sitt Komma Strik þar. Síðustu daga hefur hún unnið í fjarvinnu að heiman. Þar eru líka eiginmaðurinn sem er frá vinnu þessa dagana og börnin þeirra tvö, 5 og 9 ára. Skóladagskrá beggja barna hefur raskast og dagarnir þar verið styttri. „Ég fann að ég þurfti eitthvað til að hjálpa mér og börnunum með hugmyndir yfir daginn og gerði því þetta litla virknibingó,“ segir Elín. Virknibingóið var strax að virka vel heima fyrir og ákvað Elín því að leyfa öðrum í sömu stöðu að njóta þess. Á vefsíðuna Kommastrik.is eru leiðbeiningar en bingóið má nálgast hér. Á spjöldunum eru verkefni sem flest börn ráða við eins og að gera 20 armbeygjur eða semja dans við skemmtilegt lag. Elín María fann að hún varð að gera eitthvað til að hjálpa börnunum með hugmyndir yfir daginn og bjó til virkni-bingó.Vísir/Aðsent Sænskir vinir höfðu samband Fjölskyldan bjó lengi í Svíþjóð og segir Elín stöðuna hjá vinum og fyrri nágrönnum þeirra þar vera þá sömu og hér. Fór svo að einn vinur hennar, sem hafði séð bingóið á Facebooksíðu Elínar, spurði hvort hún væri til í að útbúa bingóið á sænsku líka. Sem hún og gerði og því má segja að Elín María sé farin í útrás með virknibingóið. Önnur útgáfa á leiðinni Elín segir að fjölskyldan sé þegar byrjuð að vinna í næstu útgáfu „Því við erum nú þegar búin með öll verkefnin á fyrstu útgáfunni,“ segir Elín. Að sögn Elínar hafa viðtökurnar við bingóinu verið það góðar að augljóslega séu margir foreldrar að glíma við það sama og hún. Eftirspurnin sé því mikil fyrir einhverju sem er auðvelt fyrir krakka að læra og hafa gaman af á meðan allir eru bundnir meira heimavið. Elín bendir samt á að bingóið er alls ekki aðeins fyrir börn og hvetur foreldra til að taka þátt í því líka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Börn og uppeldi Fjarvinna Nýsköpun Tengdar fréttir Fjarvinna og börnin heima líka: Hjálp! Í fullkomnum heimi er fjarvinna heima með börn ekkert mál. Tíu ráð fyrir þá sem eru í fjarvinnu með börnin heima líka. 19. mars 2020 07:26 Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Fjarvinna og börnin heima líka: Hjálp! Í fullkomnum heimi er fjarvinna heima með börn ekkert mál. Tíu ráð fyrir þá sem eru í fjarvinnu með börnin heima líka. 19. mars 2020 07:26
Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00