Menntun og mannréttindi fatlaðra barna og ungmenna Anna Lára Steindal skrifar 24. mars 2020 15:00 Jöfn tækifæri barna og ungmenna til náms eru mikilsverð mannréttindi sem ríki heims hafa viðurkennt og staðfest í mörgum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum og með yfirlýsingum sínum varðandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Íslenska ríkið hefur m.ö.o. skuldbundið sig til að tryggja öllum börnum og unmennum á Íslandi þau grundvallarréttindi. Eins og kunnugt er hefur skólastarf i landinu raskast mjög mikið vegna COVID-19 og fer það nú að mestu fram í formi fjarkennslu. Þetta kemur að sjálfsögðu illa við flest börn og ungmenni og aðstandendur þeirra. Þetta ástand og þessi röskun á skólastarfi hefur þó almennt meiri og alvarlegri áhrif á börn og ungmenni sem eru með þroskahamlanir og aðrar skyldar fatlanir og fjölskyldur þeirra. Þessi hópur barna þarf á sérstökum stuðningi að halda við nám og eiga lagalega rétt á honum. Þau eiga, vegna fötlunar sinnar, oft mjög erfitt með að nýta sér fjarnám. Mjög mikilvægt er að líta til þess að einstaklingar með miklar stuðningþarfir eiga nú þegar lögum samkvæmt að vera með einstaklingsbundna þjónustuáætlun. Sú lögbundna þjónusta er alla jafna veitt af félagsþjónustu sveitarfélaga nema skólar og frístund eftir skóla veita þjónustu við athafnir daglegs lífs (ADL) þegar nemandi mætir í skóla / frístund. Þeim menntastofnunum sem fatlað fólk á öllum aldri sækir hefur nú verið lokað eða starfa með mjög takmörkuðum hætti. Má þar nefna grunnskólana Kletta- og Arnarskóla, starfsbrautir framhaldsskólanna, Fjölmennt símenntun, Myndlistarskóla Reykjavikur og diplómanám HÍ. Þá hefur Hinu húsinu, félagsmiðstöð fyrir ungmenni verið lokað. Öllum má vera ljóst er að nemendur með þroskaskerðingar og aðrar skyldar fatlanir eiga margir mun erfiðara með að skipuleggja nám sitt heima og fylgja þeim óhefðbundu kennsluháttum sem nú er notast við. Þetta á við nemendur á öllum skólastigum. Það er því veruleg hætta á því að nemendur með þorskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir missi úr námi á meðan þetta ástand varir ef ekki er gripið til sérstakra aðgerða með þarfir einstakra nemenda í huga. Landssamtökin Þroskahjálp leggja mikla áherslu á að sú þjónusta sem fatlað fólk á rétt á samkvæmt lögum og þarf á að halda, verði löguð að þeim aðstæðum sem nú eru uppi til að gæta að réttindum og hagsmunum þessa berskjaldaða hóps. Tækifæri ungmenna með þroskahömlun til náms er þegar mjög takmarkað og hvílir þessi mismunun þungt á þeim ungmennun sem tóku þátt í málefnavinnu ungmennaráðs Þroskahjálpar í janúar. Menntun er eitt það dýrmætasta sem við eigum og hefur mikil áhrif á tækifæri fólks í lífinu, s.s til að fá atvinnu, afla sér tekna og verða sjálfstæðir og virkir einstaklingar í samfélaginu. Þegar fólk býr við skert tækifæri til náms er því ekki aðeins vegið að þeim mannréttindum sem felast í jöfnum tækifærum til menntunar, heldur eru mörg önnur tækifæri og réttindi jafnframt í húfi. Hér er því alls ekki um léttvægt mál að ræða heldur alvarlegt mannréttindamál. Stjórnvöld verða að sinna því og forgangsraða í samræmi við það! Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja, kveður skilyrðislaust á um skyldu stjórnvalda til að tryggja nemendum með þroskahömlun og aðrar skyldar fatlanir rétt til menntunar til jafns við aðra. Það á við nú eins og alltaf. Áskoranir Landssamtakanna Þroskahjálpar til stjórnvalda eru að: - Nemendum með miklar stuðningþarfir á öllum skólastigum verði fylgt vel eftir af þeim aðila sem ber ábyrgð á stuðningi í skólanum. Meta þjónustuþörf hvers og eins í samráði við aðstandendur og félagsþjónustu og leita allra leiða sem færar eru til að mæta þeim. - Nemendur með þroskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir eru margir viðkvæmir fyrir breytingum á daglegum venjum og því má gera ráð fyrir að líðan þeirra og hegðun sýni merki um það. Ekki síst eftir því sem á líður. Álag á foreldra og heimili eykst að sama skapi og mikilvægt að sýna því skilning. Veita þarf aðstoð til náms inni á heimili eins og mögulegt er, í samræmi við þarfir hvers og eins. Höfundur er verkefnisstjóri í málefnum fatlaðra barna og ungmenna hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Börn og uppeldi Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri barna og ungmenna til náms eru mikilsverð mannréttindi sem ríki heims hafa viðurkennt og staðfest í mörgum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum og með yfirlýsingum sínum varðandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Íslenska ríkið hefur m.ö.o. skuldbundið sig til að tryggja öllum börnum og unmennum á Íslandi þau grundvallarréttindi. Eins og kunnugt er hefur skólastarf i landinu raskast mjög mikið vegna COVID-19 og fer það nú að mestu fram í formi fjarkennslu. Þetta kemur að sjálfsögðu illa við flest börn og ungmenni og aðstandendur þeirra. Þetta ástand og þessi röskun á skólastarfi hefur þó almennt meiri og alvarlegri áhrif á börn og ungmenni sem eru með þroskahamlanir og aðrar skyldar fatlanir og fjölskyldur þeirra. Þessi hópur barna þarf á sérstökum stuðningi að halda við nám og eiga lagalega rétt á honum. Þau eiga, vegna fötlunar sinnar, oft mjög erfitt með að nýta sér fjarnám. Mjög mikilvægt er að líta til þess að einstaklingar með miklar stuðningþarfir eiga nú þegar lögum samkvæmt að vera með einstaklingsbundna þjónustuáætlun. Sú lögbundna þjónusta er alla jafna veitt af félagsþjónustu sveitarfélaga nema skólar og frístund eftir skóla veita þjónustu við athafnir daglegs lífs (ADL) þegar nemandi mætir í skóla / frístund. Þeim menntastofnunum sem fatlað fólk á öllum aldri sækir hefur nú verið lokað eða starfa með mjög takmörkuðum hætti. Má þar nefna grunnskólana Kletta- og Arnarskóla, starfsbrautir framhaldsskólanna, Fjölmennt símenntun, Myndlistarskóla Reykjavikur og diplómanám HÍ. Þá hefur Hinu húsinu, félagsmiðstöð fyrir ungmenni verið lokað. Öllum má vera ljóst er að nemendur með þroskaskerðingar og aðrar skyldar fatlanir eiga margir mun erfiðara með að skipuleggja nám sitt heima og fylgja þeim óhefðbundu kennsluháttum sem nú er notast við. Þetta á við nemendur á öllum skólastigum. Það er því veruleg hætta á því að nemendur með þorskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir missi úr námi á meðan þetta ástand varir ef ekki er gripið til sérstakra aðgerða með þarfir einstakra nemenda í huga. Landssamtökin Þroskahjálp leggja mikla áherslu á að sú þjónusta sem fatlað fólk á rétt á samkvæmt lögum og þarf á að halda, verði löguð að þeim aðstæðum sem nú eru uppi til að gæta að réttindum og hagsmunum þessa berskjaldaða hóps. Tækifæri ungmenna með þroskahömlun til náms er þegar mjög takmarkað og hvílir þessi mismunun þungt á þeim ungmennun sem tóku þátt í málefnavinnu ungmennaráðs Þroskahjálpar í janúar. Menntun er eitt það dýrmætasta sem við eigum og hefur mikil áhrif á tækifæri fólks í lífinu, s.s til að fá atvinnu, afla sér tekna og verða sjálfstæðir og virkir einstaklingar í samfélaginu. Þegar fólk býr við skert tækifæri til náms er því ekki aðeins vegið að þeim mannréttindum sem felast í jöfnum tækifærum til menntunar, heldur eru mörg önnur tækifæri og réttindi jafnframt í húfi. Hér er því alls ekki um léttvægt mál að ræða heldur alvarlegt mannréttindamál. Stjórnvöld verða að sinna því og forgangsraða í samræmi við það! Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja, kveður skilyrðislaust á um skyldu stjórnvalda til að tryggja nemendum með þroskahömlun og aðrar skyldar fatlanir rétt til menntunar til jafns við aðra. Það á við nú eins og alltaf. Áskoranir Landssamtakanna Þroskahjálpar til stjórnvalda eru að: - Nemendum með miklar stuðningþarfir á öllum skólastigum verði fylgt vel eftir af þeim aðila sem ber ábyrgð á stuðningi í skólanum. Meta þjónustuþörf hvers og eins í samráði við aðstandendur og félagsþjónustu og leita allra leiða sem færar eru til að mæta þeim. - Nemendur með þroskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir eru margir viðkvæmir fyrir breytingum á daglegum venjum og því má gera ráð fyrir að líðan þeirra og hegðun sýni merki um það. Ekki síst eftir því sem á líður. Álag á foreldra og heimili eykst að sama skapi og mikilvægt að sýna því skilning. Veita þarf aðstoð til náms inni á heimili eins og mögulegt er, í samræmi við þarfir hvers og eins. Höfundur er verkefnisstjóri í málefnum fatlaðra barna og ungmenna hjá Þroskahjálp.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun