Meirihluti þeirra sem greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring var í sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2020 14:32 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Þórólfur sagði þetta styðja enn fremur þá aðgerð yfirvalda að beina þeim í sóttkví sem hafa verið útsettir fyrir smiti og forða því þannig að þeir smiti aðra ef og þegar þeir veikjast. Alls hafa nú 648 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi. Ellefu eru innlagðir á sjúkrahús, þar af tveir á gjörgæslu en enginn er í öndunarvél. Um 10.600 sýni hafa verið tekin og rúmlega 8.000 manns eru í sóttkví. Erfitt að segja til um hvort það stefni í verstu eða bestu spá Sóttvarnalæknir sagði faraldurinn enn í uppsveiflu en þar sem það væru sveiflur í fjölgun smita á milli daga færi hann varlega í að túlka tölurnar. Myndin ætti að skýrast betur þegar nýtt spálíkan verður gefið út í dag eða á morgun af fræðimönnum í Háskóla Íslands. „Það er erfitt að segja til um hvort við séum að stefna í verstu spá eða bestu spá en það skýrsit betur þegar líkanið verður uppfært,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, að beita einangrun og sóttkví, hvetja almenning til hreinlætis, að virða fjarlægðarmörk og svo samkomubann, virðast vera að skila árangri. Þannig sýni reiknilíkanið til að mynda að meðaltalsaukning nýgreindra hér á hverja þúsund íbúa er með því lægsta sem gerist í Evrópu. Líkt og fjallað hefur verið um áður er skortur á veirupinnum ákveðið áhyggjuefni. Þórólfur sagði vonir standa til þess að veirufræðideild Landspítalans fái fleiri pinna síðar í þessari viku. Verið væri að vinna að notkun pinna sem fyrirtækið Össur hefur séð um að útvega og væri nú verið að gera gæðaúttekt á þeim. Um væri að ræða stóran lager af pinnum þannig að ef þeir reynast vel verður aftur hægt að gefa í í sýnatökum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Þórólfur sagði þetta styðja enn fremur þá aðgerð yfirvalda að beina þeim í sóttkví sem hafa verið útsettir fyrir smiti og forða því þannig að þeir smiti aðra ef og þegar þeir veikjast. Alls hafa nú 648 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi. Ellefu eru innlagðir á sjúkrahús, þar af tveir á gjörgæslu en enginn er í öndunarvél. Um 10.600 sýni hafa verið tekin og rúmlega 8.000 manns eru í sóttkví. Erfitt að segja til um hvort það stefni í verstu eða bestu spá Sóttvarnalæknir sagði faraldurinn enn í uppsveiflu en þar sem það væru sveiflur í fjölgun smita á milli daga færi hann varlega í að túlka tölurnar. Myndin ætti að skýrast betur þegar nýtt spálíkan verður gefið út í dag eða á morgun af fræðimönnum í Háskóla Íslands. „Það er erfitt að segja til um hvort við séum að stefna í verstu spá eða bestu spá en það skýrsit betur þegar líkanið verður uppfært,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, að beita einangrun og sóttkví, hvetja almenning til hreinlætis, að virða fjarlægðarmörk og svo samkomubann, virðast vera að skila árangri. Þannig sýni reiknilíkanið til að mynda að meðaltalsaukning nýgreindra hér á hverja þúsund íbúa er með því lægsta sem gerist í Evrópu. Líkt og fjallað hefur verið um áður er skortur á veirupinnum ákveðið áhyggjuefni. Þórólfur sagði vonir standa til þess að veirufræðideild Landspítalans fái fleiri pinna síðar í þessari viku. Verið væri að vinna að notkun pinna sem fyrirtækið Össur hefur séð um að útvega og væri nú verið að gera gæðaúttekt á þeim. Um væri að ræða stóran lager af pinnum þannig að ef þeir reynast vel verður aftur hægt að gefa í í sýnatökum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira