„Við erum ekkert að grínast með þetta“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. mars 2020 14:47 Víðir Reynisson með orðið á fundinum í dag. Júlíus sigurjónsson Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninu, sem var hert á miðnætti. Það sé mikilvægt að landsmenn fari eftir ákvæðum þess, eins og að passa að ekki safnist fleiri en 20 saman. „Við erum ekkert að grínast með þetta,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir að heilt yfir hafi gengið vel að framfylgja samkomubanninu. Þó hafi almannavörnum borist nokkur fjöldi tilkynninga um hugsanleg brot á banninu, auk þess sem embættið hafi fengið ógrynni undanþágubeiðna. Sjá einnig: Hvað felst í hertu samkomubanni? Það taldi Víðir til marks um það að hópur landsmanna átti sig ekki á mikilvægi samkomubannsins í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Fólk verður að taka þessu alvarlega og fara eftir leiðbeiningum,“ sagði Víðir. „Þetta er mjög snúið og það er ekkert í samfélaginu að fara að virka eðlilega.“ Vísaði hann þar m.a. til þess að fjöldi fyrirtækja hefur þurft að gjörbreyta starfsemi sinni eða jafnvel loka eftir að samkomubannið var hert. Má þarf nefna fjölda veitinga- og skemmtistaða, hárgreiðslu-, snyrti og nuddstofa. Að sama skapi séu lönd um allan heim að grípa til sambærilegra, eða jafnvel harðari aðgerða með tilheyrandi röskun á daglegu lífi. Það undirstriki alvarleika og mikilvægi málsins. Aðspurður um hvaða viðurlög séu við brotum á samkomubanninu sagði hann það ekki liggja nákvæmlega fyrir á þessari stundu. Þau skýrist þó mjög fljótlega eftir að upplýsingar berast frá ríkissaksóknara. Svar Víðis má sjá að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Hert samkomubann hefur nú tekið gildi Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. 24. mars 2020 00:00 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Meirihluti þeirra sem greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring var í sóttkví Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. 24. mars 2020 14:32 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Vill fartölvu í fangelsið Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninu, sem var hert á miðnætti. Það sé mikilvægt að landsmenn fari eftir ákvæðum þess, eins og að passa að ekki safnist fleiri en 20 saman. „Við erum ekkert að grínast með þetta,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir að heilt yfir hafi gengið vel að framfylgja samkomubanninu. Þó hafi almannavörnum borist nokkur fjöldi tilkynninga um hugsanleg brot á banninu, auk þess sem embættið hafi fengið ógrynni undanþágubeiðna. Sjá einnig: Hvað felst í hertu samkomubanni? Það taldi Víðir til marks um það að hópur landsmanna átti sig ekki á mikilvægi samkomubannsins í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Fólk verður að taka þessu alvarlega og fara eftir leiðbeiningum,“ sagði Víðir. „Þetta er mjög snúið og það er ekkert í samfélaginu að fara að virka eðlilega.“ Vísaði hann þar m.a. til þess að fjöldi fyrirtækja hefur þurft að gjörbreyta starfsemi sinni eða jafnvel loka eftir að samkomubannið var hert. Má þarf nefna fjölda veitinga- og skemmtistaða, hárgreiðslu-, snyrti og nuddstofa. Að sama skapi séu lönd um allan heim að grípa til sambærilegra, eða jafnvel harðari aðgerða með tilheyrandi röskun á daglegu lífi. Það undirstriki alvarleika og mikilvægi málsins. Aðspurður um hvaða viðurlög séu við brotum á samkomubanninu sagði hann það ekki liggja nákvæmlega fyrir á þessari stundu. Þau skýrist þó mjög fljótlega eftir að upplýsingar berast frá ríkissaksóknara. Svar Víðis má sjá að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Hert samkomubann hefur nú tekið gildi Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. 24. mars 2020 00:00 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Meirihluti þeirra sem greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring var í sóttkví Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. 24. mars 2020 14:32 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Vill fartölvu í fangelsið Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Sjá meira
Hert samkomubann hefur nú tekið gildi Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. 24. mars 2020 00:00
Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48
Meirihluti þeirra sem greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring var í sóttkví Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. 24. mars 2020 14:32