Innlent

Ungt fólk sækir meira á Vog og þaul­skipu­lögð þjófagengi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Ung fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vogi vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir stöðunni en nokkur ungmenni hafa verið handtekin á landamærunum á undanförnum vikum vegna fíkniefnainnflutnings. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þaulskipulögð erlend þjófagengi virðast herja á landið. Eitt slíkt lét greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur í myndver og fer yfir stöðuna.

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagnar í dag 95 ára afmæli. Í tilefni af því var gefin út bók með leikhúsþýðingum hennar.

Íslendinganýlendan í Lúxemborg missti dýrmæt tengsl við heimalandið þegar beinu flugi var hætt á milli landanna. Mjög hefur dregið úr starfsemi Íslendingafélagsins í Lúxemborg .

Í sportpakkanum kíkjum við í Kaldalónshöllina, þar sem Álftanes tekur í kvöld á móti Njarðvík í úrslitaeinvígi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Klippa: Kvöldfréttir 15. apríl 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×