„Við erum ekkert að grínast með þetta“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. mars 2020 14:47 Víðir Reynisson með orðið á fundinum í dag. Júlíus sigurjónsson Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninu, sem var hert á miðnætti. Það sé mikilvægt að landsmenn fari eftir ákvæðum þess, eins og að passa að ekki safnist fleiri en 20 saman. „Við erum ekkert að grínast með þetta,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir að heilt yfir hafi gengið vel að framfylgja samkomubanninu. Þó hafi almannavörnum borist nokkur fjöldi tilkynninga um hugsanleg brot á banninu, auk þess sem embættið hafi fengið ógrynni undanþágubeiðna. Sjá einnig: Hvað felst í hertu samkomubanni? Það taldi Víðir til marks um það að hópur landsmanna átti sig ekki á mikilvægi samkomubannsins í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Fólk verður að taka þessu alvarlega og fara eftir leiðbeiningum,“ sagði Víðir. „Þetta er mjög snúið og það er ekkert í samfélaginu að fara að virka eðlilega.“ Vísaði hann þar m.a. til þess að fjöldi fyrirtækja hefur þurft að gjörbreyta starfsemi sinni eða jafnvel loka eftir að samkomubannið var hert. Má þarf nefna fjölda veitinga- og skemmtistaða, hárgreiðslu-, snyrti og nuddstofa. Að sama skapi séu lönd um allan heim að grípa til sambærilegra, eða jafnvel harðari aðgerða með tilheyrandi röskun á daglegu lífi. Það undirstriki alvarleika og mikilvægi málsins. Aðspurður um hvaða viðurlög séu við brotum á samkomubanninu sagði hann það ekki liggja nákvæmlega fyrir á þessari stundu. Þau skýrist þó mjög fljótlega eftir að upplýsingar berast frá ríkissaksóknara. Svar Víðis má sjá að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Hert samkomubann hefur nú tekið gildi Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. 24. mars 2020 00:00 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Meirihluti þeirra sem greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring var í sóttkví Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. 24. mars 2020 14:32 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Áfram kalt og bætir í vind á morgun Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Hótaði heimilismönnum með skærum Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninu, sem var hert á miðnætti. Það sé mikilvægt að landsmenn fari eftir ákvæðum þess, eins og að passa að ekki safnist fleiri en 20 saman. „Við erum ekkert að grínast með þetta,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segir að heilt yfir hafi gengið vel að framfylgja samkomubanninu. Þó hafi almannavörnum borist nokkur fjöldi tilkynninga um hugsanleg brot á banninu, auk þess sem embættið hafi fengið ógrynni undanþágubeiðna. Sjá einnig: Hvað felst í hertu samkomubanni? Það taldi Víðir til marks um það að hópur landsmanna átti sig ekki á mikilvægi samkomubannsins í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Fólk verður að taka þessu alvarlega og fara eftir leiðbeiningum,“ sagði Víðir. „Þetta er mjög snúið og það er ekkert í samfélaginu að fara að virka eðlilega.“ Vísaði hann þar m.a. til þess að fjöldi fyrirtækja hefur þurft að gjörbreyta starfsemi sinni eða jafnvel loka eftir að samkomubannið var hert. Má þarf nefna fjölda veitinga- og skemmtistaða, hárgreiðslu-, snyrti og nuddstofa. Að sama skapi séu lönd um allan heim að grípa til sambærilegra, eða jafnvel harðari aðgerða með tilheyrandi röskun á daglegu lífi. Það undirstriki alvarleika og mikilvægi málsins. Aðspurður um hvaða viðurlög séu við brotum á samkomubanninu sagði hann það ekki liggja nákvæmlega fyrir á þessari stundu. Þau skýrist þó mjög fljótlega eftir að upplýsingar berast frá ríkissaksóknara. Svar Víðis má sjá að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Tengdar fréttir Hert samkomubann hefur nú tekið gildi Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. 24. mars 2020 00:00 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Meirihluti þeirra sem greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring var í sóttkví Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. 24. mars 2020 14:32 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Áfram kalt og bætir í vind á morgun Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Hótaði heimilismönnum með skærum Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Hert samkomubann hefur nú tekið gildi Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. 24. mars 2020 00:00
Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48
Meirihluti þeirra sem greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhring var í sóttkví Meirihluti þeirra sextíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring var í sóttkví eða um 60 prósent. 24. mars 2020 14:32