Innlent

Aftur tekið við nytja­munum á endur­vinnslu­stöðvum Sorpu

Atli Ísleifsson skrifar
Biðröð við endurvinnslustöð Sorpu við Sævarhöfða.
Biðröð við endurvinnslustöð Sorpu við Sævarhöfða. Sorpa

Opnað verður fyrir móttöku nytjamuna á endurvinnslustöðvum Sorpu á ný á morgun.

Á sama tíma mun verslun Góða hirðisins í Fellsmúla opna aftur, en henni var lokað eftir að samkomubanni var komið á. Þegar versluninni var lokað á sínum tíma var hætt að taka við nytjamunum á Sorpu-stöðvum.

Í tilkynningu kemur fram að fjöldatakmarkanir verði í versluninni, þar sem einungis mega fimmtán viðskiptavinir vera í versluninni á sama tíma.

„Fjöldatakmarkanir eru inn á endurvinnslustöðvar og hafa myndast langar biðraðir af þeim sökum undanfarið og því gott ef fólk flokkar vel áður en haldið er til endurvinnslustöðar til losun gangi hratt og vel fyrir sig,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×